Fara í efni

31. fundur velferðar og fræðslunefndar

03.11.2025 14:30

Fundur velferðar- og fræðslunefndar

31. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, mánudaginn 3. nóvember 2025 kl. 14:30.

Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson og Hulda Kristín Baldursdóttir. Björn S. Lárusson og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Áheyrnarfulltrúar fræðslumála: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Halldóra J. Friðbergsdóttir leikskólastjóri Barnabóls og Almar Marinósson fyrir foreldrafélag grunnskólans.

Formaður spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð, svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Silvia Jónsdóttir forstjóri Nausts óskaði eftir að koma á fundinn til að ræða möguleikann á að fá auka stöðugildi eða hálft næsta ár til að sinna félagslegu hliðinni fyrir Naust.

Fundargerð

Fræðslumál:

1. Styrkbeiðni Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra.
Farið er fram á að Langanesbyggð taki þátt í stofnun Fjölskylduþjónustu NE. Sótt var um styrk til verkefnisins að upphæð 90 milljónir en 70 milljónir fengust. Í meðfylgjandi erindi er farið fram á styrk til rekstrar eftir íbúafjölda sveitarfélaga og er hlutur Langanesbyggðar kr. 293.000.- miðað við 560 manns.

Bókun um afgreiðslu: Stofnun Fjölskylduþjónustu NE er mikilvægt skref til að ná sem bestum árangri og tryggja farsæld barna til framtíðar með því að taka utan um fjölskylduna í heild í forvarnarmálum. Nefndin hvetur því sveitarstjórn til að samþykkja pening í verkefnið.

Samþykkt samhljóða.

2. Reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar sbr. 47. gr. barnalaga.
Breyttar reglur um fjárstyrk til greiðslu lögmannsaðstoðar við foreldra og barn undir 15 ára aldri að teknu tilliti til efnahags foreldra/forráðamanns barna, til greiðslu lögmannsaðstoðar vegna málsmeðferðar fyrir umdæmisráði Langsbyggða og í tengslum við reksturs máls fyrir úrskurðarnefnd velferðarmála, sbr. 2. mgr. 47. gr. barnaverndarlanga nr. 80/2002.
Lagt fram til kynningar.

3. Fjárfestingar og viðhald Leikskólans Barnabóls
Halldóra leikskólastjóri kynnir fjárfestinga- og viðhaldsáætlun leikskólans fyrir næstu 3 ár. Það helsta er að klára lóðina, endurnýja tölvubúnað og mála innandyra.

4. Fjárfestingar og viðhald Grunnskólans á Þórshöfn
Hilma skólastjóri kynnir fjárfestinga- og viðhaldsáætlun grunnskólans fyrir næstu 2. ár. Áætlunin er með öðru sniði þetta árið vegna húsnæðismála skólans og snýr frekar að því að búa núverandi skólahúsnæði betur undir skólastarfsemi næstu tvö ár þar til húsnæðismál verða leyst.

5. Skýrsla leikskólastjóra
Október var mjög fjörugur hjá okkur og starfið gengur mjög vel. Allir foreldrar/forráðamenn hafa mætt í samtal til deildarstjóra og gekk það mjög vel.
Skólaþjónustan kom ekki til okkar í október en ætla að koma tvisvar í nóvember til að bæta það upp. Við ætlum að taka inn börn um miðjan janúar og svo er næsta aðlögun í ágúst. Hvetjum foreldra að sækja tímanlega um leikskóavist á heimasíðu skólans svo við vitum hver þörfin er.
Vinavika byrjar hjá okkur í dag og ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt tengt henni í samstarfi við grunnskólann. Lóðaframkvæmdir ganga samkvæmt áætlun.

