Fara í efni

3 fundur í velferðar- og fræðslunefnd

24.11.2022 15:00

Fundur í velferðar- og fræðslunefnd

3. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 24. nóvember 2022 kl. 15:10.

Mætt voru: Karítas Agnarsdóttir varaformaður, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Þórarinn J. Þórisson (gegnum fjarfundabúnað) og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundargerð.

Einnig sátu undir lið 1 – 3 um fræðslumál eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Skólastjóri Grunnskólans Hilma Steinarsdóttir og Lára Björk Sigurðardóttir fyrir kennara grunnskólans. Einnig átti að boða leikskólastjóra og aðila fyrir hönd leikskólakennara á fundinn en sú boðun misfórst.

Á fundinn kom einnig Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson vegna 7 liðar undir dagskrárliðum um velferðarmál.

Varformaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá. Gréta Bergrún gerði athugasemd við að fundarboð hafi ekki borist fulltrúum leikskólans þar sem fyrsti liður fjallar um málefni leikskólabarna.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Reglugerð 1180/2022 um tengiliði og málstjóra samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.
Reglugerðin fjallar um tengiliði málstjóra þjónustu í þágu farsældar barna samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. /86/2021

Reglugerðin lög fram til kynningar

Bókun um afgreiðslu: Nefndin frestar erindinu til næsta fundar og felur sveitarstjóra að fá upplýsingar um hverjir séu tengiliðir farsælda barna og hver sé málsstjóri fyrir hönd Norðurþings.

Samþykkt samhljóða.

2. Bréf frá nemendum 7. bekkjar vegna félagsmiðstöðvar (sjá einnig lið 7 undir velferðarmál)
Börn í 7. bekk Grunnskólans á Þórshöfn fara fram á að efri hæð Fjarðarvegar 5. fyrir félagsmiðstöð fyrir ungmenni.

Bókun um afgreiðslu: Erindinu vísað til vinnuhóps sem skipuleggur starfsemi í húsinu og hópnum falið að svara erindinu. Nefndin vill einnig hrósa nemendum fyrir frumkvæði með þessu innsenda erindi.

Samþykkt samhljóða.

3. Önnur mál

Engin mál á dagskrá.

Velferðarmál

 

4. Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu undirritaður. Bakreikningur vegna félagsþjónustunnar.
Komið hefur í ljós að mikill halli er á félagsþjónustu Norðurþings sem sinnir félagsþjónustu fyrir Langanesbyggð. Aukin kostnaður vegna ársins 2021 er kr. 17.166.322.- Ekki er vitað hver aukakostnaðurinn verður fyrir árið 2022. Félagsþjónusta Norðurþings hefur sent greiningu á umframkostnaði sem er í gögnum. Ennfremur hefur Langanesbyggð látið gera úttekt á þessum kostnaði af KPMG. Samkvæmt samningi um „Sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka þjónustu“ gr. 7.1.1 bera aðilar þjónustusvæðisins sameiginlega ábyrgð á fjármögnun þjónustu innan svæðisins og nánar er kveðið á um í samningnum. Því hefur verið gerður viðauki við fjárhagsáætlun þessa árs til að greiða þessa upphæð.

Fylgigögn og greining á þjónustunni.

a) Viðauki við samning um almenna og sértæka félagsþjónustu
b) Reikningur og fylgiskjal með reikningi.
c) Greining reksturs málaflokka
d) Sveitarfélögin samantekt á þjónustu
e) Áætlun um almenn framlög vegna málefna fatlaðra 2022
f) Úttekt KPMG á félagsþjónustu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir alvarlegar athugasemdir við að sveitarfélagið Norðurþing hefur brugðist skyldum sínum hvað varðar upplýsingagjöf og fjárhagslega ábyrgð samkvæmt samningi við Langanesbyggð um almenna og sértæka félagsþjónustu.

Nefndin vill fá almennilegar skýringar og ástæður fyrir hallanum og seina ganginum á upplýsingagjöfinni. Einnig hefur hún skoðað sjálfstæða úttekt sem KPGM framkvæmdi fyrir Langanesbyggð og leggur til að sveitarstjórn taki þá álitsgerð til skoðunar.

Samþykkt samhljóða.

5. Samstarfssamningur heilbrigðisnefndar
Samningur um samstarf sveitarfélaga á Norðurlandi eystra um skipan heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra og rekstur heilbrigðiseftirlits.

Samningurinn lagður fram til kynningar.

Bókun um afgreiðslu: Samningnum vísað til sveitarstjórar til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð Menningmiðstöðvar Þingeyinga
Lögð fram fundargerð MMÞ frá 10.11.2022

Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað áfram til sveitarstjórnar vegna óska um hækkun á fjárframlagi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

7. Félagsmiðstöð í Langanesbyggð - Húsnæðismál.
Samantekt Íþrótta- og tómstundarfulltrúa um starfsemi félagsmiðstöðvar í Langanesbyggð frá 2021 sem tekin var fyrir af Velferðar- og fræðslunefnd. Í kjölfarið voru gerðar úrbætur á skipulagi og til að halda betur utan um starfsemina með það fyrir augum að skapa betra starfsumhverfi fyrir starfsfól og auka fagmennsku með boðun og dagskrárgerð

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur undur með tómstundarfulltrúa að varanlegt húsnæði sé afar mikilvægt fyrir ungmennin okkar. Erindinu vísað til vinnuhóps sem skipuleggur starfsemi Fjarðarvegar 5 og hópnum falið að svara erindinu áður en það verður tekið fyrir í sveitarstjórn.
Þegar svar hefur borist óskar nefndin þess að sveitarstjórn taki málið fyrir ásamt erindi 7 bekkjar og mælumst þess að húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar verði tekin til skoðunar.

Samþykkt samhljóða.

8. Önnur mál
Nefndin kemur með tillögur að nefndarmönnum fyrir úthlutunarnefnd menningarsjóðs Langanesbyggðar og felur skrifstofustjóra að hafa samband við mögulega nefndarmenn.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 16:49

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?