Fara í efni

97. fundur sveitastjórnar

04.04.2019 17:00

 Fundur í sveitarstjórn

97. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn í félagsheimilinu að Skólagötu 5 Bakkafirði fimmtudaginn 4. apríl 2019. Fundur var settur kl. 17:00.

 Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Jósteinn Hermundsson, Tryggvi Steinn Sigfússon, Siggeir Stefánsson, Almar Marinósson, Björn Guðmundur Björnsson og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fundinn og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.

Samþykkt samhljóða.

Að því loknu var gengið til dagskrár.

Dagskrá

  1. Fundargerð 869. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. mars 2019

  2. Fundargerð 318. fundar stjórnar Eyþings, dags. 12. mars 2019

  3. Fundargerð 13. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga, dags. 11. mars 2019

  4. Fundargerð 3. fundar byggðaráðs, dags. 14. mars 2019

  5. Fundargerð 3. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 21. mars 2019

    1. Liður 4: Uppgræðsla skjólbeltis á Bakkafirði

  6. Fundargerð 3. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 20. mars 2019

  7. Fundargerð 3. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 19. mars 2019

    1. Liður 1: Málefni eldri borgara

  8. Fundargerð 2. fundar hafnarnefndar, dags. 23. mars 2019

    1. Liður 1: Breyting á gjaldskrá hafna

  9. Drög að ársreikningi Hafnarsambands 2018

  10. Innsend erindi frá HSÞ, þakkarbréf, ársskýrsla og aðalfundartilkynning 2020

  11. Yfirlýsing frá kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga

  12. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 4. mars 2019

  13. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 18. mars 2019

  14. Tveggja mánaðauppgjör 2019

  15. Þóknun fulltrúa íbúa og Langanesbyggðar í nefnd um brothætta byggð á Bakkafirði

  16. Vinnufundur sveitarstjórnar um málefni Vers, dags. 25. mars 2019

  17. Endurskoðun fjárhagsáætlunar

  18. Frá U-lista: Bréf frá Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneyti, til kynningar

  19. Frá U-lista: Finnafjörður, staða mála

  20. Frá U-lista: Hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla

  21. Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1.Fundargerð 869. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. mars 2019

Fundargerðin lögð fram.

2.Fundargerð 318. fundar stjórnar Eyþings, dags. 12. mars 2019

Fundargerðin lögð fram.

3.Fundargerð 13. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga, dags. 11. mars 2019

Fundargerðin lögð fram.

4.Fundargerð 3. fundar byggðaráðs, dags. 14. mars 2019

Fundargerðin lögð fram.

5.Fundargerð 3. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 21. mars 2019

Fundargerðin lögð fram.

Liður 4: Uppgræðsla skjólbeltis á Bakkafirði

Til máls tók: Björn Guðmundur Björnsson og lagði fram svohljóðandi bókun fyrir hönd U-listans: U-listinn fagnar erindinu. Verkefnið passar vel við fjárhagsáætlun 2019 en þar samþykkir sveitarstjórn að farið verði í stefnumörkun um skógræktarmál með það að markmiði að stórefla skógrækt í sveitarfélaginu í samvinnu við áhugasama og bændur. Einnig að leitað verði eftir styrkjum og stuðningi við eflingu skógræktar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykktir tillögu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að hefja undirbúning við gerð skjólbeltis umhverfis urðunarstaðinn á Bakkafirði.

Samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð 3. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 20. mars 2019

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók Almar Marinósson, Mirjam Blekkenhorst veitti andsvar.

7.Fundargerð 3. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 19. mars 2019

Fundargerðin lögð fram.

Liður 1: Málefni eldri borgara

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tillögur að merkingu bifreiðastæða fyrir hreyfihamlaða við byggingar í eigu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

8.Fundargerð 2. fundar hafnarnefndar, dags. 23. mars 2019

Fundargerðin lögð fram.

Liður 1: Breyting á gjaldskrá hafna

Tillaga að nýrri gjaldskrá lögð fram, en skv. 6. gr. reglugerðar nr. 1200/2014 þarf að bæta við ákvæðum um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum.

Til máls tók Jónas Egilsson.

Samþykkt um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða.

9.Drög að ársreikningi Hafnarsambands 2018

Ársreikningurinn lagður fram.

10.Innsend erindi frá HSÞ, þakkarbréf, ársskýrsla og aðalfundartilkynning 2020

Lagt fram til kynningar.

11.Yfirlýsing frá kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

12.Bréf frá ftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 4. mars 2019

Fram er lagt bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 4. mars 2019 er varðar ósk nefndarinnar um hvort einhver þeirra fjárfestinga er fram koma í fjárhagsáætlun 2019 falli undir ákvæði 66. gr. sveitarstjórnarlaga. Ef svo er þá óskar nefndin eftir að fá afrit af sérstöku mati á áhrifum fjárfestingarinnar á fjárhag sveitarfélagsins til samræmis við ákvæði 66. gr. Einnig er fram lögð umsögn Enor ehf dags. 12. desember 2018 um mikla fjárfestingu samkvæmt 66. gr. sveitarstjórnarlaga.

Til máls tók Jónas Egilsson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að svara bréfinu og senda umbeðin gögn.

Samþykkt samhljóða.

13.Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 18. mars 2019

Fram er lagt til kynningar bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags 18. mars 2019 vegna fyrirætlan nefndarinnar um að óska eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna og framkvæmda í árslok 2019 og hlutfallslega stöðu þeirra gagnvart verkáætlun, samanlagðan útlagðan kostnað, gildandi fjárheimildir og breytingar á árinu. Óskað er eftir að umbeðið yfirlit sýni framangreinda og aðra þætti fyrir hvern ársfjórðung og verður það nánar kynnt í árslok.

Til máls tók Jónas Egilsson.

14.Tveggja mánaða uppgjör 2019

Yfirlit um rekstur málaflokka fyrstu tveggja mánaða 2019 lagt fram, fyrir A-hluta og samstæðu. Rekstrarafkoma er undir væntingum en um flest í takti við það sem við mátti búast vegna loðnubrests.

Til máls tóku Jónas Egilsson, Siggeir Stefánsson. Jónas Egilsson veitti andsvar.

15.Þóknun fulltrúa íbúa og Langanesbyggðar í verkefnisstjórn um brothætta byggð á Bakkafirði

Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu: Sveitarstjórn samþykktir að fulltrúum íbúa á Bakkafirði og sveitarstjórnarmönnum í verkefnisstjórn vegna brothættra byggða, verði greidd nefndarlaun skv. samþykktum sveitarfélagsins vegna setu á fundum í verkefnisstjórninni. Greiðslur verði í samræmi við reglur um þóknun kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Langanesbyggðar, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 13. desember 2018. Greitt verði skv. 2. ml. 1. gr. fyrir setu í nefnd á vegum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

16.Vinnufundur sveitarstjórnar um málefni Vers, dags. 25. mars 2019

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að taka saman þau gögn sem til eru hjá sveitarfélaginu um þörf á viðhaldi, nauðsynlegri endurnýjun tækja og búnaðar og kynna sveitarstjórn. Í framhaldinu verði unnið nánar að vinnu við mótun stefnu fyrir íþróttamiðstöðina.

Til máls tók: Siggeir Stefánsson. Oddviti veitti andsvar. Siggeir Stefánsson.

Samþykkt samhljóða.

17.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2019

Unnið er að endurskoðun fjárhagsáætlunar í samræmi við ákvörðun 95. fundar sveitarstjórnar vegna loðnubrests og hefur þessi ákvörðun verið kynnt deildarstjórum. Horft er bæði til hagræðingar í rekstri og frestun framkvæmda. Bráðlega liggja fyrir áhrif nýgerðra kjarasamninga og annarra þátta sem áhrif hafa á útgjaldaliði og verður því hægt að leggja raunhæfara mat á breytta stöðu.

Til máls tóku: Jónas Egilsson og Almar Marinósson sem lagði fram svohljóðandi tillögu fyrir hönd U-listans: U-listinn lýsir yfir áhyggjum af rekstri sveitarfélagsins og leggur til að sveitarstjórn haldi vinnufund þar sem endurskoðun á fjárhagsáætlun verði tekin fyrir og rædd.

Til máls tóku: Mirjam Blekkenhorst, Almar Marinósson, Siggeir Stefánsson.

Tillaga U-listans samþykkt samhljóða.

18.Frá U-lista: Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, til kynningar

Bréfið lagt fram til kynningar.

Til máls tók: Almar Marinósson og lagði fram svohljóðandi bókun fyrir hönd U-listans: U-listinn ítrekar fyrri óskir sem fram koma í meðfylgjandi bréfi og lýsir yfir vonbrigðum með vinnubrögð sveitarstjóra og meirihluta.

