Fara í efni

101. fundur sveitarstjórnar

18.06.2019 17:00

 

 Fundur í sveitarstjórn

 101. fundur, aukafundur, sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn í Þórsveri á Þórshöfn, fimmtudaginn 18. júní 2019. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Árni Bragi Njálsson, Jósteinn Hermundsson,  Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Almar Marinósson og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fundinn og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og gengið var því næst til dagskrár.

Dagskrá

1.      Fundargerð 6.fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 13. júní 2019

a)      Liður 1. Ósk um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Norðausturvegar

b)      Liður 2.1. Þórshafnarkirkjugarður – aðalskipulag – óveruleg breyting

c)      Liður 2.2. Þórshafnarkirkjugarður – deiliskipulag

d)      Liður 3.1. Hesthúsahverfi – aðalskipulagsbreyting

e)      Liður 3.2. Hesthúsahverfi – deiliskipulagsbreyting

f)       Liður 4. Efnistökusvæði – aðalskipulagsbreyting

g)      Liður 5. Umhverfismarkmið fyrir urðunnarstaðinn á Bakkafirði

2.      Athafnasvæði – deiliskipulag, liður 3. í 5. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar – frá byggðaráði

3.      Stofnfundur samráðsvettvangs sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið SÞ 19. júní nk.

4.      Heimild til skammtímalántöku

 

Fundargerð

1.      Fundargerð 6. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 13. júní 2019

Fundargerðin lögð fram.

a)      Liður 1. Ósk um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Norðausturvegar

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir samþykkt nefndarinnar. Skv. þessari samþykkt er Vegagerðinni veitt framkvæmdaleyfi, með fyrirvara um samþykkt um breytingar á aðalskipulagi sem nú bíður staðfestingar, til endurbóta á Norðausturvegi um Finnafjörð og Bakkafjörð, sem farið er fram á með bréfi Vegagerðarinnar dags. 4. júní 2019. Einnig er staðfest það álit nefndarinnar að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Framkvæmdin skal því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samþykkt samhljóða.

b)      Liður 2.1. Þórshafnarkirkjugarður – aðalskipulag – óveruleg breyting

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að auglýsa tillöguna og senda hana til Skipulagsstofnunar til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

c)      Liður 2.2. Þórshafnarkirkjugarður – deiliskipulag

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að kynna drögin  á opnu húsi hjá sveitarfélaginu í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

d)      Liður 3.1. Hesthúsahverfi – aðalskipulagsbreyting

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að auglýsa tillöguna og senda hana til Skipulagsstofnunar til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

e)      Liður 3.2. Hesthúsahverfi – deiliskipulag

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir að fullnustu gildistöku skipulagsins skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

f)       Liður4. Efnistökusvæði – aðalskipulagsbreyting

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita samþykkis Landbúnaðarráðherra fyrir því að það land sem tillagan tekur til verði tekið úr landbúnaðarnotum á grundvelli samþykktrar aðalskipulagsbreytingar og samþykkis landeigenda.

Samþykkt samhljóða.

g)      Liður 5. Umhverfismarkmið fyrir urðunnarstaðinn á Bakkafirði

Skv. 2. gr. starfsleyfis fyrir urðunnarstaðinn á Bakkafirði ber sveitarfélaginu að setja sér umhverfismarkið fyrir magn það sem urðað er o.fl. Framlögð tillaga var samþykkt sem drög af skipulags- og umhverfisnefnd þann 10. apríl sl. og lögð fyrir sveitarstjórn í kjölfarið lögð fyrir byggðaráð 24. apríl sl. Í kjölfarið voru þau send Umhverfisstofnun til umsagnar. Stofnunin hefur fallist á þessi markmið og mælir nefndin með því að þau séu staðfest af sveitarstjórn.

Til máls tóku: Árni Bragi Njálsson og Siggeir Stefánsson sem lagði fram svohljóðandi bókun U-listans: U-listinn samþykkir fyrirliggjandi umhverfismarkmið fyrir urðunnarstaðinn á Bakkafirði, en ítrekar fyrri óskir sínar um að möguleg moltugerð í Langanesbyggð verði skoðuð frekar.

Til máls tóku: Mirjam Blekkenhorst, Jónas Egilsson veitti andsvar. Árni Bragi Njálsson, Almar Marinósson, Þorsteinn Ægir Egilsson.

Samþykkt um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir framlögð umhverfismarkmið.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar staðfest að öðru leyti.

2.      Athafnasvæði – deiliskipulag, liður 3. í 5. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar – frá byggðaráði

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir samþykkt nefndarinnar og felur sveitarstjóra að auglýsa tillöguna að deiliskipulagi í samræmi með 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

3.      Stofnfundur samráðsvettvangs sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið SÞ 19. júní nk.

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með drögum að yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimmarkmið Sameinuðu þjóðanna fram.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar tekur undir mikilvægi þess að sveitarfélög taki til hendinni í loftslagsmálum og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Sveitarstjórnin lýsir sig einnig reiðubúna til þátttöku í fundum og öðru samráði sveitarfélaganna á þessu sviði að því tilskyldu að ekki verði um íþyngjandi kvaðir fjárhagslega og að auknum útgjöldum sveitarfélaga verið mætt með samsvarandi tekjum.

Samþykkt samhljóða.

4.      Heimild til skammtímalántöku

Til máls tóku: Jónas Egilsson, Almar Marinnósson, Siggeir Stefánsson. Jónas Egilsson veitti andsvar. Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson veitti andsvar. Siggeir Stefánsson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til allt að 40 m.kr. skammtímaláns í viðskiptabanka sveitarfélagsins til þriggja mánaða.

Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:59.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?