Fara í efni

11. fundur velferðar- og fræðslunefndar

22.01.2020 14:00

11. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn miðvikudaginn 22. janúar 2020 kl. 14:00.

Mætt voru: Sara Stefánsdóttir formaður, Aneta Potrykus, Jón Gunnþórsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson.

Áheyrnarfulltrúar: Fulltrúi Svalbarðshrepps Daníel Hansen, aðstoðarskólastjóri Barnabóls Hjördís Matthilde Hendriksen, fulltrúi foreldra leikskólans Aðalbjörg Jóhannesdóttir.

Einnig sat Jónas Egilsson skrifstofustjóri fundinn og ritaði fundargerð.

 

Fundargerð

1.         Erindisbréf nefndarinnar – endurskoðun

Drög 2 að erindisbréfi nefndarinnar lögð fram, lesin og yfirfarin.

Daníel Hansen lagði fram svohljóðandi bókun: Óskað er eftir því að skólastjórar leik- og grunnskóla mæti á alla fundi velferðar- og fræðslunefndar. Jón Gunnþórsson lýsti yfir stuðningi við bókun Daníels.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með við sveitarstjórn að hún samþykki erindisbréf nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Jón Gunnþórsson ræddi tónlistarkennslu fullorðinna.

Samþykkt að vísa ábendingu Jóns til sveitarstjórnar til meðferðar.

2.         Innritunarreglur leikskóla – drög lögð fram

Drög að endurnýjuðum innritunarreglum lögð fram. Einnig lagt fram minnisblað frá Gunnari Gíslasyni skólaráðgjafa hjá Miðstöð skólaþróunar hjá HA, um ákvörðun um fjölda barna í Barnabóli á Þórshöfn, dags. 16. janúar 2020.

Bókun um afgreiðslu: Óskað umsagnar, skólastjóra, foreldrafélags Barnabóls og annarra starfsmanna skólans.  Málinu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

3.         Æfum alla ævi – samantekt HSÞ frá sveitarstjórn

Samantekt HSÞ um starfsemi íþróttafélaganna á sambandssvæðinu lögð fram. Hún er gerð að ósk Héraðsnefndar í kjölfar tillögu HSÞ um aukið samstarf íþrótta- og ungmennafélaga á svæðinu og um eflingu almenns íþróttastarfs.

Nefndarmenn lýstu ánægju sinni með framlagða skýrslu.

4.         Fjölþjóðleg upplýsingasíða á Facebook

Sara Stefánsdóttir gerði grein fyrir hugmyndum hennar og Anetu Potrykus um alþjóðlega síðu á „Facebook“ fyrir íbúa í sveitarfélaginu.

Bókun um afgreiðslu: Anetu og Söru falið að vinna að málinu áfram.

Samþykkt samhljóða.

5.         Vinabæjarsamstarf

Aneta Potrykus gerði grein fyrir hugmyndum um möguleika á menningarsamstarfi af ýmsu tagi við bæinn Trzebnica í Póllandi, Langanesbyggð að kostnaðarlausu.

Bókun um afgreiðslu: Anetu og Söru falið að vinna að málinu áfram.

Samþykkt samhljóða.

6.         Önnur mál

a)         Samstarf við félag eldri borgara og fréttir af starfinu

Starfandi sveitarstjóri greindi frá aðsendum upplýsingum frá félagi eldri borgara, en tilkynning um starfsemi félagsins á árinu hefur verið birt á heimasíðu sveitarfélagsins og send á öll heimili á starfsvæði þess.

b) Jafnréttisþing – frá sveitarstjórn

Tilkynning um Jafnréttisþing sem haldið verður í Reykjavík 20. febrúar nk. lögð fram til kynningar.

c) Erindi frá Hafdísi Báru Óskarsdóttur iðjuþjálfa

Erindi frá Hafdísi Báru Óskarsdóttur iðjuþjálfa á Vopnafirði lagt fram. Hún er í 80% starfi þar og býður fram starfskrafta sína hér. Upplýsingar liggja frammi um að Hjúkrunar- og dvalarheimilið Naust beri að bjóða upp á slíka þjónustu.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að vísa málinu til rekstrarstjórnar Nausts og byggðaráðs til meðferðar. Einnig er sveitarstjóra falið að kynna erindi hennar fyrir félagi eldri borgara og öðrum samtökum og fyrirtækjum sem gætu mögulega nýtt sér þjónustu hennar.

Samþykkt samhljóða.

d) Daníel Hansen ræddi fundagerðir nefndarinnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

e) Daníel Hansen spurði um aðgengi að félagsþjónustu sveitarfélaganna.

f) Daníel Hansen lagði til að skólastjórar leik- og grunnskóla ræði samstarf þessara skóla og sameiginlega skólanámskrá og sameiginlegt skóladagatal og kynni á næsta fundi nefndarinnar.

g) Jón Gunnþórsson óskaði eftir því að félagsþjónusta sveitarfélagsins væri sjáanlegri en hún er í dag. Samþykkt að óska eftir fulltrúa frá þjónustunni á næsta fund nefndarinnar.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:25.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?