30. fundur velferðar- og fræðslunefndar
Fundur velferðar- og fræðslunefndar
30. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, mánudaginn 6. október 2025 kl. 14:30.
Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Þórarinn Þórisson, Jóhann Hafberg Jónasson, Árni Bragi Njálsson og Hulda Kristín Baldursdóttir. Björn S. Lárusson og Sigríður formaður ritaði fundargerð.
Áheyrnarfulltrúar fræðslumála: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Halldóra J. Friðbergsdóttir leikskólastjóri Barnabóls, Jóhanna Ósk Guðmundsdóttir fyrir foreldrafélag leikskólans, Magdalena Zawodna fyrir kennara grunnskólans, Almar Marinósson fyrir foreldrafélag grunnskólans.
Formaður spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð, svo var ekki og var gengið til dagskrár.
Fundargerð
Fræðslumál:
1. Boð um þátttöku í stefnumóti og samtali fagaðila um framtíðarsýn og áherslur í barnamenningu á Akranesi 13.11.2025
Boðið lagt fram.
2. Námsleyfasjóður opinn fyrir umsóknir
Umsóknarfrestur er til 14. október.
Til upplýsinga
3. Aðalskoðun leiksvæða - samningur frá júní 2023
Samið var um aðalskoðun leiksvæða 1 sinni á ári frá 2023-2025. Skoðunin í ár ætti því að vera síðasta skoðun innan þessa samnings.
Bókun um afgreiðslu: Samningurinn rennur út í ár. Skoða þarf þörf fyrir skoðun næsta ár vegna framkvæmda á lóðum.
Samþykkt samhljóða
4. Atvinnustefna Langanesbyggðar 2025-2030 ásamt aðgerðaráætlun.
Sveitarstjórn hefur óskað eftir áliti, athugasemdum og umsögnum frá öllum nefndum um atvinnustefnuna.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur undir þau markmið sem sett eru fram í atvinnustefnunni og hefur engar athugasemdir.
Samþykkt samhljóða.
5. Grunnskóladagatal 2025-2026 - breytingar.
Lagt fram skóladagata Grunnskólans með breytingum þar sem starfsdagar voru færðir til.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagðar breytingar á skóladagatali Grunnskólans á Þórshöfn.
Samþykkt samhljóða.
6. Leikskóladagatal 2025-2026 – breytingar
Lagt fram dagatal Leikskólans Barnaból með breytingum þar sem starfsdagur var færður til.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagðar breytingar á skóladagatali Leikskólans Barnabóls.
Samþykkt samhljóða.
7. Fjárfestingar- og viðhald grunnskólans 2026 – umræður
Rætt um fjárfestinga- og viðhaldsþörf grunnskólans fyrir næsta ár. Verður rætt betur þegar fjárhagsáætlun verður tekin fyrir.
8. Fjárfestingar- og viðhald leikskólans 2026 – umræður
Rætt um fjárfestinga- og viðhaldsþörf leikskóla fyrir næsta ár. Verður rætt betur þegar fjárhagsáætlun verður tekin fyrir.
9. Innra mat grunnskólans skýrsla 2024-2025
Skólastjóri fór yfir innra mats skýrslu Grunnskólans á Þórshöfn frá 2024-2025 ásamt langtímaáætlun 2024-2028.
Áherslur innra mats 2025-2026 eru að vinna með þætti í umbótaáætlun, skoða samstarf leik- og grunnskóla í samvinnu við leikskóla og vekja athygli á hlutverki tengiliðar og lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
10. Langtímaáætlun um innra mat leikskólans áætlun 2024-2028
Leikskólastjóri fór yfir langtímaáætlun innra mats ásamt matsáætlun.Matsþættir sem verður sérstaklega unnið með 2025-2026 eru tengiliðir farsældar, samfella milli skólastiga, kennsluþættir og gæði, lýðræðisleg vinnubrögð og þátttaka nemenda, velferð og líðan nemenda og stjórnun og skipulag.
11. Skýrsla skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn
Almennt gengur vel með nýtt fyrirkomulag kennslu varðandi ný húsnæði. Búið er að fjárfesta í Chromebook bekkjasettum fyrir nemendur á yngsta og miðstigi. Unnið verður að því næstu ár að fjárfesta í chrombook fyrir alla nemendur á elsta stigi en til stendur að þær komi í stað iPad-anna. 7-10 bekkur fór á grunnskólamót á Laugum á föstudaginn. 9-10 bekkur fer í framhaldsskólaheimsókn á miðvikudaginn til Akureyrar. 5-7. Bekkur fór á Seyðisfjörð og tók þátt í verkefninu List fyrir alla. Foreldra og nemendasamtöl eru í gangi. Nokkrir nemendur frá hverju stigi grunnskólans fara einu sinni í mánuði á Naust í heimsókn.
12. Skýrsla leikskólastjóra Leikskólans Barnabóls
Framkvæmdir eru hafnar við fyrsta áfanga nýrrar leikskólalóðar og erum við himinsæl með það. Ef veðrið verður okkur hliðstætt er áætlað að verklok verði um miðjan nóvember. Við höfum verið dugleg að nýta góða veðrið að undanförnu í vettvangsferðir og útikennslu. Við vorum einnig með áherslu á vinnu með tilfinningalæsi í september og eru eldri deildin með tilfinninga kvarða upp á vegg þar sem þau geta staðsett sig. Við enduðum svo september á „rugludegi“ þar sem öllu var snúið á hvolf við mikla gleði barnanna. Foreldrasamtöl hefjast hjá okkur í næstu viku. Einu sinni í mánuði fara elstu börnin í heimsókn á Naust í kaffitímanum.
13. Önnur mál
Rætt um íbúafund vegna húsnæðismála grunnskólans en sveitarstjóri upplýsir nefndina um að stefnt sé að fundi eftir miðjan október.
Velferðarmál:
14. Samþykktir um úthlutun íbúða fyrir aldraða og öryrkja – breytingar á samþykktum
Tillaga um breytingar á samþykktum um úthlutun íbúða aldraðra og öryrkja.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur sveitarstjóra og formanni nefndarinnar að uppfæra samþykktir samkvæmt umræðum á fundi og leggja fyrir sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
15. Úthlutun leiguíbúða – nýtt umsóknareyðublað
Lögð fram tillaga að nýju umsóknareyðublaði fyrir leiguíbúðir aldraðra og öryrkja til að einfalda umsóknarferlið fyrir umsækjendur og stjórnsýsluna.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir nýtt umsóknareyðublað og felur sveitarstjóra að gera það aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.
16. Styrkir úr þróunarsjóði innflytjenda
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjenda. Umsóknarfrestur er til 19. október.
Til kynningar
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 16:55