Fara í efni

94. fundur sveitarstjórnar

10.01.2019 17:00

Fundur í sveitarstjórn

94. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn fimmtudaginn 10. janúar 2019. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Halldór Rúnar Stefánsson, Þórarinn J. Þórisson, Siggeir Stefánsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Björn Guðmundur Björnsson, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fundinn og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki. Jafnframt óskaði oddviti sveitarstjórnarmönnum gleðilegs nýs árs og bauð þá velkomna til starfa á nýju ári.

Oddviti lagði til að nýjum lið yrði bætt við dagskrá fundarins sem yrði 13. liður, Erindisbréf nefnda og núverandi 13. liður yrði 14. liður dagskrár.

Samþykkt samhljóða.

Að því loknu var gengið til dagskrár.

Dagskrá

 1. Fundargerð 866. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. desember 2018

 2. Vinnumansal og kjör erlends starfsfólks, erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. desember 2018

 3. Samstarfssamningur við Svalbarðshrepp

 4. Nýtt starf forstöðumanns þjónustumiðstöðvar

 5. Þjónustukjarni o.fl. á Bakkafirði

 6. Langanesvegur 2

 7. Finnafjörður

 8. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd

 9. Kosning í nefndir, skv. A-lið 49. gr. nýrra samþykkta Langanesbyggðar:

  1. Byggðaráð

 10. Kosning í fastanefndir, skv. B-lið 49. gr. nýrra samþykkta Langanesbyggðar:

  1. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd

  2. Umhverfis- og skipulagsnefnd

  3. Velferðar- og fræðslunefnd

 11. Kosning í fastanefndir, skv. C-lið 49. gr. nýrra samþykkta Langanesbyggðar:

  1. Hverfisnefndir Bakkafjarðar og dreifbýlis

  2. Hafnarnefnd

  3. Rekstrarnefnd Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Nausts

  4. Kjörstjórn við sveitarstjórnar- og alþingiskosningar

  5. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

  6. Eyþing, samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu

  7. Héraðsnefnd Þingeyinga

 12. Kosning í fastanefndir, skv. D-lið 49. gr. nýrra samþykkta Langanesbyggðar:

  1. Vinnuhópur um heilsueflandi samfélag

 13. Erindisbréf nefnda

 14. Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1.Fundargerð 866. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. desember 2018

Fundargerðin lögð fram.

2.Vinnumansal og kjör erlends starfsfólks, erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. desember 2018

Erindið lagt fram.

3.Samstarfssamningur við Svalbarðshrepp

Fram eru lögð drög að samstarfssamningi milli Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps og minnisblað um lagagrunn samstarfssamnings frá KPMG, dags. 14. júní 2018.

Til máls tók: Elías Pétursson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram á þeim forsendum sem fram eru lagðar. Fullgerð drög verða svo lögð fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

4.Nýtt starf forstöðumanns þjónustumiðstöðvar

Fram eru lögð drög að starfslýsingu forstöðumanns nýrrar þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar og drög að auglýsingu vegna starfsins.

Til máls tók: Elías Pétursson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að ljúka gerð auglýsingar og auglýsa starfið laust til umsóknar.

Samþykkt samhljóða.

5.Þjónustukjarni o.fl. á Bakkafirði

Fram er lagt minnisblað sveitarstjóra dags. 19.6.2018 varðandi lagfæringar og framtíðarnot húsnæðis að Hafnartanga 4 Bakkafirði. Einnig eru lögð fram fylgiskjöl, m.a. erindi frá Þorkeli Gíslasyni sem lýsir áhuga sínum á að koma að þeim verkefnum sem í minnisblaðinu eru tilgreind, ásamt áhuga á að koma á fót ferðaþjónustutengdri starfsemi í húsnæði sveitarfélagsins að Skólagötu 5.

Til máls tóku Elías Pétursson og Björn Guðmundur Björnsson sem lagði fram svohljóðandi bókun U-listans: U-listinn er ánægður með áhuga viðkomandi aðila á rekstri á Bakkafirði en telur eðlilegt að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum í verkefnið og útfærslum á því.

Andsvar veitti Elías Pétursson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn er jákvæð fyrir erindinu og felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara með það að markmiði að skilgreina verkefnið og áform hans betur. Afurð þeirrar vinnu skal lögð fyrir sveitarstjórn svo fljótt sem verða má.

Samþykkt með atkvæðum Þorsteins Ægis Egilssonar, Mirjam Blekkenhorst, Halldórs Rúnars Stefánssonar og Þórarins J. Þórissonar. Siggeir Stefánsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Björn Guðmundur Björnsson sátu hjá.

