Fara í efni

32. fundur velferðar- og fræðslunefndar

03.12.2025 14:00

Fundur velferðar- og fræðslunefndar

32. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, aukafundur haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, miðvikudaginn 3 desember 2025 kl. 14:00.

Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir,  Margrét Guðmundsdóttir, Árni Bragi Njálsson, Jóhann Hafberg Jónasson, Silvía Jónsdóttir og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð, svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

Velferðarmál:

01) Úthlutun íbúðar að Bakkavegi 23, íbúð B og úthlutun íbúðar við Miðholt 10, íbúð 104
     01.1 Umsækjendur um íbúð við Bakkaveg 23 voru 4 umsækjendur. Umsóknarfrestur um íbúð við Miðholt rennur út 10. desember.

Bókun um afgreiðslu: Velferðar og fræðslunefnd samþykkir tillögu matsnefndar um úthlutun íbúðar B við Bakkaveg 23. Nefndin felur sveitarstjóra að úthluta íbúð 104 við Miðholt samkvæmt tillögu matsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

2. Önnur mál.
      a) Úthlutunarreglur íbúða frá ýmsum sveitarfélögum.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur Silvíu og Sigríði Friðný að setja saman reglur og ferli umsókna um íbúðir aldraðra, öryrkja og félagslegar íbúðir í sveitarfélaginu.
Frumtillögur verði lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar um miðjan janúar 2026.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 14:45

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?