Fara í efni

28 fundur velferðar og fræðslunefndar

05.04.2022 14:00

Fundur í velferðar- og fræðslunefnd

28. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, þriðjudaginn 5. apríl 2022 kl. 14:00.

Mætt voru: Þórarinn Þórisson formaður, Karítas Ósk Agnarsdóttir í fjarfundarsambandi, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Gréta Bergrún Johannesdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Einnig sátu eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Árni Davíð Haraldsson staðgengill skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn og Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri Barnabóls. Magdalena Zawodna fulltrúi kennara við Grunnskólann, Jenneke Mölleru fulltrúi annars starfsfólks í Grunnskólanum.

Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN var í fjarfundarsambandi kl. 15.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá. Svo var ekki og því var gengið til dagskrár.

Fundargerð

Fræðslumál

 1. Pisa 2022 – bréf frá mennta- og barnamálaráðuneyti.
Bréf frá mennta- og barnamálaráðuneyti um þátttöku í PISA könnuninni.

Lagt fram til kynningar. Pisa könnunin fór fram í grunnskólanum 21. mars.

2. Samningur um samvinnu sveitarfélaga á sviði skóla og fræðsluþjónustu.
Uppfærður samningur sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu um samvinnu sveitarfélaga á sviði skóla- og sérfræðiþjónustu í leik- g grunnskóla.

Samningurinn lagður fram til kynningar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að hafa samband við yfirstjórn Norðurþings og fá sent yfirlit yfir þjónustu skv. 6. gr. samningsins.

Samþykkt samhljóða.

3. Verkefni skv. starfsfáætlun, sjá hjálagt.
Tímalína verkefna hvers árs. Skóladagatal og starfsáætlun eða drög að henni verður lögð fram á næsta fundi nefndarinnar.

4. Starfsmannamál grunnskólinn veturinn 22-23
Skýrsla skólastjóra um starfsmannamál grunnskólans veturinn 2022 - 2023

5. Önnur mál
Skólastjóri Barnabóls kallaði eftir svörum varðandi yngstu börnin og aðstöðu fyrir þau s.s. girðingu, lóðamál og rými innanhúss. Sveitarstjóri mun boða skólastjóra á fund hið fyrsta vegna málsins.

Velferðarmál

6. Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN verður í fjarfundarsambandi kl. 15:00
Fundur með Jóni Helga Björnssyni um heilbrigðisþjónustuna, skipulag, stöðú og framtíðarsýn.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin hvetur sveitarstjórn til að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna í dreifbýli og jafnframt að minna ráðuneyti heilbrigðismála á nauðsyn t.a.m. sérfræðiþjónustu úti á landi.

7. Innleiðing barnaverndarlaga.
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. mars 2022 til mennta- og barnamálaráðherra um frestun á gildistöku barnaverndarlaga.

„Stjórnin lýsir ánægju með að ráðherra hefur fallist á að fresta gildistöku ákvæða í lögunum sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð, en leggur jafnframt áherslu á að sá frestur sem veittur er nýtist til að skipuleggja fyrirkomulag umdæmisráða“:

8. Aðgengismál fatlaðra.
Lög fram gögn frá íþrótta og tómstundafulltrúa sem sótti námskeið á vegum Sjálfsbjargar og HMS fyrir „Aðgengisfulltrúa“ sveitarfélaga. Kynning á verkefninu „Aðgengi að lífinu“.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með að þessi vinna við aðgengi fatlaðra er farin af stað og hvetur sveitarstjórn til að vinna málinu brautargengi.

Samþykkt samhljóða.

9. Önnur mál

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:45.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?