Fara í efni

28. fundur velferðar- og fræðslunefndar

11.08.2025 14:30

Fundur velferðar- og fræðslunefndar

28. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, mánudaginn 11. ágúst 2025 kl. 14:30.

Mætt voru: Jóhann Hafberg Jónasson, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Þórarinn Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir, Björn S. Lárusson og Bjarnheiður Jónsdóttir ritaði fundagerð.

Fræðslumál:

1. Minnisblað Faglausnar – staðfest mygla í grunnskólanum. Lagt fram til kynningar.
     01.1 Samantekt sýna og svæða.
     01.2 Minnisblað sveitarstjóra vegna myglu.
     01.3 Bókun sveitarstjórnar um leiðir vegna myglu frá 22.07.2025.

2. Aðalskoðun leiksvæða - Grunnskólinn Þórshöfn.
Máli frestað til næsta fundar.

3. Aðalskoðun leiðsvæða – Leikskólinn Barnaból.
Máli frestað til næsta fundar.

Velferðarmál:

4. Langanesbyggð auglýsir íbúð til leigu að Bakkavegi 23.
     05.1 Bréf HSN vegna öryrkja sem býr í Langanesbyggð (Trúnaðarmál).
     05.2 Umsókn um íbúð (Trúnaðarmál).
     05.3 Umsón um íbúð (Trúnaðarmál).

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að íbúðin verði auglýst til umsóknar og að umsóknarfrestur verði til og með 1. september og að íbúðin leigist frá og með 1. október.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:25.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?