Fara í efni

25. fundur velferðar- og fræðslunefndar

14.12.2021 14:00

Fundur í velferðar- og fræðslunefnd

25. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, þriðjudaginn 14. desember 2021 kl. 14:00.

Mætt voru: Þórarinn J. Þórisson formaður, Aneta Potrykus Karítas Ósk Agnarsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Einnig sátu undir lið 1 til 5 á fundinum eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn og Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri Barnabóls, Magdalena Zawodna fulltrúi kennara Grunnskólans, Hjördís Matthilde Henriksen, fulltrúi kennara við Barnaból, Janneke Rós fulltrúi starfsmanna grunnskólanum.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Framkvæmd SÍ á gildandi skilmálum um talmeinaþjónustu
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til heilbrigðisráðherra um stöðu talmeinaþjónustu dags. 18.02.2021.

Bókun um afgreiðslu: Velferðar- og fræðslunefnd tekur undir áhyggjur Sambands íslenskra sveitarfélaga af stöðu talmeinaþjónustu í landinu. Góð og örugg talmeinaþjónusta getur verið mörgum börnum mjög mikilvæg, ef ekki nauðsynleg. Liður í úrbótum er að eyða óvissu með því að liðka fyrir því að fleiri sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar geti komist á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Samþykkt samhljóða.

2. Niðurstöður könnunar um fyrirkomulag talmeinaþjónustu dags. 20.05.2019
Tillögur samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga um skýra verka- og ábyrgðarskiptingu í opinberri þjónustu og tillögur um um breytt fyrirkomulag á talmeinaþjónustu við skólabörn. Tillagan er byggð á niðurstöðum könnunar um fyrirkomulag talmeinaþjónustu við skólabörn.

Lagt fram til kynningar.

3. Upplýsingar um hringborðsumræður á Menntaviku 15.10.2021.
Efni hringborðsumræðu í tilefni af því að 25 ár eru frá yfirfærslu grunnskóla til sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

4. Tillaga um undanþágu til að taka inn börn í leikskóla frá 12 mánaða aldri

Bókun um afgreiðslu: Velferðar- og fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að undanþága verði veitt frá ákvæðum 3. greinar reglna um inntöku í leikskóla og honum heimilað að taka inn börn frá 12 mánaða aldri. Þessi undanþága gildi í sex mánuði til reynslu og að þeim tíma verði þessi ákvæði endurskoðuð með þeim skilyrðum sem fram koma í greinargerð leikskólastjóra.

Samþykkt samhljóða.

5. Niðurstöðuskýrsla ungmennaþings SSNE
Skýrslan lögð fram til kynningar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin hvetur sveitarstjórn til að taka til skoðunar stofnun ungmennaráðs í Langanesbyggð.

Samþykkt samhljóða.

6. Önnur fræðslumál

a) Skólastjóri grunnskólanum vakti athygli á að húsnæði vantaði fyrir kennara í tónlistarskólanum.

b) Skólastjóri grunnskólans er að bíða eftir svari frá byggðaráði um fleiri stöðugildi í tónlistarskólanum.

 

Velferðarmál

7. Breytt skipulag barnaverndar
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingar á barnaverndarlögum sem fela í sér breytt skipulag dags. 30.11.2021.

Bréfið lagt fram

8. Opnunartími Vers, erindi frá UMFL dags. 07.12.2021
Erindi um lengri opnunartíma Íþróttamiðstöðvar frá UMFL.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra og forstöðumanni sundlaugar falið að skoða þörf og kostnað vegna lengri opnunartíma.

9. Röstin – umsókn um styrk vegna undirbúningsvinnu
Umsókn um styrkt til uppbyggingasjóðs NE ásamt kostnaðaráætlun.

10. Umsókn um styrk við Bakkafest
Umsókn um styrk við Bakkafest sem haldin verður í annað sinn á árinu 2022

Bókun um afgreiðslu: Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með framtakið og vísar erindinu til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

11. Önnur velferðarmál

Engin.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 14:25.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?