7. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar
Fundur í sveitarstjórn
7. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 3. nóvember 2022. Fundur settur kl. 17:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Gunnlaugur Steinarsson, Júlíus Þ. Sigurbjartsson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Júlíus Þ. Sigurbjartsson, Árni Bragi Njálsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Ingimar Guðmundsson frá KPMG fór yfir útgönguspá fyrir 2022 og drög að fjárhagsáætlun 2023 ásamt 3ja ára áætlun í gegnum fjarfundabúnað.
Oddviti óskaði eftir afbrigðum frá boðaðri dagskrá:
a) Að undir 7 dagskrárlið, þar sem tekinn er fyrir 3. fundur skipulags- og umhverfisnefndar frá 11.10.2022 verði tekinn út 1. liður fundargerðarinnar
Liður 1: Langanes – friðýsingakostir
b) Að í boðaðri dagskrá verði bætt við lið nr. 11, sem er fundargerð 2. fundar velferðar og fræðslunefndar en með fundargögnum fylgdu gögn fundarins en hans ekki getið í dagskrá.
c) Að undir dagskrárlið 11 þar sem tekinn er fyrir 2. fundur velferðar og fræðslunefndar frá 27.10.2022 verði tekinn úr 3. liður undir velferðarmál í fundargerðinni þar sem fjallað er um stofnun Ungmennaráðs og lagt fram erindisbréf Ungmennaráðs.
Liður 3: Erindi til til nefndarinnar um Ungmennaráð.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.
D a g s k r á
1. Fjárhagsáætlun 2023 fyrri umræða
a) 8+ 4 mánaða útgönguspá fyrir 2022 og frumáætlun fyrir 2023 (Ingimar)
b) Drög að fjárfestinga og viðhaldsáætlun 2023
c) Tillaga um vinnufundi vegna fjárhagsáætlunar
2. Tillaga og greinargerð fyrir gjaldskrár
3. Tillaga um útsvarsprósentu
4. Fundargerð 914. fundar stjórnar stjórnar Samb. Ísl. sveitarfélaga frá 12.10.2022
5. Fundargerð 42. fundar stjórnar SSNE frá 19.10.2022
6. Fundargerð 4. fundar byggðaráðs frá 20.10.2022
7. Fundargerð 3. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 11.10.2022
Liður 1: Langanes - friðlýsingakostur
Liður 7: Svæðisáætlunardrög Norðurland september 2022
8. Fundargerð 4. fundar, aukafundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.10.2022
9. Fundargerð 5. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 25.10.2022
Liður 2: Tillaga að reglum um úthlutun lóða í Langanesbyggð.
10. Fundargerð 2. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 25.10.2022
11. Fundargerð 2. fundar velferðar og fræðslunefndar
Liður 3 undir velferðarmál: Erindi til til nefndarinnar um Ungmennaráð.
12. „Betri Bakkafjörður“ framhald verkefnisins (frá L lista).
13. Ágóðagreiðsla frá EBÍ fyrir árið 2022
14. Boð um námskeið á vegum KPMG
15. Trúnaðaryfirlýsing vegna vindorkugarða
a) Álit lögmanns á undirritun trúnaðaryfirlýsingar vegna vindorkugarða
16. Ósk um mótframlag sveitarfélagsins frá starfsmannafélagi Langanesbyggðar
17. Ósk um framkvæmdaleyfi vegna Skólagötu 5 á Bakkafirði
18. Skýrsla sveitarstjóra
Fundargerð
1 Fjárhagsáætlun 2023, fyrri umræða
Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
a) 8+ 4 mánaða útgönguspá fyrir 2022 og frumáætlun fyrir 2023 (Ingimar)
Ingimar Guðmundsson frá KPMG fór yfir 8 + 4 útgönguspá og frumáætlun fyrir árið 2023
Til máls tóku: Þorsteinn, Ingimar, sveitarstjóri, oddviti, Halldóra.
Bókun um afgreiðslu: Fjárhagáætlun vísað til annarrar umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
b) Drög að fjárfestinga og viðhaldsáætlun 2023
Sveitarstjóri fór yfir drög að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun samkvæmt upplýsingum frá deildarstjórum.
Til máls tóku: Oddviti, Þorsteinn, oddviti.
Bókun um afgreiðslu: Áætluninni vísað til vinnufundar í sveitarstjórn þar sem farið verður yfir viðhaldsþörf og fjárfestingar.
Samþykkt samhljóða.
c) Tillaga um vinnufundi vegna fjárhagsáætlunar
Sveitarstjóri lagði fram tillögu um vinnufundi vegna fjárhagsáætlanagerðar og vegna afgreiðslu á viðhalds- og fjárfestingaáætlun.
Samþykkt samhljóða.
2. Tillaga og greinargerð fyrir gjaldskrár
Lögð fram greinargerð um hækkun á gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2023.
Til máls tók: Oddviti.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir þær hækkanir sem lagðar eru til í tillögunni og forsendur sem koma fram fyrir hækkunum í greinargerðinni með þeim fyrirvörum sem þar eru settir. Við bætist gjaldskrá vegna sorphirðu í fyrrum Svalbarðshreppi (sjá lið 7 í upptalningu á gjaldskrám).
Samþykkt samhljóða.
3. Tillaga um útsvar árið 2023
Lögð fram tillaga að útsvar verði óbreytt eða 14,52%
Til máls tók: Sveitarstjóri.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu um óbreytt útsvar.
Samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð 914. fundar stjórnar stjórnar Samb. Ísl. sveitarfélaga frá 12.10.2022
Fundargerðin er lögð fram til kynningar
5. Fundargerð 42. fundar stjórnar SSNE frá 19.10.2022
Fundargerðin er lögð fram til kynningar
6. Fundargerð 4. fundar byggðaráðs frá 20.10.2022
Fundargerðin lögð fram
7. Fundargerð 3. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 11.10.2022
Liður 1: Langanes – friðýsingakostir
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn lýsir yfir vilja sínum til að Umhverfisstofnun haldi áfram með að móta tillögur um hugsanlega friðlýsingu Langaness og kanni alla kosti. Sveitarstjóra falið að hafa samband við landeigendur og landnýtendur þar sem hugmyndir Umhverfisstofnunar eru kynntar og óskað eftir samstarfi við þá.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Þorsteinn, sveitarstjóri
Liður 7: Svæðisáætlunardrög Norðurland september 2022
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn mælir með því að áfram verði unnið með öðrum sveitarfélögum á Norðurlandi að mótun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs. Jafnframt lýsir sveitarstjórn yfir vilja sínum til að taka virkan þátt í mótun stefnunnar eins og hún kemur fram í drögum að svæðisáætlun fyrir Norðurland. Sveitarstjórn leggur sérstaka áherslu á í kafla 7 „kortlagning lífrænna hliðarafurða“, „uppbyggingu innviða til forvarna“, „eflingu móttökustöðva“ og „jarðgerð á jaðarsvæðum“.
Samþykkt samhljóða.
8. Fundargerð 4. fundar, aukafundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.10.2022
Fundargerðin er lögð fram
9. Fundargerð 5. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 25.10.2022
Liður 2: Tillaga að reglum um úthlutun lóða í Langanesbyggð.
Bókun um afgreiðslu: Lagt er til að meðfylgjandi reglur gildi við úthlutun lóða í Langanesbyggð. Útbúið verði sérstakt eyðublað fyrir umsækjendur.
Samþykkt samhljóða.
10. Fundargerð 2. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 25.10.2022
Fundargerðin lögð fram
11. Fundargerð 2. fundar velferðar- og fræðslunefndar
Liður 3: Erindi til nefndarinnar um Ungmennaráð.
Velferðar og fræðslunefnd leggur til að komið verði á laggirnar ungmennaráði og leggur til við sveitarstjórn að hún taki málið til umræðu ásamt því að samþykka erindisbréf fyrir ungmennaráð.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að stofnað verði ungmennaráð í Langanesbyggð og samþykkir erindisbréf ráðsins og felur íþrótta og tómstundafulltrúa að gera tillögu um fulltrúa fyrir fund sveitarstjórnar í janúar.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Þorsteinn.
12. „Betri Bakkafjörður“ framhald verkefnisins, tillaga frá L lista.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar óskar eindregið eftir því við Byggðastofnun að verkefnið Brothættar byggðir verði framlengt. Sveitarstjórn felur verkefnisstjóra verkefnisins „Betri Bakkafjörður“ í samráði við sveitarstjóra að sækja um að verkinu verði haldið áfram eftir árslok 2023. Einnig verði þeim falið að koma þessari ósk sveitarfélagsins til þingmanna kjördæmisins.
Til máls tóku: Þorsteinn, oddviti.
Bókun L-lista: Verkefnið „Betri Bakkafjörður hófst formlega í júní 2019 og hefur því verið í gangi í um þrjú ár. Um er að ræða algert lykilverkefni sem hefur það að markmiði að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem hefur átt sér stað við Bakkaflóa í mörg ár. Fulltrúar L-lista telja algert forgangsatriði að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að verkefnið verði framlengt en því á að ljúka í lok árs 2023. Nýr samfélagssáttmáli milli sveitarfélagsins, íbúa og ríkis var undirritaður árið 2022 og því mikilvægt að þeir sem koma að þeim sáttmála fái góðan tíma inn í framtíðina til að vinna þau verkefni sem þar koma fram.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur verkefnisstjóra verkefnisins „Betri Bakkafjörður“ í samráði við sveitarstjóra að sækja um að verkinu verði haldið áfram eftir árslok 2023. Einnig verði þeim falið að koma þessari ósk sveitarfélagsins til þingmanna kjördæmisins.
Samþykkt samhljóða.
13. Ágóðagreiðsla frá EBÍ fyrir árið 2022
Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um ágóða Langanesbyggðar vegna ársins 2022 lagt fram.
14. Boð um námskeið á vegum KPMG
Lagt fram til kynningar.
Til máls tók: Þorsteinn
15. Trúnaðaryfirlýsing vegna vindorkugarða
Trúnaðaryfirlýsing frá Beisla Brekknaheiði hf. um að undirgangast trúnaðarskyldur varðandi allar upplýsingar og gögn um verkefni er varða uppbyggingu á vindorkugarði á heiðarlandi tiltekinna jarða við Brekknaheiði. Beisla Brekknaheiði hf. fer fram á trúnað varðandi allar upplýsingar og gögn um verkefnið og allt sem því tengist sem afhentar verða eða hafa verið afhentar eða af forsvarsmönnum félagsins og sérhverjar upplýsingar um „leigutaka“ (þ.e. Beisla Brekknaheiði hf.) og þá aðila sem honum tengjast og efni allra samninga á milli landeiganda og leigutaka.
Til máls tók: Sveitarstjóri.
a) Álit lögmanns á undirritun trúnaðaryfirlýsingar vegna vindorkugarða
Sveitarfélagið leitaði álits lögmanns á undirritun slíkrar trúnaðaryfirlýsingar.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn vísar málinu til stjórnar Jarðasjóðs sem fer með eignarhald jarðanna samkvæmt viðauka 1. við samþykktir sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Þorsteinn, oddviti.
16. Ósk um mótframlag sveitarfélagsins frá starfsmannafélagi Langanesbyggðar
Starfsmannafélag Langanesbyggðar óskar eftir mótframlagi frá sveitarfélaginu á móti félagsgjöldum til að auka möguleika á reglulegum ferðum innan- eða utanlands.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarfélagið fellst á beiðni um mótframlag kr. 2500.- á hvern félagsmann á mánuði á árinu 2023.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Sveitarstjóri, Þorsteinn, Halldóra,
Bókun L-lista: Fulltrúar L-lista fagna bréfi Starfsmannafélagsins og telja mjög mikilvægt að gert sé vel við starfsmenn sveitarfélagsins. Samhliða þessu vilja fulltrúar L-lista koma með tillögu þess efnis að settir verða fjármunir í árlega árshátíð starfsmanna líkt og gert hefur verið í síðustu fjárhagsáætlunum og að rætt verði við Starfsmannafélagið um mögulega aðkomu þess að undirbúningi hátíðarinnar. Slík aðkoma getur verið fjáröflun fyrir félagið.
