21. fundur velferðar- og fræðslunefndar.
Fundur velferðar- og fræðslunefndar
21. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, mánudaginn 25. nóvember 2024 kl. 14:30.
Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Árni Bragi Njálsson, Jóhann Hafberg Jónasson, Björn S. Lárusson og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundagerð.
Áheyrnarfulltrúar: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri leikskólans Barnabóls, Magdalena Zawodna fyrir kennara grunnskólans, Hjördís Matthilde Henriksen fulltrúi kennara Barnabóls og Jóhanna Ósk sem fulltrúi foreldrafélagsins.
Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá, svo var ekki.
Fundargerð
Fræðslumál
1. Framkvæmdir við lóð leikskólans og bókun byggðaráðs vegna framkvæmda.
01.1 Áfangi A
01.2 Áfangi B
01.3 Bókun byggðaráðs
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælist til þess að farið verði í áfanga A og B á leikskólalóðinni árið 2025.
Samþykkt samhljóða.
2. Framkvæmdir við lóð Grunnskólans
02.1 Áfangi 1
02.2 Áfangi 2
02.3 Áfangi 3
02.4 Áfangi 4
02.5 Grunnmynd
02.6 Grunnmynd og áfangaskipting
Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur áherslu á að farið verði í framkvæmdir á skólalóð sem fyrst og vill vekja athygli á því að úttektaraðilar gerðu athugasemdir við undirlag og leiktæki skólalóðar sem nauðsynlegt er að bregðast við sem fyrst.
Samþykkt samhljóða.
3. Skýrsla skólastjóra Leikskólans Barnabóls
Gengur ágætlega hjá okkur, sú afleysing sem var ráðin inn til að dekka hluta af undirbúning og endurmenntun starfsfólks datt út í október. Því hefur verið áskorun að dekka allt þegar við bætist frí starfsfólks og veikindi. Foreldrasamtöl gengu vel og foreldrar almennt mjög ánægðir með það starf sem unnið er hjá okkur.
Fórum á frábæra leiksýningu hjá Grunnskólanum og þökkum við þeim kærlega fyrir.
Nú erum við á fullu að vinna með jólin. Við ætlum að leggja áherslu á núvitund og hæglæti í aðdraganda jóla, þetta er mikill spennu- og streitu tími því mikilvægt að öllum líði sem best.
Starfsþróun starfsmanna leikskólans 2024-2025.
o Áframhaldandi innleiðing jákvæðs aga.
o Lærdómsvinna – teymisvinna.
o Þróunarstarf á vettvangi – Forysta um menntun fyrir alla í lærdómssamfélagi.
o Tveir starfsmenn eru í launuðu starfsnámi og útskrifast næsta vor.
o Menntafléttunámskeið – Íslenskuþorp í leikskólum um allt land.
o Fagháskólinn.
4. Skýrsla skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn
Símenntun kennara má skipta í tvo meginþætti:
Þættir sem eru nauðsynlegir fyrir skólann annars vegar og hins vegar þættir sem kennari metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig. Skólastjóri ákvarðar almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áhersluatriðum næsta vetrar og/eða þróunarvinnu á grund-velli sjálfsmats skóla.
Sú endurmenntun sem allir starfsmenn taka þátt í núna er:
Jákvæður agi
Lærdómssamfélag – teymisvinna
Leiðsagnarnám – undir handleiðslu MSHA
Lífsþjálfun – fyrirlestur
Markþjálfun – fræðsla og þrír einkatímar á mann
Skólaheimsóknir
Kynferðislegt ofbeldi – fræðsla á vegum BOFS
Leiðtogafundir – handleiðsla frá MSHA
Dæmi um endurmenntun sem hver og einn velur sér er Utis, Hugarfrelsi, BETT, sögugerð, Menntaþing, Haustráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun og fl.
Hver og einn skráir eigin endurmenntun í þar til gert skjal.
Árshátíðin gekk vel og niðurstöður nemenda úr skólapúlsinum komu vel út og þá sérstaklega niðurstöður varðandi leiðsagnarnám.
5. Minnisblað 2. fundar stýrihóps nýrrar Menntastefnu Langanesbyggðar
Lagt fram til kynningar.
6. Önnur mál
Velferðarmál:
7. Heimsókn á Naust að skoða ný loknar umbætur.
8. Auglýsing eftir starfsmanni Félagslegrar heimaþjónustu Langanesbyggðar
Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur sveitarstjóra að við nágranna sveitarfélögin um félagslega heimaþjónustu.
Samþykkt samhljóða.
9. Drög að nýjum samningi um sameiginlega barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna.
03.1 Núgildandi samningur um barnaverndarþjónustu á milli sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu og Akureyrarbæjar.
03.2 Bókanir og athugasemdir vegna barnaverndarsamnings frá Fjölskylduráði
Norðurþings.
03.3 Tillaga að skiptingu kostnaðar við samninginn á milli sveitarfélaga.
Fyrir liggja drög að nýjum samningi um barnaverndarþjónustu við Akureyrarbæ. Tekist hefur verið á um hvort þeir starfsmenn sem sinna þessari þjónustu verði starfsmenn Norðurþings eða Akureyrarbæjar. Einnig liggur fyrir tillaga frá Akureyrarbæ um skiptingu kostnaðar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir engar athugasemdir við samninginn en bendir á að kostnaður við málaflokkinn eykst um c.a 1.500.000 kr.
Samþykkt samhljóða.
10. Uppsögn á leigusamningi íbúðar 1 við Bakkaveg 23
05.1 Leigusamningur við leigutaka frá 1.2.2019
Leigusamningi íbúðar 1 við Bakkaveg hefur verið sagt upp. Íbúðin verður tilbúin til útleigu innan skamms þegar búið er að mála og koma henni í leiguhæft form. Ein eldri umsókn liggur fyrir sem er gömul þannig að auglýsa þarf íbúðina til leigu.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að auglýsa íbúðina til leigu samkvæmt reglum sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
11. Önnur mál
11.1 ) Kirkjan óskar eftir þátttöku sveitarfélagsins í fyrirlestri í geðrækt.
Bókun um afgreiðslu: nefndin vísar erindinu til byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 16:23