Fara í efni

6. fundur velferðar- og fræðslunefndar

02.07.2019 15:00

6. fundur fræðslu- og velferðarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 2. júlí 2019. Fundur var settur kl. 15:00.

Mætt voru: Aneta Potrykus varaformaður, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Jón Gunnþórsson, Jóhann Hafberg Jónasson. Elías Pétursson sveitarstjóri sat fundinn undir 5. lið. Auk þess sat Jónas Egilsson fundinn og ritaði fundargerð.

Varaformaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna og innti þá eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð. Svo var ekki og því næst var gengið til dagskrár.

 

Fundargerð

1.         Ársskýrsla Barnaverndarnefndar 2018

Ársskýrsla Barnaverndar Þingeyinga 2018 lögð fram.

2.         Jafnréttisáætlun, erindi frá Jafnréttisráði dags. 19. mars 2019

Erindi frá Jafnréttisráði, dags. 19. mars 2019, lagt fram. Þar kemur fram að skv. 12. gr. laga um um jafnréttismál, skuli sveitarfélög gera með sér jafnréttisáætlanir eigi síðar en einu ári eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að formaður og sveitarstóri leggi fram drög að jafnréttisáætlun fyrir fund nefndarinnar að loknum sumarleyfum. Enn fremur að stefnan taki mið af fjölmenningu samfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

3.         Drög að leiðbeiningum fyrir ökumenn sem sinna skólaakstri, framsent erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskar eftir athugasemdum við frumvarpið fyrir 15. ágúst nk.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur undir markmið með breytingunum á ákvæðum laga um fræðslu og þekkingu bílstjóra sem sinna skólaakstri. Hún bendir á að nú þegar er unnið skv. þeim kröfum sem settar eru fram í frumvarpinu hjá Langanesbyggð.

4.         Menntunarþörf í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, samantekt dags. í maí 2019

Menntunarþörf í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, samantekt dags. í maí 2019, eftir Mörtu Einarsdóttur o.fl.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að taka skýrsluna til efnislegrar umfjöllunar á næsta fundi að afloknum sumarleyfum.

Samþykkt samhljóða.

5.         Önnur mál

i.          Sveitarstjóri mætti á fundinn og fór yfir stöðu og auglýsingamál vegna nýs skólastjóra við Grunnskólann á Þórshöfn. Hann sagði að velferðar- og fræðslunefnd verði kölluð saman þegar að viðtali við umsækjanda er lokið. Jafnframt að gert hafi verið samkomulag við fráfarandi skólastjóra um undirbúning fyrir skólastarfið í haust. Einnig var farið yfir stöðu tónlistarkennara við grunnskólann.

ii.         Fjölmenningarstefna Eyþings, samantekt dags. í júní 2017, lögð fram. Ákveðið að kynna skýrsluna fyrir skólastjórum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins og stýrihóp um heilsueflandi samfélag sem og atvinnu- og nýsköpunarnefnd.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:06.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?