Fara í efni

1. fundur velferðar- og fræðslunefndar

22.01.2019 15:00

1. fundur fræðslu- og velferðarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 22. janúar 2019. Fundur var settur kl. 15:00.

Mætt voru: Sara Stefánsdóttir, Jón Gunnþórsson, Oddný Kristjánsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Jóhann Hafberg Jónasson. Auk þess sat Jónas Egilsson skrifstofustjóri fundinn og ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og bauð nýja fundarmenn velkomna til starfa.

 

Fundargerð

1.         Verkefni og hlutverk nýrrar nefndar

Formaður gerði tillögu um Oddnýju Kristjánsdóttur sem varaformann.

Samþykkt samhljóða.

Lagt var fram: Drög að erindisbréfi nýrrar nefndar, samþykktir sveitarfélagsins.  Ákveðið að taka drög að erindisbréfi fyrir að nýju á næsta fundi nefndarinnar.

2.         Fundartímar nýrrar nefndar

Skv. fundaáætlun sveitarfélagsins eru fundir nefnda ákveðnir mánaðarlega. Fundir nefndarinnar ákveðnir á þriðjudögum. Næsti fundur því 19. febrúar nk. kl. 15:00.

3.         Önnur mál

Erindi, dags. 22. febrúar 2019, um beiðni um þátttöku í rannsókn á skólaþjónustu sveitarfélaga. Nefndin samþykktir erindið fyrir sitt leyti.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:50.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?