Fara í efni

16. fundur velferðar- og fæðslunefndar

29.09.2020 14:00

16. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn þriðjudaginn 29. september 2020 kl. 14:00.

Mætt voru: Sara Stefánsdóttir formaður, Aneta Potrykus, Þórarinn J. Þórisson, Jóhann Hafberg Jónasson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð. Vigdís Rún Jónsdóttir verkefnastjóri menningarmála hjá SSNE var í fjarfundarsambandi vegna liðar 1 á fundinum.

Formaður setti fund og stjórnaði. 

Fundargerð

1.            Sóknaráætlun Norðurlands eystra og menningarmál

Sóknaráætlun Norðurlands eystra lögð fram á fundinum. Vigdís Rún Jónsdóttir verkefnastjóri menningarmála SSNE var í fjarfundarsambandi undir þessum lið og skýrði áherslur og möguleika í auknu samstarfi í menningarmálum á svæðinu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar þeim tækifærum sem í boði eru til eflingar menningarmálum í sveitarfélaginu. Nefndin samþykkir að gerð unnin verði drög að menningarstefnu sveitarfélagsins. Samþykkt einnig að sækja um verkefnastyrk til menningarviðburða. Hún leggur enn fremur til að sveitarstjóra verið falið að skoða nánar möguleika á að gera núverandi hús að Eyrarvegi 1 að menningarmiðstöð og leita styrkja við fjármögnun og samstarfs við hópa listamanna um uppbyggingu og rekstur hússins.

Samþykkt samhljóða.

2.            Jafnréttisstefna og framkvæmdaáætlun Langanesbyggðar

Drög að jafnréttisstefnu og framkvæmdaáætlun Langanesbyggðar 2020-2023 lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir framlagða áætlun fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

3.            Lagt fram: stöðuskýrslur uppbyggingteymis 1-4

Stöðuskýrslur 1-4 uppbyggingarteymis frá félagsmálaráðuneytinu vegna Covid-19 lagðar fram.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:15.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?