Fara í efni

19. fundur velferðar- og fræðslunefndar

03.02.2021 14:00

19. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn í Þórsveri, Þórshöfn miðvikudaginn 3. febrúar 2021 kl. 14:00.

Mætt voru: Sara Stefánsdóttir formaður, Aneta Potrykus, Þórarinn J. Þórisson, Jóhann Hafberg Jónasson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Einnig sátu undir lið 1 á fundinum eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn og Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri Barnabóls.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Í upphafi fundar ræddi formaður fundartíma nefndarinnar. Ákveðið að skoða aðra lausa daga kl. 14.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Skýrsla um starfsemi MSHA fyrir Langanesbyggð

Skýrsla um starfsemi Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri (MSHA) lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar framlagðri samantekt og þeim árangri sem vinna bak við hana skilar skólasamfélaginu. Nefndin leggur til að vinna við endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins og Svalbarðshrepps, upprunalega frá árinu 2014, verði hafin hið fyrsta. Margt hefur breyst frá því fyrri stefna var samþykkt, t.d. sameining skóla, breyttar áherslur, ný tækni, þörf á að tilgreina þjónustu við dreifbýli og Bakkafjörð o.fl.

Samþykkt samhljóða

Að þessum lið loknum viku áheyrnarfulltrúar af fundi.

Velferðarmál

2. Samstarf við UMFL og önnur almannaheillafélög

Skýrsla frá UMFL frá árinu 2017 lögð fram.

UMFL hefur óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið og önnur félagasamtök um að ráðinn verði starfsmaður sem sinni íþrótta- og æskulýðsmálum í sveitarfélaginu.

Bókun um afgreiðslu: Velferðar- og fræðslunefnd leggur til að sveitarstjóra verði falið að gera tillögur að samstarfi því sem lagt er til í skýrslunni frá 2017 og boða fulltrúa mögulegra félagasamtaka og stofnana til næsta fundar nefndarinnar um málið.

Samþykkt samhljóða.

3. Menningarsjóður – úthlutunarreglur

Lögð fram drög að úthlutunarreglum Menningarsjóðs sem ákveðið var að stofna á fundi sveitarstjórnar í desember sl.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar nefndarinnar.

4. Ályktanir um heilbrigðismál og samgönguöryggi

Svohljóðandi tillaga að ályktun um heilbrigðismál var lögð fram:

Velferðar- og fræðslunefnd vill hér með skora á Heilbrigðisstofnun Norðurlands að huga að læknisþjónustu við heilsugæsluna á Þórshöfn til framtíðar og vekur athygli á því að engin læknir eru búsettur í Langanesbyggð.

Enn fremur lýsir nefndin yfir áhyggjum yfir því að starfshlutfall ljósmóður á svæðinu er verið að lækka í hálft starf. Þó íbúum hafi fækkað er svæðið hér hlutfallslega stórt og umfangsmikið yfirferðar. Nefndin felur sveitarstjóra að ræða við HSN um hvort minna starfshlutfall ljósmóður sé til frambúðar eða tímabundið.

Samþykkt samhljóða.

Svohljóðandi tillaga að bókun um öryggi í samgöngum var lögð fram:

Velferðar- og fræðslunefnd Langanesbyggðar vill hér með skora á Vegagerðin að viðhalda og þjónusta svokallaða Hálsaleið (vegnr. 875) milli Raufarhafnar og Þistilfjarðar. Það er m.a. gert með því að setja stikur beggja megin vegarins og ryðja snjó af veginum reglulega.

Auk þess á þessari leið eru nokkur lögbýli, þá er hún mikilvæg varaleið allra íbúa í Þistilfirði þegar Hófaskarðsleið lokast vegna veðurs.

Samþykkt samhljóða.

5. Önnur mál

5.1. Samstarf við Menntasetrið. Lagt fram minnisblað frá Þekkingarneti Þingeyinga dags. 26. janúar 2021 um starfsemi Menntasetursins á Þórshöfn. Minnisblað þetta er gert í framhaldi af fundi fulltrúa Þekkingarnetsins með sveitarstjóra fyrir áramót.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar framlögðum hugmyndum og aukna starfs- og endurmenntun á svæðinu og felur sveitarstjóra að efna til fundar með tilgreindum hagsmunaaðilum hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?