Fara í efni

5. fundur velferðar- og fræðslunefndar

14.05.2019 15:00

5. fundur fræðslu- og velferðarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 14. maí 2019. Fundur var settur kl. 15:00.

Mætt voru: Sara Stefánsdóttir, Oddný S. Kristjánsdóttir, Jón Gunnþórsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Sólveig Sveinbjörnsdóttir. Auk þess sat Jónas Egilsson fundinn og ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna og innti þá eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð.

 

Fundargerð

1.         Málefni Vers

Eyþór Atli Jónsson forstöðumaður Vers mætti á fundinn.

Eyþór vék af fundi kl. 15:28.

2.         Umsókn um greiðslu fyrir skólavist í Nú-Framsýn menntun Hafnarfirði

Lögð fram umsókn um greiðslu fyrir skólavist í Nú-Framsýn menntun í Hafnarfirði fyrir Þórey Láru Halldórsdóttur. Málinu er áfrýjað nefndarinnar á grundvelli 3. gr. reglna Langanesbyggðar um námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Erindinu var hafnað af sveitarstjóra þar sem umsóknin uppfyllir ekki skilyrði 4. gr.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin telur að ekki sé hægt að verða við erindinu, enda er þeim skilyrðum sem sett eru í reglum sveitarfélagsins ekki fullnægt. 

Samþykkt samhljóða.

3.         Húsnæðisáætlun Langanesbyggðar

Drög að húsnæðisáætlun fyrir Langanesbyggð lögð fram. 

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að þær nefndir sem málið heyrir undir komi sameiginlegs fundar til að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða.

4.         Málefni nýbúa í Langanesbyggð

Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra um málefni nýbúa í Langanesbyggð. Lagt fram til kynningar og ákveðið að ræða nánar á næsta fundi.

5.         Önnur mál

a.         Skáknámskeið. Erindi frá Birki Karli Sigurðssyni, dags. 23. apríl sl. lagt fram. Hann býðst til að halda tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni í Langanesbyggð. Samþykkt að senda erindið til formanns UMFL og skólastjóra Grunnskólans.

b.         Rafíþróttir o.fl., umfjöllun í Skinfaxa

Efni um rafíþróttir, sem birtist í 1. tbl. 110. árgangi Skinfaxa lagt fram.

c.         Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum – til kynningar.

Nýbirt Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum lögð fram til kynningar. Ákveðið að senda erindið til UMFL.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:57.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?