20. fundur velferðar- og fræslunefndar
Fundur velferðar- og fræðslunefndar
20. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, mánudaginn 7. október.2024 kl. 14:30.
Mætt voru: Þórarinn J. Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Hulda Kristín Baldursdóttir og Sigríður Friðný Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Áheyrnarfulltrúar: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri leikskólans Barnabóls, Magdalena Zawodna fyrir kennara grunnskólans sem sátu fundinn undir fræðslumálum.
Hildur Stefánsdóttir, starfsmaður Glaðheima, sat fundinn undir lið 10.
Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá. Svo var ekki.
Óskað var eftir að gera breytingar á uppröðun dagskrár sem var samþykkt samhljóða.
Fundargerð
Fræðslumál
1. Málefni félagsmiðstöðvar
Bókun frá Byggðarráði dags 5. sept 2024 þar sem sveitarstjóra er falið að finna mögulega lausn á færslu bókasafnsins í samráði við skólastjóra, bókasafnsvörð, forstöðumann íþróttahússins og formann velferðar og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
2. Grunnskólinn á Þórshöfn – innra mat
Innra mat grunnskóla er fagleg ígrundun og greining á gögnum um skólastarfið þar sem mat er lagt á hversu vel tekst að ná þeim gæðum og árangri sem stefnt er að út frá fyrirfram ákveðnum viðmiðum. Með innra mati er vonast til að ná fram auknum gæðum náms og betri námsárangri, eflingu fagmennsku og styrkingu lærdómssamfélags og betri upplýsingagjöf.
Bókun um afgreiðslu: Viðmið um innra mat Grunnskólans uppfyllt að mati nefndar en nefndin stefnir að því að taka málið upp aftur að vori þegar niðurstöður innra mats 2024-2025 liggja fyrir. Stefnt að því til framtíðar að taka innra mat fyrir tvisvar á ári, að hausti þar sem fjallað er um matsáætlun og að vori þar sem fjallað er um niðurstöður innra mats og umbótaáætlunar.
Samþykkt samhljóða.
3. Grunnskólinn á Þórshöfn – 8 mánaða rekstraruppgjör
Skólastjóri fór yfir 8 mánaða rekstaruppgjör. Jákvæð rekstarniðurstaða er fyrstu 8 mánuði ársins. Það skýrist fyrst og fremst vegna lægri launakostnaðar en samningar eru lausir og mögulega eiga þessar tölur eftir að breytast.
4. Skýrsla skólastjóra
Í næstu viku verða tveir þemadagar vegna árshátíðar og hefst þá undirbúningur fyrir leiksýningu sem sett verður upp 14. nóvember. Leiksýningin í ár er Konungur ljónanna. Við náum vonandi leiklistarviku með Jóel Sæmundssyni fyrir þann tíma.
Nú eru samtalsdagar í gangi en foreldrar velja um tíma og bóka sig í gegnum Mentor.
Hönnun á skólalóð er langt komin, skólastjóri og hönnuðum funda reglulega og hafa teikningar verið teknar tvisvar fyrir á starfsmannafundum nú í haust.
Vetrarfrí verður 28. og 29. október.
Starfsfólk hefur verið duglegt í endurmenntun/símenntun – níu kennarar tóku þátt í Utis online sem er menntaviðburður á neti, þrír kennarar fara á námskeið hjá Hugarafli, sjö starfsmenn stefna á að fara á Bett skólasýningu í London í janúar og þeir starfsmenn sem ekki hafa tekið grunnnámskeið í Jákvæðum aga stefna á það námskeið í byrjun nóvember á Akureyri. Svo eru ýmis smærri námskeið sem kennarar sækja t.d. tengd ákveðnum fögum.
5. Leikskólinn Barnaból – innra mat
Innra mat leikskóla er greining og fagleg ígrundun á starfi leikskólans þar sem gæði og árangur skólastarfs er metinn. Matið er samofið daglegu starfi og er samvinnuverkefni alls skólasamfélagsins. Leikskólinn notast við skólapúlsinn, starfsmannaviðtöl og foreldraviðtöl, matsblöð deildarstjóra ofl. Í matsteymi sitja leikskólastjóri ásamt tveimur starfsmönnum.
Bókun um afgreiðslu: Viðmið um innra mat leikskólans uppfyllt að mati nefndar en nefndin stefnir að því að taka málið upp aftur að vori þegar niðurstöður innra mats 2024-2025 liggja fyrir. Stefnt að því til framtíðar að taka innra mat fyrir tvisvar á ári, að hausti þar sem fjallað er um matsáætlun og að vori þar sem fjallað er um niðurstöður innra mats og umbótaáætlunar.
Samþykkt samhljóða.
6. Leikskólinn Barnaból – 8 mánaða rekstraruppgjör
Leikskólastjóri fór yfir rekstur leikskólans en rekstur er á áætlun með 2.mkr jákvæða rekstrarniðurstöðu. Samningar við kennara eru lausir og mögulega verða breytingar á rekstri þegar samningar verða samþykktir, einnig var einu stöðugildi bætt við í september.
7. Skýrsla leikskólastjóra
Kynning á vetrarstarfi og teikningum á nýrri leikskólalóð var haldin í síðustu viku. Stefnt er að því að leggja fyrir fjárhagsáætlanagerð áfangaskiptingu og kostnaðarmat leikskólalóðar. Líklegt er að framkvæmdinni verði skipt niður á 2-3 áfanga. Foreldrasamtöl hefjast í þessari viku og verða út næstu viku.
8. Önnur mál
Velferðarmál
9. Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála
Niðurstöður frumkvæðisathugunar á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustu sveitarfélaganna.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin óskar eftir því að starfsmenn skrifstofu yfirfari lista og vinni málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
10. Kynning á starfsemi Glaðheima veturinn 2024-2025
Hildur, starfsmaður Glaðheima, kom og fór yfir starfsemi vetrarins í Glaðheimum. Í vetur munu Hildur Stefánsdóttir, Margrét Eyrún Níelsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir og Sigurbjörn V. Friðgeirsson sjá um að vera félagi eldriborgara innan handar með starfsemi sína og eru að vinna að stundarskrá vetrarins sem verður dreift til allra íbúa 60+ og auglýst á heimasíðu Langanesbyggðar.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 16:30