Fara í efni

8. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar

01.12.2022 17:00

Fundur í sveitarstjórn

8. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 1. desember 2022. Fundur settur kl. 17:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Hjörtur Harðarson, Margrét Guðmundsdóttir, Júlíus Þ. Sigurbjartsson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Mirjam Blekkenhorst, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti fór fram á afbrigði frá dagskrá þannig að liðir 16 og 17 verði teknir fyrst á dagskrá þar sem endurskoðandi Ingimar Guðmundsson gerir grein fyrir fjárhagsáætlun og 3ja ára áætlun í gegn um fjarfundarbúnað.

Oddviti fer einnig fram á afbrigði frá boðaðri dagskrá til að taka fyrir beiðni Norðurhjara úr fundargerð atvinnu- og nýsköpunarnefndar um endurnýjun samnings undir lið 7 ásamt fylgiskjölum.

Samþykkt samhljóða.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.

Dagskrá

1. Fundargerð hafnarsambandsins nr. 446 frá 24.10.2022
2. Fundur framkvæmdastjórnar HÞ nr. 30 frá 08.11.2022
3. Fundargerð 226. fundar heilbrigðisnefndar NE frá 22.11.2022
      3.01) 03.01) Breyting á samstarfssamningin HNE
      3.02) 03.02) Athugasemdir við endurskoðun á samningi HNE
4. Fundargerð 17. fundar HNÞ 14.11.2022
5. Fundargerð 5. fundar byggðaráðs frá 17.11.2022
      5.01) Samningur um fjárstuðning við bjsv. Hafliða
      5.02) Tillaga vegna samræmingar innheimtu fasteignagjalda í Langanesbyggð.
6. Fundargerð 6. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 22.11.2022
7. Fundargerð 3. fundar atvinnu og nýsköpunarnefndar frá 22.11.2022
     07.01) Samningur við Norðurhjara ásamt fylgigögnum.
     07.01) Fylgiskjal 1
     07.02) Fylgiskjal 2
8. Fundargerð 3. fundar velferðar- og fræðslunefndar 24.11.2022
9. Erindisbréf landbúnaðar og dreifbýlisnefndar – drög
10. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Langanesbyggðar frá 07.11.2022
11. Framlenging yfirdráttar
12. Umboð til samningagerðar við SÍ – dagdvalir, sambandið og SFV
13. Viðauki við samning við bremenports frá 27.10.2022
      13.01) Svör við spurningum til sveitarstjóra varðandi viðaukann frá 08.04.2022
      13.02) 13.02) Samningur við bremenport frá 2019
     13.03) 13.03) Þýðing á samningnum frá 2019 við bremenports
      13.04) 13.04) Álit Bonafinde á viðauka við samninginn frá 2019
      13.05) 13.05) Fundargerð FFPD 27.10.2022
14. Samningur um félagsþjónustuna undirritaður
      14.01) 14.01) Reikningur og fylgiskjal með reikningi vegna umframkostnaðar
      14.02) 14.02) Greining rekstur málaflokks fatlaðra
      14.03) 14.03) Samantekt félagsþjónustu sveitarfélagana
      14.04) 14.04) Úttekt KPMG á félagsþjónustunni fyrir Langanesbyggð.
15. Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022 vegna félagsþjónustu 2021
16. Fjárhagsáætlun Langanesbyggðar 2023 ásamt 3 ára áætlun – önnur umræða.
17. Fjárfestingar og viðhald deilda 2023
18. Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1. Fundargerð hafnarsambandsins nr. 446 frá 24.10.2022
Fundargerðin lögð fram

2. Fundur framkvæmdastjórnar HÞ nr. 30 frá 08.11.2022
Fundargerðin lögð fram

3. Fundargerð 226. fundar heilbrigðisnefndar NE frá 22.11.2022
     03.01) Breyting á samstarfssamningin HNE
Breytingar hafa verið gerðar á samstarfssamningnum um heilbrigðiseftirlit NE
     03.02) Athugasemdir við endurskoðun á samningi HNE

Akureyrarbær og Eyjarfjarðarsveit hafa gert athugasemdir við nýjan samstarfssamning heilbrigðiseftirlits NE. Athugasemd Eyjafjarðarsveitar snýr að 5. gr. þar sem sveitarfélögum er gert að innheimta fyrir þjónustu og sú greiðsla rennur til HNE óháð því hvort sveitarfélögin hafi innheimt fyrir þjónustuna eða ekki. Athugasemd Akureyrarbæjar er í raun tillaga um að heilbrigðisnefnd boði árlega til sameiginlegs fundar með þeim sveitarfélögum sem standa að heilbrigðiseftirlitinu.

Fundargerðin lögð fram

Til máls tók: sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar tekur undir athugasemdir Eyjafjarðarsveitar en bendir á að kynning á starfi HNE hefur farið fram á ársþingum SSNE og þar er hinn eiginlegi samráðsfundur sveitafélagana. Annars samþykktir sveitastjórn samningin í núverandi drögum og með fyrirvara um breytingar sem gerðar verða á honum á kynningu á ársþingi SSNE og felur sveitarstjóra að undirrita hann þegar loka niðurstaða fæst í samráðið.

Samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð 17. fundar HNÞ 14.11.2022
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 5. fundar byggðaráðs frá 17.11.2022
     05.01) Samningur um fjárstuðning við bjsv. Hafliða

Samningur um stuðning til 3ja ára við bjsv. Hafliða þar sem greiddar eru kr. 1 milljón á ári 2022 – 2024. Fyrsta greiðsla í desember í ár.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

      05.02) Tillaga vegna samræmingar innheimtu fasteignagjalda í Langanesbyggð.
Lögð fram tillaga til samræmingar á innheimtu fasteignagjalda í sameinuðu sveitarfélagi Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar.

Til máls tók: Þorsteinn, oddviti, Þorsteinn,

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá fasteignagjalda í sameinuðu sveitarfélagi.

Samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð 6. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 22.11.2022
Fundargerðin lögð fram

7. Fundargerð 3. fundar atvinnu og nýsköpunarnefndar frá 22.11.2022
     07.01) Samningur við Norðurhjara frá 2021.
     07.02) Fylgiskjal 1
     07.02) Fylgiskjal 2

Norðurhjari hefur farið fram á endurnýjun samnings fyrir árið 2023 sem gerður var árið 2021. Farið er fram á hækkun á greiðslu vegna samningsins úr kr. 1400 þús. í 1500 þús.

Til máls tók: sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að endurnýja samninginn til 3 ára. Sveitarstjóra falið að kortleggja þátttöku sveitarfélagsins í verkefnum og samningum sem tengjast ferðaþjónustu og leggja fyrir sveitarstjórn greinargerð um hvernig fjármunum er varið í þennan málaflokk.

Samþykkt samhljóða.

8. Fundargerð 3. fundar velferðar- og fræðslunefndar 24.11.2022
Fundargerðin lögð fram

9. Erindisbréf landbúnaðar og dreifbýlisnefndar – drög
Lögð fram drög að erindisbréfi nýrrar nefndar, landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd sem tekur við af vinnuhópi um landbúnaðarmál og dreifbýlisnefnd.

Til máls tóku: Þorsteinn, oddviti, Þorsteinn, Halldóra, sveitarstjóri, Mirjam, oddviti, Þorsteinn, Mirjam, oddviti, Þorsteinn.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykktir erindisbréfið með þeirri breytingu að 12 punktur um verkefni nefndarinnar hljóði þannig; „stuðli að fjölbreyttu starfi í Svalbarðsskóla„. Tilnefningu aðal- og varamanna í nefndina frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Júlíusi og oddvita falið að gera tillögu að nefndinni.

Samþykkt samhljóða.

10. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Langanesbyggðar frá 07.11.2022
Innviðaráðuneytið hefur undirritað og samþykkt nýjar samþykktir um stjórn og fundarsköp Langanesbyggðar 7. nóvember 2022. Lagt fram.

11. Framlenging yfirdráttar
Sveitarstjóri lagði fram beiðni til undirritunar sveitarstjórnar á heimild til framlengingar á yfirdrætti hjá Landsbankanum að upphæð annars vegar 28.5 milljónie of hinsvegar 60 milljónir króna til 6 mánaða.

Til máls tók: Sveitarstjóri

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að framlengja yfirdráttinn um 6 mánuði.

Samþykkt samhljóða.

12. Umboð til samningagerðar við Sjúkratryggingar Íslands – dagdvalir, sambandið og SFV
Lagt fram samningsumboð vegna þjónustusamnings um dagdvalir til samtaka sveitarfélaga í velferðarþjónustu.

Til máls tók: Sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu; Sveitarstjórn samþykkir að Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu fari með samningsumboð gagnvart ríkinu fh. Langanesbyggðar til að gera samning um þjónustu í dagdvöl á stofnunum.

Samþykkt samhljóða.

13. Viðauki við samning við bremenports frá 27.10.2022
Lagður hefur verið fram viðauki við samning við bremenports frá 2019. Hjálögð gögn eru svör til sveitarstjóra hvað viðauki við samning þýðir í ljósi viljayfirlýsingar frá í maí s.l.. Samningur sem upphaflega var gerður við bremenport 2019 ásamt þýðingu og álit lögfræðings sveitarfélagsins á viðaukanum – enn fremur fundargerð FFPD frá 27.10.2022.
     13.01) Svör við spurningum til sveitarstjóra varðandi viðaukann 08.04.2022
     13.02) Samningur við bremenport frá 2019
     13.03) Þýðing á samningnum frá 2019 við bremenports
     13.04) Álit Bonafinde á viðauka við samninginn frá 2019
     13.05) Fundargerð FFPD 27.10.2022

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um viðaukann, hvað hann felur í raun í sér og hverjar skuldbindingar sveitarfélagsins eru í honum. Sveitastjóri á nú þegar bókaðan fund með Iðnaðarráðherra í janúar, og vill sveitastjórn ítreka að nauðsynlegt sé að ríkisvaldið komið að þessari þróunarvinnu með sveitarfélaginu og felur sveitastjóra að finna þann farveg.
Lögfræðingur sveitarfélagsins telur mörgum spurningum ósvarað varðandi viðaukann í áliti sínu og eftir fund með forráðamönnum bremenports. