Fara í efni

4. fundur velferðar- og fræðslunefndar

09.04.2019 15:00

4. fundur fræðslu- og velferðarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 9. apríl 2019. Fundur var settur kl. 15:00.

Mætt voru: Sara Stefánsdóttir, Oddný S. Kristjánsdóttir, Sólrún Arney Siggeirsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Sólveig Sveinbjörnsdóttir. Auk þess sat Jónas Egilsson fundinn og ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna og innti þá eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð.

 

Fundargerð

1.         Skólastjóri grunnskólans

Ásdís Hrönn Viðardóttir skólastjóri Grunnskólans mætti á fundinn og ræddi helstu mál varðandi skólans, starfsmannamál, sjálfstyrkingu nemenda, framkvæmd skólastefnu o.fl.

Ásdís Hrönn vék af fundi kl. 15:44.

2.         Íþróttamiðstöðin – staða og horfur

Farið var yfir umræður á vinnufundi sveitarstjórnar 25 mars sl.

Sólrún Arney vék af fundi kl. 15:50.

Samþykkt að óska eftir því að forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar mæti á næsta fund nefndarinnar.

3.         Önnur mál

3a) Aðalfundargerð Skotfélags Þórshafnar og nágrennis

Fundargerðin lögð fram.

3b) Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 4. apríl 2019, lagt fram.

Samþykkt um afgreiðslu: Nefndin leggur til að þörf fyrir akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldri borgara verði metin.

Samþykkt samhljóða.

3c) Erindi frá Jafnréttisstofu

Bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 19. mars sl. lagt fram með beiðni um jafnréttisáætlun.

Samþykkt að óska eftir fyrirliggjandi upplýsingum hjá sveitarfélaginu og öðrum sveitarfélögum um jafnréttisáætlanir og kynna fyrir næsta fund nefndarinnar.

3d) Félagsleg heimaþjónusta í Norðurþingi.

Upplýsingar lagðar fram og dreift til nefndarmanna.

Samþykkt um afgreiðslu: Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún beiti sér fyrir því að allt sveitarfélagið verði í einu heilbrigðisumdæmi, ekki tveimur eins og nú er.

Samþykkt samhljóða.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?