Fara í efni

27. fundur velferðar- og fræðslunefndar

15.02.2022 14:00

Fundur í velferðar- og fræðslunefnd

27. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, þriðjudaginn 15. febrúar 2022 kl. 14:00.

Mætt voru: Þórarinn Þórisson formaður, Aneta Potrykus varaformaður í fjarfundarsambandi, Jóhann Hafberg Jónasson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Einnig sátu eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn og Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri Barnabóls.
Þá var Gunnar Gíslason ráðgjafi Langanesbyggðar í fræðslumálum í fjarfundarsambandi á fundinum.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá. Svo var ekki og því var gengið til dagskrár.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Skólastefna – framgangur
Gunnar Gíslason ráðgjafi fór yfir undirbúning og stöðu mótunar skólastefnu fyrir Langanesbyggð.

Menntastefna Langanesbyggðar 2022 – 2032. Stefnan er lýsing á þeim árangri sem stefnt er að hvernig honum skuli náð. Stefnan er lifandi skjal sem má breyta og bæta.
Mótunarferli menntastefnu Langanesbyggðar. Tilnefning í starfshóp 10 þátttakenda. Gert ráð fyrir fulltrúa úr sveitarstjórn, velferðar- og fræðslunefnd og fulltrúum skólanna, kennara og nemenda. Lagt til að fulltrúi frá Svalbarðshreppi verði í starfshópnum og þar með 11 fulltrúar.
Gunnar svaraði spurningum fundarmanna um efnið.

2. Skilgreining á hlutverki nefndarinnar í sameinuðu sveitarfélagi
Umræður um skipan, hlutverk og skyldur fræðslunefndar í sameinuðu sveitarfélagi, ef af samningur verður í vor.

Hugmynd um að skipta nefndinni upp í fræðslumál annars vegar og velferðar, íþrótta- og tómstundamál hinsvegar. Nefndin of lítil fyrir bæði svið.
Áhersla hefur verið lögð á að styðja faglega við nefndir eftir að þeim var fækkað.

3. Önnur mál
Engin önnur mál

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:20.

 

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?