Fara í efni

17. fundur velferðar- og fræðslunefndar

13.06.2024 15:00

Fundur velferðar- og fræðslunefndar

17. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 13.06.2024 kl. 15:00

Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Karítas Ósk Agnarsdóttir, Þórarinn J. Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Einnig sátu undir lið 1-6 um fræðslumál eftirtaldir áheyrnarfulltrúar:

Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri leikskólans Barnabóls, Hjördís Matthilde Henriksen fulltrúi kennara Barnabóls og Steinar Pálmi Ágústsson fyrir hönd foreldra leikskólans.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá. Svo var ekki.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Svæðisbundið farsældarráð barna, erindi frá SSNE um foreldraráð barna.   
     1.01 Innleiðing svæðisbundinna farsældarráða – kynning frá Mennta- og barnamálaráðuneyti.
Kynning á innleiðingu svæðisbundinna farsældarráða og farið yfir næstu skref með framkvæmdastjórum landshlutasamtaka og sambandinu 30. apríl 2024

Lagt fram til kynningar

2. Erindi frá „Saman“ hópnum varðandi samveru foreldra og unglinga
Saman hópurinn undirstrikar mikilvægi samverunnar fyrir foreldra og unglinga þar sem rannsóknir hafa sýnt að samvera fjölskyldunnar er einn helsti skýringarþátturinn fyrir góðu gengi í forvörnum á undanförum árum.

Bókun um afgreiðslu: Nefndinni þykir erindið þarft og óskar eftir að Langanesbyggð vísi erindinu til vinnuhóps um heilsueflandi samfélag til að halda málefninu á lofti.

Samþykkt samhljóða.

3. Menntastefna Langanesbyggðar – staða vinnu við stefnu.

Bókun um afgreiðslu: Verið er að vinna úr gögnum frá íbúafundi 28. september 2023. Búist er við drögum að menntastefnu í ágúst.

Samþykkt samhljóða.

4. Úthlutun úr endurmenntunarsjóði grunnskóla 2024
Listi yfir úthlutanir úr endurmenntunarsjóði. Grunnskólinn á Þórshöfn fékk úthlutað kr. 625.000.- þetta árið.

Verkefnið kallast „Það starfsfólk vex í starfi sem að er hlúð“ og er það undir handleiðslu markþjálfa. Markmið þess er að :
Starfsfólk þjálfist í ígrundun og að geta greint styrkleika sína.
Að efla sjálfsþekkingu og seiglu hjá starfsfólki.
Að minnka líkur á kulnun hjá starfsfólki.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin lýsir ánægju sinni með þetta framtak og hvetur aðrar deildir Langanesbyggðar til að hlúa vel að sínu starfsfólki.

Samþykkt samhljóða.

5. Úthlutun úr Barnamenningarsjóði 2024
Listi yfir úthlutanir úr sjóðnum 2024. Langanesbyggð fékk styrk að upphæð 1.435.000.- fyrir verkefnið „Tungubrestur og listsköpun“

Tungubrestur og listsköpun er listasmiðja á Bakkafirði fyrir nemendur úr 8., 9., og 10. bekk grunnskóla Langanesbyggðar. Ungmennin fá tækifæri til að kynna sér þjóðsögur sem tengjast Bakkafirði og svæðinu í kring, fjölbreyttum listformum og búa til listaverk úr efnivið sagnanna í samstarfi við listafólk. Hér munu ritlist, sviðslistir, sagnahefð og skúlptúragerð sameinast í einn ham.

Bókun um afgreiðslu: Nefndinni lýsir ánægju sinni að það sé verið að hvetja til skapandi lista hjá ungmennunum okkar.

Samþykkt samhljóða.

6. Rekstur leikskóla – ágúst 2023 – apríl 2024
Yfirlit yfir rekstur leikskólans fyrir skólaárið 2023-2024 til loka apríl 2024.

Skólastjóri skýrði niðurstöður.

7. Starfsáætlun leikskólans Barnabóls 2024-2025
Skólastjóri fór yfir starfsáætlunina.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir starfsáætlun leikskóla Barnabóls 2024-2025.

Samþykkt samhljóða.

8. Skýrsla leikskólaskólastjóra Barnabóls
Skólastjóri fór yfir starfsemi skólans. Átta börn hafa útskrifast úr leikskólanum og hefja grunnskólagöngu í haust. Búið er að ráða tvo sumarstarfsmenn og fast ráða annan starfsmann sem byrjar í ágúst. Tveir starfsmenn leikskólans hefja nám á meistarastigi í leikskólafræðum í haust og tveir aðrir starfsmenn nám í fagnámi leikskólakennara.

9. Drög að hönnun nýrrar leikskólalóðar
Lögð fram drög að frumhönnun leikskólalóðar við leikskólann Barnaból sem Teiknistofa Norðurlands hannaði.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur undir með leikskólastjóra að hafin verði vinna við leikskólalóð sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.

10. Rekstur Grunnskólans á Þórshöfn – ágúst 2023 – apríl 2024
Yfirlit yfir rekstur Grunnskólans á Þórshöfn fyrir skólaárið 2023-2024 til loka apríl 2024.

Skólastjóri skýrði niðurstöður.

11. Drög að starfsáætlun Grunnskólans á Þórshöfn 2024-2025
Skólastjóri fór yfir drög að starfsáætlun.

Lagt fram til kynningar.

12. Skýrsla skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn
Skólastjóri fór yfir starfsemi skólans. Varðandi starfsmannamál þá er búið er að ráða tónlistarkennara í fullt starf, einn starfsmaður er að fara í fæðingarorlof, einn starfsmaður hættir, tveir nýir starfsmenn byrja í haust og einn háskólanemi í starfsnám. Leiðbeinendur eru því í 2,8 stöðugildum. Innleiðing á leiðsagnarnámi heldur áfram undir handleiðslu MSHA. Vinna við drög að skólalóð er hafin. Starfsfólk grunnskólans fóru í skólaheimsóknir í Hrafnagilsskóla og Þelamerkurskóla og voru mjög ánægðir með þá heimsókn.

Velferðarmál:

13. Erindi frá héraðsnefnd varðandi breytingar á skipulagsskará Menningarmiðstöðvar Þingeyinga   
      05.1 Endanleg drög að nýrri skipulagsskrá Menningarmiðstöðvar Þingeyinga
      05.2 Eldri skipulagsskrá Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 2010

Verið er að breyta skipulagsskrá Menningarmiðstöðvar Þingeyinga vegna þess að fyrirhugað er að leggja niður Héraðsnefnd Þingeyinga en auk þess þarf að uppfæra ákveðna liði viðkomandi stjórn og framkvæmdastjóra.
Lagt fram til kynningar og upplýsinga.

14. Erindi frá Grindavíkurbæ. Aðgengi barna úr Grindavík að frístundastarfi og vinnuskólum.
Sviðsstjóri frístunda og menningarsviðs Grindavíkurbæjar hefur ritað öllum sveitarfélögum á landinu erindi vegna aðgengi barna úr Grindavík að frístundastarfi og vinnuskólum sumarið 2024. Farið er yfir stöðu frístundastarfs barna og unglinga með lögheimili í Grindavík sumarið 2024 auk þess að biðla til sveitarfélaga að aðstoða börn og unglinga til að stuðla að virkni þeirra og draga úr brottfalli.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 16:50

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?