Fara í efni

18. fundur velferðar- og fræðslunefndar

16.12.2020 14:00

18. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn miðvikudaginn 16. desember 2020 kl. 14:00.

Mætt voru: Sara Stefánsdóttir formaður, Aneta Potrykus, Þórarinn J. Þórisson,  Jóhann Hafberg Jónasson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1.            Menningarstefna Langanesbyggðar – 2. umræða

Drög að menningarstefnu Langanesbyggðar lögð fram að nýju.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlögð drög fyrir sitt leyti og leggur til að stofnaður verði sérstakur menningarsjóður sbr. IV. kafla fyrirliggjandi stefnu og að á næsta ári verði ein milljón króna sett í þennan sjóð á fjárhagsáætlun næsta árs. Enn fremur leggur nefndin til að stofnun sjóðsins verði kynnt og boðið verði upp á að leggja frjáls framlög til verkefnisins. Þá er lagt til að settar verði sérstakar úthlutunarreglur fyrir Menningarsjóð Langanesbyggðar.

Samþykkt samhljóða.

2.            Friðlýsingarkostir Langaness

Samantekt um friðlýsingarkosti á Langanesi lögð fram og rædd.

3.            Erindi frá Bryggjudaganefnd

Erindi frá bryggjudaganefnd, dags. 20. sept. 2020, lagt fram að nýju.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin ítrekar fyrri samþykkt sína um þetta mál og felur sveitarstóra að boða formlega til fundar með þeim félagasamtökum sem áhuga hafa að komu að Bryggjudögunum í byrjun næsta árs.

Samþykkt samhljóða.

4.            Aðstaða fyrir félag eldri borgara

Minnisblað sveitarstjóra um húsnæðismál Félags eldri borgara í Þistilfirði lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur að skoðaðir verði nánar möguleikar á öðru húsnæði fyrir Félag eldri borgara og leggur því til að sveitarstjóra verði falið að ræða við félagið í byrjun næsta árs um aðra möguleika á húsnæði fyrir félagið.

Samþykkt með fjórum atkvæðum. Sólveig situr hjá.

5.            Samstarf við Umf. Langnesinga og önnur félög

Rammi um íþróttastefnu UMFL lagður fram.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin hvetur til samtals milli sveitarfélagsins annars vegar og hins vegar Ungmennafélagsins um mögulegt samstarf við að ráða starfsmann í fullt starf sem sinni íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

6.            Jólin 2020

Formaður lagði til að heimilað verði spilun jólatónlist úr miðrými í húsnæði sveitarfélagsins að Langanesvegi 2. Einnig að heimilt verði að bjóða upp á kakó og jólaglögg fyrir gesti og gangandi við sama tækifæri.

Samþykkt samhljóða.

7.            Önnur mál

Umræður um mögulegan jólamarkað og viðburði í skrúðgarðinum á Þórshöfn og setja upp jólaljós og skreytingar í garðinum.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:01.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?