Oddviti gerði hlé á fundi kl. 17:47.

Oddviti setti fund að nýju kl. 17:51.

Til máls tóku: Oddviti, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson veitti andsvar, Siggeir Stefánsson, oddviti, Siggeir Stefánsson, Mirjam Blekkenhorst, Jónas Egilsson veitti andsvar. Siggeir Stefánsson.

19.Frá U-lista: Finnafjörður, staða mála

Sveitarstjórn fór yfir punkta um stöðu FFPP o.fl.

Til máls tóku: Almar Marinósson, Siggeir Stefánsson.

20.Frá U-lista: Hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla

Til máls tók Björn Guðmundur Björnsson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofu sveitarfélagsins verði falið að kanna hjá ON og N1 með uppsetningu á hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla á Þórshöfn og Bakkafirði og að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að slíkri stöð verði komið upp.

Til máls tók: Siggeir Stefánsson, oddviti, Almar Marinósson, Mirjam Blekkenhorst.

Samþykkt samhljóða.

21.Skýrsla sveitarstjóra

Jónas Egilsson fór yfir helstu punkta úr starfi skrifstofu frá síðasta fundi:

Nýtt málaskráningarkerfi. Sveitarstjóri og skrifstofustjóri eru, í samvinnu við Vopnfirðinga, að vinna að nýju málaskráningarkerfi. Fyrirhugað er að í þetta kerfi verði öll erindi sem koma til sveitarfélagsins skráð og að hægt verði að rekja feril þeirra innan stjórnkerfisins, hvort sem þau fara til sveitarstjórnar, nefnda eða til meðferðar hjá starfsfólki. Tengd málunum verða þau gögn sem erindunum fylgja. Kostnaður sveitarfélagsins við þetta kerfi, ef af verður, er helst eigin vinna, en um er að ræða nýtt kerfi og framlög þessara tveggja sveitarfélaga til þess er vinnan. Verkefnið er unnið í samvinnu við fyrirtækið Ozio sem er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem sér um forritun og uppsetningu, en forritagrunninn er að finna í Microsoft Office 365 pakkanum.

Langanesvegur 2. Framkvæmdir við Langanesveg 2 eru komnar í fullan gang, en unnið er að klæðningu hússins að utan. Stefnt er að lúkningu framkvæmda við klæðningu hússins í vor, en það mun m.a. ráðast af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins hve mikið verður framkvæmt við húsið að öðru leyti.

Nýr leikskóli. Framkvæmdir við nýja leikskólann eru á áætlun og opnun hans verður að óbreyttu á áður kynntum tíma, þ.e. um miðjan maí.

Þjónustumiðstöðin tók til starfa í byrjun mánaðarins. Þar er horft til bættrar þjónustu við íbúa, stofnanir sveitarfélagsins o.fl. auk þess sem verkferlar eru einfaldaðir og gerðir skýrari, sem ætti að leiða til hagræðis í rekstri líka. Á sama tíma og nýr forstöðumaður miðstöðvarinnar, Jón Rúnar Jónsson er boðinn velkominn til starfa, er þeim sem láta af störfum þökkuð góð störf í þágu sveitarfélagsins á umliðnum árum.

Ónýtar girðingar. Bréf til landeigenda vegna ónýtra girðinga og hættulegra húsa er í vinnslu og verður sent út fljótlega, en skoða þarf lagalegar hliðar málsins til hlítar áður en til aðgerða kemur. Meta þarf þegar snjóa leysir umfang girðinga sem taka þarf niður en fyrir liggja upplýsingar um ástand girðinga á um helmingi jarða í sveitarfélaginu.

Ferðamenn eru byrjaðir að koma á tjaldsvæðið og þarf að hefja undirbúning opnunar tjaldsvæða fyrr en venjulega.

Íbúaþing og aðgerðir á Bakkafirði. Helgina 30. til 31. var haldið vel heppnað og fjölsótt íbúaþing á Bakkafirði sem markar upphaf að þátttöku samfélagsins á Bakkafirði í verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir. Að verkefninu standa íbúar á Bakkafirði og nærsveitum, Langanesbyggð, Eyþing og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, ásamt Byggðastofnun. Íbúar völdu verkefninu heitið „Betri Bakkafjörður“.

Til máls tók Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson. Jónas Egilsson veitti andsvar.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:42.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?