Tillaga L-lista: Sveitarstjórn samþykkir að veita allt að 2 milljónum í árshátíð starfsmanna sveitarfélagsins árið 2023 og að gert verði ráð fyrir slíkum viðburði í þriggja ára áætlunum sveitarfélagsins. Rætt verður við Starfsmannafélagið um aðkomu þeirra að undirbúningi árshátíðarinnar.
Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu: Tillögunni verði vísað til vinnufundar sveitarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar 2023.
Tillaga samþykkt samhljóða.
17. Ósk um framkvæmdaleyfi vegna Skólagötu 5 á Bakkafirði
Verkefnistjórn verkefnisins „Orkusparnaður á Bakkafirði“ óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna jarðvinnu og frágangs, tengingar borholu og að setja upp varmadælu og ganga frá eftir uppsetningu.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn fellst á beiðni um framkvæmdaleyfi.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Þorsteinn og oddviti.
18. Skýrsla sveitarstjóra
Hr oddviti, sveitarstjórn
Við höfum nú lagt fram til fyrstu umræðu fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 og þriggja ára áætlun 2024 – 2026 ásamt útgönguspá fyrir árið í ár og rauntölur fyrir árið 2021 til samanburðar. Við erum nokkuð fyrr á ferðinni með fyrstu umræðu og gerum ráð fyrir í fundaáætlun að fjárhagsáætlunin verði tekin til síðari umræðu 1. desember nk. og vinnufundir í sveitarstjórn og byggðaráði eru skipulagðir í millitíðinni en þá gefst góður tími til að rýna áætlanir.
Ástæða þessa er sú, að við sem sem höfum unnið að undirbúningi áætlunarinnar töldum og erum enn á þeirri skoðun að aðstæður nú séu nokkuð aðrar en undanfarin ár. Áður hefur verið hægt að horfa í baksýnisspegilinn að nokkru leiti, uppfæra tölur miðað við hugsanlegt umfang og styðjast við þróun síðustu ára. Með sameiningu sveitarfélaganna tveggja á miðju ári varð flóknara að setja áætlunina upp og í raun varð að tvískipta útgönguspá í fyrstu með og án sameiningar áður en við settum þessar tvær útgönguspár saman. Við tókum einnig þá ákvörðun að gera sérstaka áætlun um fjárfestingar og viðhald þar sem við fengum deildarstjóra á fund með okkur þar sem þeir lögðu fram óskir um viðhald og fjárfestingar á næstu árum. Þetta höfum við sett upp í skjal sem sveitarstjórn mun svo fara yfir, sníða að og setja niðurstöður í fjárhagsáætlun miðað við það sem við höfum til ráðstöfunar á næsta ári. Þessum óskum um fjárfestingar og viðhald er skipt niður á deildir og dregið saman í heildartölur um viðhald og fjárfestingar. Með þeim hætti er betra að skipuleggja framkvæmdir og viðhald þar sem til að mynda er hægt að fá iðnaðarmenn til að sinna viðhaldi á nokkrum stöðum í einu í stað þess að gera sér jafnvel margar ferðir til að sinna viðhaldi nokkurra eigna.
Forstöðumenn deilda fá einnig yfirsýn yfir hvaða möguleika við höfum til fjárfestinga og viðhalds í þeim verkefnum sem þeir hafa sett fram óskir um og hvernig þeim er þá í nokkrum tilfellum skipt á milli ára.
Í útkomuspá fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að afkoma í rekstri sveitarsjóðs verði jákvæð um 76 milljónir króna í árslok og er vert að nefna nokkrar tölur í því sambandi sem hafa áhrif á rekstrarniðurstöðu. Við höfum fengið 50 milljónir greiddar úr Jöfnunarsjóði vegna sameiningar og eigum von á að fá 67 milljónir í viðbót fyrir árslok og er gert ráð fyrir því í útkomuspá. Skatttekjur verða líklega nokkru hærri í ár en í fyrra og sömuleiðis aðrar tekjur. Þetta á stóran þátt í því að útkoma þessa árs verður mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir en við gerð hennar fyrir þetta ár voru framlög jöfnunarsjóðs ekki fyrirséð að fullu og ekki teknar með í áætlanagerðinni.