6.Langanesvegur 2

Lögð fram fundargerð frá opnunarfundi tilboða, dags. 23. nóvember 2018, í vinnu og klæðningar utanhúss á Langanesvegi 2. Einnig lagt fram minnisblað skrifstofustjóra um breytingar á kostnaði. Áætlaður kostnaður vegna verkefnisins er 25 milljónir króna. Einnig hefur kjörnum fulltrúum verið send drög að verksamningi.

Til máls tóku: Elías Pétursson og Sigríður Friðný Halldórsdóttir, sem lagði fram svohljóðandi bókun U-listans: U-listinn telur að þessum peningum sé betur varið í önnur brýnni verkefni hjá sveitarfélaginu.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að ljúka gerð verksamnings og skrifa undir.

Samþykkt með atkvæðum Þorsteins Ægis Egilssonar, Mirjam Blekkenhorst, Halldórs Rúnars Stefánssonar og Þórarins J. Þórissonar. Siggeir Stefánsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Björn Guðmundur Björnsson sátu hjá.

7.Finnafjörður

Þann 7. janúar sl. var haldinn á Bakkafirði sameiginlegur vinnufundur sveitarstjórna Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps þar sem farið var yfir stöðu verkefnisins og samninga því tengdu. Á fundinn mætti lögfræðingur Langanesbyggðar ásamt sveitarstjórum beggja sveitarfélaga, en þeir ásamt lögfræðingum beggja sveitarfélaga hafa unnið að málinu. Á fundinum kom fram að náðst hefur samkomulag um öll meginatriði er varða uppbyggingu verkefnisins og stofnun þeirra fyrirtækja sem að því munu standa.

Til máls tók Elías Pétursson.

Siggeir Stefánsson óskaði eftir fundarhléi kl. 17:18. Samþykkt.

Oddviti setti fund að nýju kl. 17:23.

Til máls tók Siggeir Stefánsson. Elías Pétursson veitti andsvar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar lýsir yfir ánægju sinni með stöðu mála og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram á þeim forsendum sem kynntar hafa verið. Þegar endanleg skjöl liggja fyrir skulu þau lögð fyrir sveitarstjórnir til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

8.Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 13. desember 2018, með ósk um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðisnefnd skv. 6. gr. reglugerðar um stjórn vatnamála.

Til máls tók Elías Pétursson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

9.Kosning í nefndir, skv. A-lið 49. gr. nýrra samþykkta Langanesbyggðar

  1. Byggðaráð:

Tillaga lögð fram um að ráðið skipi: Þorsteinn Ægir Egilsson, Mirjam Blekkenhorst og Siggeir Stefánsson. Til vara Halldór Rúnar Stefánsson, Árni Bragi Njálsson og Björn Guðmundur Björnsson. Formaður: Þorsteinn Ægir Egilsson.

Samþykkt samhljóða.

10.Kosning í fastanefndir, skv. B-lið 49. gr. nýrra samþykkta Langanesbyggðar

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd

Tillaga lögð fram um að eftirtaldir skipi nefndina: Mirjam Blekkenhorst, Tryggvi Steinn Sigfússon, Þórarinn J. Þórisson, Björn Guðmundur Björnsson og Almar Marinósson. Varamenn: Reynir Atli Jónsson, Reimar Sigurjónsson, Heiðrún Óladóttir, Guðmundur Björnsson og Ólafur Sveinsson. Formaður: Mirjam Blekkenhorst.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og skipulagsnefnd

Tillaga lögð fram um að eftirtaldir skipi nefndina: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Kristján Úlfarsson, Aðalbjörn Arnarsson og Karl Ásberg Steinsson. Varamenn: Þorsteinn Vilberg Þórisson, Vikar Már Vífilsson, Halldór Rúnar Stefánsson, Almar Marinósson og Sigríður Ósk Indriðadóttir. Formaður: Jósteinn Hermundsson.

Samþykkt samhljóða.

Velferðar- og fræðslunefnd

Tillaga lögð fram um að eftirtaldir skipi nefndina: Sara Stefánsdóttir, Oddný Kristjánsdóttir, Jón Gunnþórsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Jóhann Hafberg Jónasson . Til vara: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Valgerður Sæmundsdóttir, Sólrún Arna Siggeirsdóttir, Ævar Marinósson og Sólveig Sveinbjörnsdóttir. Formaður: Sara Stefánsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

11.Kosning í fastanefndir, skv. C-lið 49. gr. nýrra samþykkta Langanesbyggðar

Hverfisráð Bakkafjarðar og dreifbýlis Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í þessi tvö ráð. Frestur er til 30. janúar nk. til að skila inn tilnefningum.

Samþykkt samhljóða.

