Fara í efni

8. fundur ungmennaráðs

21.10.2025 15:00

Fundur Ungmennaráðs

8. fundur Ungmennaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, þriðjudaginn 21. október 2025 kl. 15:00

Mætt voru: Katrín Rúnarsdóttir formaður, Hólmfríður Katrín Jónsdóttir, Ása Margrét Sigurðardóttir og Kristín Svala Eggertsdóttir. Sigurbjörn V. Friðgeirsson rita‘i fundagerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá. Athugasemdir voru engar og því gengið til fundarstarfa.

Fundargerð

1. Ráðstefna ungmennaráð sveitarfélaga
Í tilefni 80 ára afmælis Sambands íslenskra sveitarfélaga er boðað til ráðstefnu þar sem ungmennaráð landsins koma saman á Hilton Reykjavík 5. desember.
Lagt fram til kynningar

2. Erindisbréf Ungmennaráðs Langanesbyggðar
Farið yfir breytingar sem gerðar voru á erindisbréfum Ungmennaráðs sem snéru helst að því að fjölga nefndarmönnum upp í fimm og fimm til vara líkt og er í öðrum nefndum sveitarfélagsins.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrirlagðar breytingar á erindisbréfum. Sigurbirni og Sigríði falið að útfæra frekari breytingar í samræmi við umræður á fundinum. Ungmennaráð ítrekar bókun sína við 2. lið fundargerðar 7. fundar Ungmennaráðs frá 13. maí 2025 varðandi að Ungmennaráð ætti að fá sama kaup og aðrar fastanefndir sveitarfélagins.

Samþykkt samhljóða.

3. Ungmennaþing í Langanesbyggð
Rætt um fyrirkomulag ungmennaþings í Langanesbyggð þar sem kosning nýrra fulltrúa fer fram.

Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð leggur til að fyrirkomulag ungmennaþings verði með þeim hætti að ungmennum úr Langanesbyggð á aldrinum 14-25 ára verði boðið til Ungmennaþings sem halda mætti á Holtinu. Þar gæfist öllum sem vildu kostur á að bjóða sig fram til setu í Ungmennaráði og í kjölfarið færi fram kosning. Sigurbirni og Sigríði falið að útfæra hugmyndina nánar í samræmi við umræður. Kristín Svala og Hólmfríður hafa hug á að sitja áfram í Ungmennaráði en Katrín og Ása sjá fyrir sér að hætta.

Samþykkt samhljóða.

4. Barnamenningarsjóður
Rætt um hvaða verkefni gætu átt heima í sjóðinum á næsta ári en verkefnið Tungubrestur og listsköpun fékk styrk í fyrra.
Lagt fram til kynningar.

5. Atvinnustefna Langanesbyggðar
Farið yfir aðgerðaráætlun og verkefni sem þar koma fram.

Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða atvinnustefnu.

Samþykkt.

6. Götulýsing í bænum og við göngustíga

Bókun: Ungmennaráð bendir á mikilvægi þess að lýsing innanbæjar sé í lagi þegar daginn fer að lengja. Eins óskar Ungmennaráð eftir því að lýsing verði sett á göngustíg frá kirkju að tjaldsvæði og frá tjaldsvæði að Miðholti.

Samþykkt samhljóða.

7. Frístundastyrkur

Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð hvetur fólk til að nýta sér frístundastyrkinn.

Samþykkt samhljóða.

8. Áfangastaðaáætlun Norðurlands Eystra - Langanesbyggð
Farið yfir áfangastaðaáætlun, tilgang hennar og núverandi áherslur.

Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð fagnar þessum tillögum en óskar eftir að horft sé til Fossár sem áfangastaðar næst.

Samþykkt samhljóða.

9. Önnur mál
Með tilliti til þess að fjárhagsáætlunarvinna er í gangi minnir ungmennaráð á eftirfarndi málefni
Uppsetningu hundagerðis
Áframhaldandi endurnýjun búnaðar í ræktinni

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?