Fara í efni

3. fundur Ungmennaráðs

15.03.2024 15:00

Fundur Ungmennaráðs

3. fundur Ungmennaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, miðvikudaginn 15. mars 2024 kl. 15:00

Mætt voru: Katrín Rúnarsdóttir formaður, Hólmfríður Katrín Jónsdóttir, Ása Margrét Sigurðardóttir og Kristín Svala Eggertsdóttir. Sigurbjörn V. Friðgeirsson og Sigríður Friðný Halldórsdóttir rita fundagerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá.

Fundargerð

1. Fundargerð síðasta fundar - eftirfylgni
Farið yfir fundargerð síðasta fundar.

Bókun: Ekki hafa fundargerðir Ungmennaráðs verið teknar fyrir hjá Byggðarráði eða Sveitarstjórn. Ráðið minnir á mikilvægi þess að fundargerðirnar skili sér í réttan farveg.

2. Ungmennaþing SSNE 2023 - Niðurstöðuskýrsla
Ungmennaþing SSNE 2023 var haldið 21-22 nóvember 2023 á Raufarhöfn og átti Ungmennaráð 3 fulltrúa á þinginu. Niðurstöðuskýrsla þingsins er hér með lögð fram.

Lagt fram til kynningar.

3. Hundasvæði í Langanesbyggð
Búið er að samþykkja fjármagn hjá Langanesbyggð í hundagerði.

Bókun um afgreiðsla: Ráðið er áhugasamt um verkefnið og óskar eftir þátttöku í staðsetningarvali og útfærslu. Ráðið óskar eftir að bókun þess verði komið til umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða

4. Umferðaöryggi í Langanesbyggð
Það vantar töluvert upp á merkingar á gangbrautum og hraðatakmörkunum innanbæjar í sveitarfélaginu. Einnig vantar gangstéttir víða, líkt og á aðalvegi Bakkafjarðar.

Bókun um afgreiðslu: Ráðið óskar eftir því að sveitarfélagið sendi erindi til viðeigandi aðila um úrbætur á vegmerkingum, hraðatakmörkunum og gangbrautum.
Einnig ítrekar ráðið mikilvægi þess að klárað sé að leggja gangstéttir í þéttbýlum sveitarfélagsins til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda.

Samþykkt samhljóða

5. Forvarnarstefna Langanesbyggðar
Búið er að taka fyrir og samþykkja í velferðar- og fræðslunefnd og sveitarstjórn að farið verði í vinnu við að móta forvarnarstefnu fyrir sveitarfélagið.

Bókun um afgreiðslu: Málinu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða

6. Styrktarsjóðir
Rætt um verkefni og styrki sem kæmu til greina að sækja um fyrir hönd ungmenna á svæðinu.

Lagt fram til kynningar

7. Umsókn Kistunnar í Lóuna
Lögð fram hugmynd að umsókn Kistunnar í Lóuna, atvinnu- og nýsköpunarsjóð fyrir Landsbyggðina. Margar góðar hugmyndir komu frá ráðinu.

8. Bryggjudagar
Umræður um hugmyndir ungmennaráðs og væntingar til hátíðarinnar.

9. Yfirfara miða úr hugmyndakassa úr Grunnskólanum á Þórshöfn
Margar góðar hugmyndir sem nemendur Grunnskólans komu með til ungmennaráðs. Hugmyndir verða teknar fyrir sem sér liðir á næsta fundi ungmennaráðs.

10. Önnur mál
Kosning í ungmennaráð

Bókun um afgreiðslu: Ungmennaráð mælist til þess að kosið verði í ungmennaráð á tveggja ára fresti á Ungmennaþingi í Langanesbyggð. Ungmennaráð stefnir á að halda ungmennaþing haust 2024.

Samþykkt samhljóða

Ekki meira gert og fundi slitið kl. 16:36

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?