Hafnarnefnd

Tillaga lögð fram um að eftirtaldir skipi nefndina: Halldór Rúnar Stefánsson, Árni Bragi Njálsson og Jónas Jóhannsson. Varamenn: Agnar Jónsson, Jón Arnar Beck, Jóhann Ægir Halldórsson. Formaður: Halldór Rúnar Stefánsson.

Samþykkt samhljóða.

Rekstrarnefnd Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Nausts

Oddviti lagði fram tillögu um Kristínu Kristjánsdóttur og sveitarstjóra. Auk þess tilnefnir Svalbarðshreppur einn fulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

Kjörstjórn við sveitarstjórnar- og alþingiskosningar

Aðalmenn: Gunnlaugur Ólafsson, Vífill Þorfinnsson og Jón Marinó Oddsson.

Varamenn: Oddur Skúlason, Hrefna Marinósdóttir og Sigríður Gamalíelsdóttir.

Kjörstjórn skipar með sér verkum sjálf.

Samþykkt samhljóða.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Oddviti gerði tillögu um Þorstein Ægi Egilsson sem aðalmann og Mirjam Blekkenhorst til vara.

Samþykkt samhljóða.

Eyþing, samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu

Oddviti gerði tillögu um Elías Pétursson og Siggeir Stefánsson. Til vara: Þorsteinn Ægir Egilsson og Sigríður Friðný Halldórsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

Héraðsnefnd Þingeyinga

Oddviti lagði fram tillögu um Þorstein Ægi Egilsson og Björn Guðmund Björnsson sem aðalmenn og Árna Braga Njálsson og Halldóru Jóhönnu Friðbergsdóttur sem varamenn.

Samþykkt samhljóða.

12.Kosning í fastanefndir, skv. D-lið 49. gr. nýrra samþykkta Langanesbyggðar

Vinnuhópur um heilsueflandi samfélag

Oddviti gerði tillögu um: Ásdísi Hrönn Viðarsdóttur, Önnu Lilju Ómarsdóttur og Sigríði Friðnýju Halldórsdóttur. Enn fremur er lagt til að skrifstofustjóri starfi með hópnum fyrir hönd skrifstofu sveitarfélagsins og verði tengiliður sveitarfélagsins við Embætti landlæknis.

Samþykkt samhljóða.

13.Erindisbréf nefnda

Fram eru lögð drög að erindisbréfum fastanefnda, þ.e. atvinnu- og nýsköpunarnefndar, skipulags- og umhverfisnefndar og velferðar- og fræðslunefndar.Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn vísar drögum að erindisbréfum til hlutaðeigandi nefnda til yfirferðar. Erindisbréfin skulu tekin fyrir á fyrsta fundi nefndanna. Að aflokinni yfirferð mun sveitarstjórn taka erindisbréfin til umræðu og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

14.Skýrsla sveitarstjóra

Sveitarstjóri fór yfir þau helstu mál sem í gangi hafa verið og ekki er getið hér að ofan.

Hafnargata 4 Bakkafirði: Unnið hefur verið að endurbótum á húsnæði sveitarfélagsins og er langt komið að klæða húsið að utan.

Endurreisn Bakkafjarðar: Unnið er að gagnsetningu verkefnisins með aðilum frá Byggðastofnun og öðrum þeim er að því koma. Reiknað er með fundi aðila og sveitarstjórnar innan tíðar.

Bakkafjörður, brothættar byggðir: Á næstu dögum verður fundur með forsvarsmönnum Byggðastofnunar, á fundinum verða fyrstu skref verkefnisins skipulögð. Fljótlega mun svo verða fundað með sveitarstjórn og heimamönnum.

Leikskóli nýbygging: Unnið að einangrun útveggja og þaks, fljótlega verður gólf eldra húss flotað og hafin vinna við frágang innveggja þar. Áætlun gerir ráð fyrir því að húsið verði tilbúið snemma sumars.

Göngustígar: Hafin er vinna við lagningu göngustíga frá Fjarðarvegi, Sunnuvegi og að Lækjar- og Hálsvegi.

Vigtarhús: Búið er að panta vigtarhús á höfnina á Þórshöfn og mun það koma í mars og verða sett upp.

Löndunarkranar: Unnið er að uppsetningu krana á Þórshöfn og búið er að panta krana fyrir Bakkafjörð.

Starfsmaður á höfninni á Bakkafirði: Ráðinn hefur verið starfsmaður í afleysingar á höfninni á Bakkafirði.

Frí sveitarstjóra: Sveitarstjóri mun verða í fríi næstu þrjár vikur þ.e. frá 14. janúar til og með 1. febrúar nk.

Til máls tók: Siggeir Stefánsson. Elías Pétursson veitti andsvar.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:51.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?