Fara í efni

14. fundur velferðar- og fræðslunefndar

19.02.2024 15:00

Fundur velferðar- og fræðslunefndar

14. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, mánudaginn 19. febrúar 2024 kl. 15:00

Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Hulda Kristín Baldursdóttir, Þórarinn J. Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Einnig sátu undir lið 1-9 um fræðslumál eftirtaldir áheyrnarfulltrúar:
Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Magdalena Zawodna fyrir kennara grunnskólans, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir leikskólastjóri Barnabóls og Hjördís Matthilde Henriksen fulltrúi kennara Barnabóls.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Glærur frá fundi mennta- og barnamálaráðherra 6. febrúar 2024 um samhæfða svæðaskipan / svæðisbundin farsældarráð.
Ráðherra kynnti samhæfða svæðisskipan / svæðisbundin farsældarráð með borgar-, bæjar og sveitarstjórum.

Lagt fram til kynningar

2. Bréf til héraðsskjalasafna og sveitarfélaga
Kynningarbréf um móttöku rafrænna gagna á vegum héraðsskjalasafna og stofnun Miðstöðvar héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu.

Lagt fram til kynninga

3. Erindi til sveitarstjórnar vegna Ungmennaráðs Langanesbyggðar, sent öllum nefndum.
Hlutverk og starfsemi Ungmennaráðs – lagt fyrir allar nefndir sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar

4. Umbótaáætlun Grunnskólans á Þórshöfn vegna ytra mats.
Skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn kynnti umbótaáætlunina.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin hefur farið yfir umbótaáætlun vegna ytra mats og er nefndin sátt með þá vinnu sem hefur farið í umbætur.

Samþykkt samhljóða.

5. Könnun á nýtingu fjármagns til innleiðingar farsældar í sveitarfélögum
Sveitarfélagið hefur fengið senda könnun á nýtingu fjármagns til innleiðingar farsældar í sveitarfélögum 2023.

Bókun um afgreiðslu: Skólastjórar grunn- og leikskólans munu taka saman og senda svör við spurningum til sveitarstjóra sem mun áframsenda á Norðurþing.

Samþykkt samhljóða.

6. Opnun umsókna í Endurmenntunarsjóð grunnskóla 2024
Vakin er athygli á að Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir um styrki vegna endurmenntunarverkefna sem koma til framkvæmda á skólaárinu 2024-2025. Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita styrki til endurmenntunar félagsmanna í Félagi grunnskólakennara og Skólastjórafélagi Íslands. Frestur til að sækja um styrk til verkefna vegna skólaársins 2024-2025 er til og með 1. mars 2024.

Lagt fram til kynningar

7. Umsókn um tímabundið leikskólapláss
Innsend umsókn um tímabundið leikskólapláss fyrir barns í sumar.

Bókun um afgreiðslu: Eftir skýringar frá leikskólastjóra þess efnis að svigrúm sé til þess að taka á móti barni samþykkir nefndin leikskóladvöl barnsins í sumar fyrir sitt leiti og að greitt verði samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

8. Umsóknir um listviðburði eða verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn
Menningar- og viðskiptaráðuneytið auglýsir: „List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskolabörn“. Hér er um að ræða verkefni á vegum menningar og viðskiptaráðuneytis sem ætlað er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Lagt fram til kynningar

9. Önnur mál

Velferðarmál:

10. Drög að samningi HSN og Nausts um hjúkrun.
Lagður fram samningur á milli HSN og Naust um hjúkrun á Nausti – samningurinn er uppfærður samningur frá 2021.

10.1. Drög að samningi við HSN um læknisþjónustu
Lagður fram samningur á milli HSN og Nausts um þjónustu lækna við hjúkrunarheimilið.

10.2 Eldri samningur um læknisþjónustu milli Nausts og HSN frá 2021
Nýju samingarnir eru gerðir í ljósi breyttra aðstæðna þar sem ekki er starfandi hjúkrunarfræðingur á Nausti. Samningur við lækna og hjúkrunarfræðinga er einnig uppfærsla á eldri samningi frá 2021 með breyttum töxtum miðað við taxta lækna og hjúkrunarfræðinga og breytist í takt við samningsbundnar hækkanir á launum.

10.3 Útreikningar HSN á forsendum samninganna.

Bókun um afgreiðslu: Málinu frestað til næsta reglulega fundar nefndarinnar þegar yfirmenn á Nausti geta mætt á fund.

Samþykkt samhljóða.

11. Félagsmálastjóri Norðurþings kynnir ársskýrslu félagsþjónustunnar í Norðurþingi fyrir árið 2023
Fyrir liggur ársskýrsla um starfsemi félagsþjónustunnar í Norðurþingi fyrir árið 2023. Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri kynnti skýrsluna.

12. Önnur mál
Skjalavistunaráætlun Grunnskólans og leikskólans Barnabóls.
Lögum samkvæmt þurfa skólarnir að vera með skjalavistunaráætlun. Skólastjórar óska eftir aðstoð skrifstofu við gerð slíkrar áætlunar.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 17:05

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?