Fara í efni

6. fundur Ungmennaráðs

11.12.2024 15:00

 

  1. fundur ungmennaráð Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, miðvikudaginn 11. desember 2024 kl. 15:00

Mætt voru: , Hólmfríður Katrín Jónsdóttir, Kristín Svala Eggertsdóttir og Ása Margrét Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn Sigurbjörn V. Friðgeirsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Bjarnheiður Jónsdóttir ritaði fundargerð.

 

Formaður spurði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboð.

Kristín Svala gerði athugasemd við að henni bárust ekki fundarboð.

Skrifstofustjóri passar framvegis uppá að henni berist fundarboð. Í framhaldi var gengið til dagskrár.

Gréta Bergrún Jóhannesdóttir kom og kynnti 1 lið fundar.

 

Fundargerð

  1. Kynning á verkefninu Byggðabragur – verkfærakista unga fólksins

Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, sérfræðingur í byggðarannsóknum hjá Háskólanum á Bifröst, kom inn á fundinn og kynnti samstarfsverkefni Ungmennaráða Norðurþings, Langanesbyggðar, Þingeyjasveitar og Bifrastar sem byggir að mestu á vinnustofu ungmenna og eru viðfangsefnin skýrslan „Byggðabragur: Verkfærakista fyrir sveitarfélög“, slúður og samfélagsmiðlaumræða. Afurð verkefnisins verður verkfærakista unga fólksins um jákvæðan byggðabrag.

 

  1. Ungmennaþing í Langanesbyggð

Byggðaráð úthlutaði 1.000.000 kr í verkefnið „Ungmennaþing í Langanesbyggð 2025“.

Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð lýsir mikilli ánægju með fjárúthlutunina og þakkar fyrir sig. Farið verður í hugmyndavinnu á nýju ári.

Samþykkt samhljóða.

  1. Erindisbréf Ungmennaráðs Langanesbyggðar

Lagt fram til kynningar.

Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð felur Sigurbirni og Sigríði að uppfæra og samræma erindisbréf og verklag Ungmennaráðs og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða.

  1. Drög að menntastefnu – yfirferð

Hólmfríður, sem situr í stýrihóp menntastefnu Langanesbyggðar fyrir hönd nemenda, fer yfir og kynnir drög að nýrri stefnu.

  1. Teikningar af nýrri skólalóð

Lagt fram til kynningar.

Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð lýsir ánægju sinni yfir nýrri teikningu á skólalóð og að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2025 en gerir þó athugasemd við trjágróður milli hringtorgs og bílastæðis.

Samþykkt samhljóða.

  1. Tækjabúnaður í þreksal íþróttamiðstöðvar – Framhald

Sigurbjörn Veigar fór yfir þau tilboð sem hann hefur fengið og fjárfestingaáætlun næstu 3ja ára. Einnig vill hann lýsa yfir ánægju sinni með áhuga ungmennaráðs á uppbyggingu heilsuræktaraðstöðu í Langanesbyggð.

  1. Málefni félagsmiðstöðvar

Sigríður og Sigurbjörn upplýsa Ungmennaráð um stöðu mála.

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 16:03

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?