6. Skýrsla skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn
Stjórn nemendafélagsins stóð fyrir hrekkjavökuballi og draugakjallara 24. okt fyrir nemendur skólans og fá þau hrós og bestu þakkir fyrir það starf. Nokkrum skólum var boðið og komu gestir frá Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar, við þökkum þeim fyrir komuna.
Fyrstu valönn, af fjórum er lokið og hefst ný valönn á morgun. Valgreinar á nýrri önn eru aðstoðarþjálfari, Barnaból, heimanám, hönnun, olíu og vatnslitamálning, prjón/hekl og hnýtingar, skotboltaleikir, skólahreysti og snyrtifræði.
Farsældarráð Norðurlands eystra var formlega stofnað 30. október við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri að viðstöddum hæstvirtum mennta- og barnamálaráðherra, bæjar- og sveitarstjórum svæðisins og stjórnendur ríkisstofnana og annarra lykilþjónustuveitenda í málefnum barna í landshlutanum. Farsældarráðið er vettvangur sameiginlegrar stefnumótunar og samráðs í samræmi við lög nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Fulltrúi Langanesbyggðar í Farsældarráði Norðurlands eystra er Hilma Steinarsdóttir.
Unglingastigið tók þátt í textíl smiðju á vegum List fyrir alla 16. október en þá kom Eva Ísleifsdóttir til okkar og fengu nemendur kynningu á sjálfbærni í fatasköpun og leiðarlýsingu á hvernig er hægt að breyta og bæta föt.
Á morgun koma til okkar tveir menn á vegum Glímusambands Ísland og verður nemendum boðið upp á kynningu og leiðsögn í glímu.
Árshátíð grunnskólans verður fimmtudaginn 13. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi þessa dagana. Árshátíðin verður með öðru sniði en síðustu ár, ekki verður sett upp eitt leikverk heldur er hvert stig með eitt eða fleiri atriði. Árshátíðin verður í Þórsveri og er opin öllum, hefst kl.17. General prufa verður miðvikudagsmorgun kl. 10 og er börnum á Barnabóli boðið sérstaklega að koma þá sem og íbúum á Nausti. Eins ef einhver kemst ekki á árshátíðina sjálfa en sjálfsagt mál að fá að koma á rennslið.
Næsti starfsdagur er mánudaginn 1. desember. Þá munum við byrja daginn á Canva námskeiði og eftir hádegi mun Anna Sigrún frá MSHA halda áfram leiðsögn og innleiðingu á leiðsagnarnámi með okkur.

Velferðarmál:

 

7. Barnaverndarsamningur - desember 2025 lokaeintak
     03.1 Bréf frá velferðarsviði Akureyrar vegna breytinga á Barnaverndarsamningi.
Eftir að Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð gerðust aðilar að samningnum var honum breytt og þeim bætt við. Engar efnisbreytingar voru gerðar á samningnum. Samningurinn þarf tvær umræður í sveitarstjórn til að öðlast gildi.

Bókun um afgreiðslu: Velferðar og fræðslunefnd samþykkir framlagðar breytingar á Barnaverndarsamningi og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

8. Gæðaviðmið félagsþjónustu á Íslandi
Gæðaviðmið í félagsþjónustu eru skilgreind, úrkomumiðuð og mælanleg viðmið sem stuðla að aukum gæðum og öryggi í þjónustu. Gæðaviðmiðin eru tuttugu talsins og byggja á 5 grundvallarreglum um hvernig þjónustan skuli vera.

Bókun um afgreiðslu: Góð gæðaviðmið sem sveitarfélagið þarf að yfirfara og meta hvort þurfi að bæta verklag á einhverjum stöðum. Framkvæmdastjóri Nausts og Sveitarstjóra falið að yfirfara listann og greina niður gæðaviðmiðin og skilgreina ábyrgðarþætti í samstarfi við Norðurþing.

Samþykkt samhljóða.

8. Leiguíbúð við Bakkaveg (B) laus til útleigu.
Leiguíbúð við Bakkaveg 23 (B) er nú laus og gæti verið auglýst laus til umsóknar og gæti verið leigð út frá og með 1. janúar nk.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að auglýsa íbúðina til leigu á samfélagsmiðlum, heimasíðu sveitarfélagsins og með útprentuðum auglýsingum. Taka fram í auglýsingu að þau gögn sem þurfa að fylgja með umsókn er útfyllt matsblað og afrit af skattframtali.

Samþykkt samhljóða.

9. Skipulag félagslegrar heimaþjónustu og stöðugildi vegna félagsstarfs á Nausti
Silvía Jónsdóttir forstjóri Nausts mætti á fundinn til að ræða stöðugildi vegna félagslegrar starfsemi á Nausti.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til við sveitarstjórn að starfsgildi verði bætt við á Nausti sem sér um félagsstarf. Starfið hefur ýmsa möguleika, meðal annars er hægt að samtvinna starfið félagslegri heimaþjónustu og ferliþjónustu. Starfslýsing yrði í höndum Forstjóra Nausts.

Samþykkt samhljóða.

10. Önnur mál.
Sérstakur húsnæðisstuðningur utan heimavistar

Bókun um afgreiðslu: Skrifstofustjóra falið að uppfæra samþykktir samkvæmt umræðum.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 16:03.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?