Fara í efni

13. fundur velferðar- og fræðslunefnd

14.05.2020 14:00

13. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn fimmtudaginn 14. maí 2020 kl. 14:00.

Mætt voru: Aneta Potrykus, varaformaður, Sólrún Arney Siggeirsdóttir, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem einnig ritaðir fundargerð. Forföll: Sara Stefánsdóttir og varamenn hennar.

Áheyrnarfulltrúar: Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri Barnabóls, Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Hildur Stefánsdóttir fulltrúi kennara við Grunnskólann. Forföll: Daníel Hansen fulltrúi Svalbarðshrepps og varamanns hans.

Gunnar Gíslason skólaráðgjafi var í fjarfundarsambandi undir lið 1.

Varaformaður setti fund og stjórnaði og gerði tillögu um að liðum 2 og 3 yrði víxlað í dagskrá. Samþykkt.

Fundargerð

1.            Samþætting leik- og grunnskóla Langanesbyggðar

Eftirtalin gögn lögð fram: Innleiðingaráætlun fyrir leik- og grunnskóla skóla Langanesbyggðar og  tímalína verkefna hvers árs. Gunnar Gíslason fór yfir innleiðingaráætlunina og ræddi tímalína verkefna.

Bókun um afgreiðslu: Innleiðingaráætluninni er vísað til næsta fundar nefndarinnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

2.            Fundargerð foreldraráðs leikskólans, dags. 6. maí 2020

Fundargerðin lögð fram.

Halldóra bar fram tillögu um að færa starfsdag leikskólans, sem átti að vera 18. júní nk., á næsta skólaár, skv. nánari ákvörðun skólastjóra.

Samþykkt samhljóða.

3.            Starfsáætlun og dagatal grunnskólans 2020-2021

1.    Leikskólinn. Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri Barnabóls fór yfir starfsáætlun og skóladagatal fyrir skólaárið 2020-2021.

2.   Grunnskólinn. Hilma Steinarsdóttir skólastjóri grunnskólans á Þórshöfn fór yfir  starfsáætlun og skóladagatal fyrir árið 2020-2021.

Bókun um afgreiðslu: Skóladagatöl grunn- og leikskóla samþykkt. Starfsáætlununum er vísað til næsta fundar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

4.            Önnur mál

a)  Bréf frá Jafnréttisráði með veggspjaldi Jafnréttisstofu 2020 lagt fram.

b)   Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirætlunum um viðgerðir á leka í leikskólanum sem urðu um páskana. Sumarlokun skólans verður nýtt til verkefnisins.

c)   Leikskólastjóri ræddi vanda við að fá fagmenntað fólk að störfum við leikskólann. Hún óskar jafnframt eftir því að mótuð verði stefna fyrir sveitarfélagið um styrki til fagmenntunar.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:10.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?