Fara í efni

12. fundur velferðar- og fræðslunefndar

23.11.2023 15:00

Fundur velferðar- og fræðslunefndar

12. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 23. nóvember 2023 kl. 15:00

Mætt voru: Karítas Ósk Agnarsdóttir, Þórarinn J. Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson sem ritar fundagerð, Björn S. Lárusson sveitarstjóri.

Einnig sátu undir lið 1-6 um fræðslumál eftirtaldir áheyrnarfulltrúar:

Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Magdalena Zawodna fyrir kennara grunnskólans og Hjördís Matthilde Henriksen fulltrúi kennara Barnabóls.

Varaformaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá.

Fundargerð

Fræðslumál:

1. Bréf til skóla og rekstraraðila grunnskóla frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi úthlutun úr námsgagnasjóði.
     01.1 Úthlutun úr námsgagnasjóði.

Bréf og ákvörðun um úthlutun lagt fram.

2. Fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 27.10.2023
Fundargerðin lögð fram ásamt rekstraráætlun 2024.

3. Aðalskoðun leiksvæða – Leikskólans Barnabóls og Grunnskólans á Þórshöfn
BSI gerði úttekt á leiksvæðum skólanna í ágúst og fram komu ýmis atriði sem þurfti að lagfæra og bregðast við. Þjónustumiðstöð hefur sent inn uppfærðan lista á því hvaða atriði er búið að lagfæra, hvað er eftir og skýringar á töfum.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin skorar á sveitastjórn að halda áfram með verkið og hefja hönnunarvinnu beggja lóða sem allra fyrst svo hægt verði að vinna inná svæðum þegar skólum lýkur í vor.

Samþykkt samhljóða.

4. Skóladagatal Leikskólans Barnaból 2024 – breytingar á skóladagatali.
Óskað er að færa starfsdag 18. apríl til 29. apríl

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagðar breytingar á skóladagatali.

Samþykkt samhljóða

5. Skóladagatal Grunnskólans á Þórshöfn 2024 – breytingar á skóladagatali.
Óskað er að færa starfsdaga 18. apríl og 17. maí til 26. apríl og 29. apríl

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagðar breytingar á skóladagatali.

Samþykkt samhljóða.

6. Drög að Þjónustustefnu Langanesbyggðar.
Samkvæmt breytingum á sveitarstjórnarlögum er sveitarfélögum skylt að leggja fram Þjónustustefnu fyrir sitt sveitarfélags samhliða gerð fjárhagsáætlunar. Í stefnunni á að koma fram hvernig sveitarfélagið þjónar íbúum í nútíð og framtíð.

Drögin eru lögð fram að beiðni byggðaráðs fyrir allar nefndir.

Nefndin fagnar þjónustustefnunni og lagði fram nokkrar athugasemdir við drögin og kom þeim á framfæri við sveitastjóra.

7. Skýrsla Leikskólastjóra Barnabóls
Hjördís Matthilde Henriksen gerði grein fyrir starfsemi leikskólans.

8. Skýrsla Skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn
Það hafa verið erfiðir tímar í grunnskólanum eftir andlát starfsmanns. En starfsfólk stendur þétt saman og styður hvort annað gerum við öll okkar besta til að halda vel utan um nemendur okkar.
Við fengum til okkar Jón Ármann prófast til að ræða við alla nemendur og starfsfólk. Einnig kom Ingibjörg Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá Skólaþjónustu Norðurþings til okkar og bauð upp á opna tíma fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra.
Áfallaráð, ásamt formanni Fræðslu og velferðarnefndar og skólasálfræðingi fundaðu í síðustu viku og mun funda aftur í næstu viku og er unnið að því að uppfæra áfallaáætlun skólans.
Vinavika var 6.-10.nóvember og voru mörg falleg verkefni unnin í þeirri viku, m.a. dreifðu nemendur fallegum orðsendinum í hús á Þórshöfn.
Jóel Sæmundsson er þessa viku hjá okkur og fær hver hópur 40 til 60 mín á dag hjá honum í tjáningu.
Sundlota hófst 13. nóvember og lýkur 5. desember.
Auglýst var eftir faggreinakennara á mið- og unglingastigi, ein umsókn barst en ekki frá réttindakennara. Ráða þarf í þá stöðu frá 1. janúar 2024

9. Önnur mál
Umræður um að nefndin stuðli að reglulegum fyrirlestrum í vetur sem snúa að áföllum og úrvinnslu.

Stefnt að Fyrirlestri um bjargráð á erfiðum tímum í samstarfi við kirkjuna 4. des kl.20:00

Velferðarmál:

10. Samningur um félagsþjónustu við Norðurþing
Hróðný félagsmálafulltrúi Norðurþings svaraði spurningum á Teams

Bókun um afgreiðslu: Sveitastjóri mun sitja fund vegna undanþágubeiðni um barnavernd þar sem gert er ráð fyrir að barnaverndarmál flytjist til Akureyrar frá Norðurþingi. Stefnt er á að fá kynningu á farsældarlögum barna fyrir grunnþjónustu sveitafélagsinns.

Samþykkt samhljóða.

11. Undanþága vegna barnaverndarþjónustu – Sjá 10 lið

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 16:50

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?