Hvað varðar kostnað þá er það í fyrsta lagi mikill fjármagnskostnaður sem sveitarstjóður ber þetta árið þar sem vextir hafa hækkað og verðbætur einnig vegna verðbólgu. Gera má ráð fyrir að þessi kostnaður verði um 111 milljónir króna á þessu ári en fari hratt lækkandi á næstu árum. Laun hafa einnig hækkað vegna covid og almennra hækkana launa vegna kjarasamninga. Þar sker sig nokkuð úr launakostnaður á skrifstofu þar sem útlit er fyrir að sá kostnaður fari um 20% fram úr áætlun sem skýrist að nokkru leiti af sveitarstjóraskiptum og mikilli yfirvinnu vegna þess hve fáliðuð skrifstofan hefur verið. Það hefur verið mín skoðun og fyrirrennara minna að skrifstofa sveitarfélagsins hafi verið undirmönnuð og ætlunin er að bæta við stöðu gjaldkera og launafulltrúa í 100% starf og endurskipuleggja verkaskiptingu þannig að þessi kostnaður ætti að komast í eðlilegt horf strax á næsta ári. Að öðru leiti er hægt að sjá uppgjör og greiningu á kostnaðarliðum á hverja deild í 8+4 uppgjöri í fundargögnum 4. fundar byggðaráðs sem fylgdu gögnum þessa fundar. Það er vert að geta þess að hagur Nausts hefur vænkast nokkuð með hærri greiðslum úr Sjúkratryggingum þannig að tap á rekstrinum hefur minkað.
Hvað varðar næsta ár er gert ráð fyrir að útkoman frá hreinum rekstri og að teknu tilliti til fjármagnsliða verði jákvæð um rúmlega 173 milljónir króna. Þá er gert ráð fyrir að 117 milljónir komi vegna sameiningar sveitarfélaganna úr Jöfnunarsjóði. Gert er ráð fyrir að vaxtagreiðslur lækki úr 111 milljónum í 66 milljónir. Breytingar á öðrum tekjum og gjöldum verði óverulegar.
Þær lykiltölur sem ef til vill eru athyglisverðastar í reikningum og áætlunum sveitarsjóðs eru tölur um sjóðstreymi og þá handbært fé í lok árs en gert er ráð fyrir að það verði rúmlega 62 milljónir í lok þessa árs samkvæmt útgönguspá en um 265 milljónir króna á næsta ári. Það skal þó tekið fram að ekki eru komnar inn tölur um fjárfestingar en þetta er sú tala sem sveitarsjóður hefur til ráðstöfunar meðal annars til fjárfestinga á næsta ári miðað við áætlun. Ekki er heldur gert ráð fyrir lántökum í áætluninni en loforð hafa fengist frá bönkum um lánalínur allt að 100 milljónum króna sem hugsanlega verður samið um á næsta ári ef farið er út í frekari fjárfestingar og viðhald. Lán úr lánasjóði sveitarfélaga eru mjög óhagstæð um þessar mundir þar sem þau eru verðtryggð og óuppsegjanleg. Um 85% af heildarlánum sveitarfélagsins eru hjá Lánasjóðnum og ekkert hægt að hreyfa við þeim eða greiða niður. Öll önnur lán, nýttur yfirdráttur og lítil lán hjá Landsbankanum verða greidd upp fyrir áramót.
Í heildina má segja að staða sveitarsjóðs sé góð um þessar mundir og sameining sveitarfélaganna var rétt skref þegar það var tekið s.l. sumar. En það bíða okkar miklar áskoranir, sérstaklega í viðhaldi eigna og fjárfestingum eins og við sáum í yfirliti viðhalds og fjárfestinga. Þá er tilfinnanlegur skortur á húsnæði og unnið hörðum höndum við að koma á ferli til úthlutunar lóða og hefja vinnu við nýtt aðalskipulag og deiliskipuleggja hverfi innan gildandi aðalskipulags.
Til máls tóku: Þorsteinn, Halldóra, oddviti.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:57.