Fara í efni

24. fundur velferðar- og fræðslunefndar

20.10.2021 14:00

Fundur í velferðar- og fræðslunefnd

24. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, miðvikudaginn 20. október 2021 kl. 14:00.

Mætt voru: Aneta Potrykus varaformaður sem stýrði fundi, Karítas Ósk Agnarsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Einnig sátu undir lið 1 til 3 á fundinum eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn og Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri Barnabóls, Magdalena Zawodna fulltrúi kennara Grunnskólans, Hjördís Matthilde Henriksen, fulltrúi kennara við Barnaból.

Sigurbjörn Veigar Friðbjörnsson sat fundinn undir liðum 4, 7, 8 og 9.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Umbótaáætlun Grunnskólans á Þórshöfn
Svör skólastjórna vegna umbótaáætlunar vegna ytra mats við Grunnskólann á Þórshöfn ætlun vegna ytra mats, dags. í apríl 2021, lögð fram. Skólastjóri gerði grein fyrir svörum og stöðu mála.

Bókun um afgreiðslu: Velferðar- og fræðslunefnd fellst á tillögur skólastjóra og vísar skýrslunni til sveitarstjórnar til afgreiðslu með fyrirvara um samþykki Menntamálastofnunar. Nefndin vill taka stöðu á framvindu verkefna vorið 2022.

Samþykkt samhljóða.

2. Fjárhagsáætlun 2022
Sveitarstjóri sagði fjárhagsáætlun 2022 vera í vinnslu og nefndin gæti komið með tillögur. Skólastjórar koma fyrir byggðaráð með tillögur sinna stofnanna líka.

Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til næsta fundar til afgreiðslu.

Samþykk samhljóða.

3. Önnur fræðslumál.
Skólastjóri grunnskólans gerði grein fyrir því að umsóknarfrestur um staf kennara við tónlistarskólann væri til 1. nóvember. Ráðið verður frá 1. janúar.

Velferðarmál

4. Lokaútgáfa – bréf til sveitarfélaga um heimsmarkmið og verkfærakista um sama efni
Verkfærakista um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög – hagnýt skref við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, dags. í maí 2021 lögð fram.

Lagt fram.

5. Barnvænt samfélag og barnaþing í Hörpu
Erindi, dags. 2. september 2021, um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá félagsmálaráðuneytinu lagt fram. Farið er fram á að Langanesbyggð taki þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög.

Einnig er lagt fram erindi frá umboðsmanni barna, dags. 17. ágúst 2021,

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögur um með hvaða hætti Langanesbyggð geti tekið þátt í verkefninu.

Samþykk samhljóða.

6. Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

7. Starf félagsmiðstöðva í Langanesbyggð
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir hugsanlegri starfsemi félagsmiðstöðvar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að hefja vinnu samkvæmt minnisblaði frá íþrótta og tómstundafulltrúa um starfsemi félagsmiðstöðvar í Langanesbyggð.

Samþykkt samhljóða.

8. Faglegt frístundastarf í félagsmiðstöðvum
Lögð fram samantekt og hugmyndavinna um faglegt frístundastarf í félagsmiðstöðvum.

9. Listi áhalda. Erindi lagt fyrir velferðarnefnd
Listi yfir búnað fyrir Íþróttamiðstöð lagður fram af íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til forstöðumanns íþróttamiðstöðvar og fjárhagsáætlunar næsta árs.

Samþykkt samhljóða.

10. Önnur mál.
a) Erindi frá spinninghóp vegna útlána á hjólum frá Íþróttamiðstöð.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir erindinu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir ekki með því að búnaður eða tæki verði lánuð út úr húsinu. Málið gæfi fordæmi og búnaðurinn er ætlaður til almenningsnota og þar af leiðandi ekki lánaður út nema í sérstökum undantekningartilfellum.

Samþykkt samhljóða.

b) Málefni eldri borgara og samskipti sveitarfélagsins við eldri borgara.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að hafa samband við félag eldri borgara um aukna aðkomu sveitarfélagsins að félagsstafi þeirra.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða

Fundi slitið kl. 16:00

 

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?