Fara í efni

10. fundur velferðar- og fræðslunefndar

28.09.2023 17:00

Fundur velferðar- og fræðslunefndar

10. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 28. september 2023 kl. 15:00. Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir formaður, Karítas Ósk Agnarsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Þórarinn J. Þórisson og Margrét Guðmundsdóttir. Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Einnig sátu undir lið 1-5 um fræðslumál eftirtaldir áheyrnarfulltrúar:
Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, skólastjóri Barnabóls og Hjördís Matthilde Henriksen fyrir kennara Barnabóls.
Jón Rúnar Jónsson forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar sat fundinn undir lið 1 og 2. Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat undir lið 3. 6. og 7. lið.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Skýrsla skólastjóra grunnskólans.
Fyrir liggur staða á fjárfestingum og viðhaldi sem ætlunin var að fara í á þessu ári. Ekki hefur tekist að ljúka öllum verkefnum vegna skorts á verktökum. Rætt um viðhald og fjárfestingar sem þarf að fara í á næsta ári.

Umsögn skólastjóra: Veturinn fer vel af stað. Flestum viðhaldsverkefnum þessa árs er lokið en einhver óvænt útgjöld eru vegna rakaskemmda. Stærsta verkefni næsta árs verður skólalóðin. Auglýst hefur verið eftir nýjum kennara eftir áramót og deildarstjóri stoðkennslu er kominn í ótímabundið leyfi. Unnið er að undirbúningi afmælishátíðar. Einnig vill skólastjóri koma á framfæri hrósi varðandi kynningar tíma í þreksal fyrir 8.bekkinga sem Sigurbjörn hefur útfært.

2. Skýrsla skólastjóra Barnabóls.
Viðhald og fjárfestingalisti þessa og næsta árs
Fyrir liggur staða á fjárfestingum og viðhaldi sem ætlunin var að fara í á þessu ári. Ekki hefur tekist að ljúka öllum verkefnum vegna skorts á verktökum. Rætt um viðhald og fjárfestingar sem þarf að fara í á næsta ári.

Umsögn skólastjóra: Stór hluti viðhaldsverkefna leikskólans er enn ólokið. Stærsta verkefni næsta árs mun líklega verða leikskólalóðin ásamt minni háttar viðhaldsverkefnum. Það sem þyrfti að huga að varðandi viðhaldsáætlun næsta árs er að það skýrt sé hver á að bera ábyrgð og fylgja eftir hverju verki. Undirbúningur afmælishátíðar er í gangi.

3. Fyrirkomulag nýstofnaðs ungmennaráðs
Samþykktir ungmennaráðs, boð á ungmennaráðstefnu SSNE 2023.
Lagt fram erindisbréf fyrir ungmennaráð Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin telur farsælast að íþrótta- og tómstundafulltrúi ásamt formanni velferðar og fræðslunefndar verði tengiliðir ungmennaráðs og boði til fyrsta fundar. Mælst er til þess að nefndin fundi 1-2 sinnum á ári með sveitarstjórn. Nefndin hvetur fleiri ungmenni á aldrinum 14-20 ára sækja um í ungmennaráði en nokkrar umsóknir hafa borist. Áhugasamir sendi póst á siggafridny@gmail.com eða sigurbjornf@langanesbyggd.is.

Samþykkt samhljóða.

4. Tillaga að málstefnu fyrir Langanesbyggð
Sveitarstjórnum hefur verið gert skylt að taka upp málstefnu til að efla íslenskt mál.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin veltir fyrir sér hvort önnur tungumál eigi heima í málstefnu um íslensku.

Samþykkt samhljóða.

Velferðarmál

5. Reglur íþróttahússins Vers
Reglur íþróttahússins – Lagðar fyrir nefndina reglur fyrir þreksal, almennar umgengis- og öryggisreglur laugargesta í Þórshafnarlaug ásamt umgengisreglum fyrir íþróttasal.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að 6. liður undir reglum þreksals verði einfaldaður og undanþága tekin út og haft verði samráð við foreldra barna við kaup á kortum. Nefndin bendir á að dýpi laugar er ekki nægjanlegt til dýfingar séu öruggar.

Samþykkt samhljóða.

 

6. Greinargerð vegna afgreiðslu frístundastyrks og verðskrá Vers.
Greinagerð vegna frístundastyrks, tölvupóstur milli Sigurbjörns, forstöðumanns íþróttamiðstöðvar og formanns velferðar og fræðslunefndar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin harmar þær brotalamir sem urðu í ferlinu við endurskoðun samþykkta frístundastyrks og mun vinna að betrumbótum á því sem að nefndinni sneri í þessu ferli.

Samþykkt samhljóða.

7. Ábending frá deildarstjóra félagslegrar heimaþjónustu á starfssvæði Norðurþings.
Vöntun er á akstursþjónustu í sveitarfélaginu fyrir vistmenn á Nausti. Einnig er brýn þörf á að bæta við helgarþjónustu á heimsendum mat.

Bókun um afgreiðslu: Samkvæmt lögum ber sveitarfélaginu að sinna þeirri félagslegu þjónustu sem þörf er á. Nefndin mælir með því að samningur Langanesbyggðar við Norðurþing verði endurskoðaður og unnið verði að því að koma á laggirnar félagslegum akstri til að bæta þjónustu við íbúa.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 16:51

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?