Fara í efni

10. fundur velferðar- og fræðslunefndar

27.11.2019 14:00

10. fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn miðvikudaginn 27. nóvember 2019 kl. 14:00.

Mætt voru: Sara Stefánsdóttir formaður, Aneta Potrykus, Jón Gunnþórsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson.

Áheyrnarfulltrúar: Fulltrúi Svalbarðshrepps Daníel Hansen, skólastjóri Barnabóls Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólans Aðalbjörg Jóhannesdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólans Vikar Már Vífilsson.

Einnig sat Elías Pétursson sveitarstjóri fundinn og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Ólafur Áki Ragnarsson, verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar mætti á fundinn undir lið 1.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fundargerð

1.         Betri Bakkafjörður

Ólafur Áki Ragnarsson, verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar mætti á fundinn og fór yfir störf og tillögur verkefnisstjórnarinnar. Hann lagði fram lista með meginmarkmiðum sem gætu fallið undir verksvið nefndarinnar. Þau eru: 1.1, 3.5 og 4.6.

Ólafur Áki vék af fundi kl. 15:00.

2.         Erindisbréf nefndarinnar

Drög að nýju erindisbréfi nefndarinnar er í yfirlestri og verður lagt fram á næsta fundi nefndarinnar.

3.         Menntunarþörf í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, samantekt maí 2019

Skýrslan lögð fram. Umræður fóru fram um samantekt um skýrsluna. Fundarmenn voru sammála um efla þurfi iðnnám á svæðinu.

4.         Jafnréttisáætlun og leiðbeiningar um framkvæmd, erindi frá Jafnréttisráði, dags. 28. ágúst 2019

Nefndin felur skrifstofunni að koma með tillögur að nýrri áætlun og kynna fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

5.         Önnur mál

5.a) Fjölþjóðleg upplýsingasíða á Facebook um þjónustu og viðburði sem er í boði eru

Samþykkt að fela formanni að koma málinu í farveg.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?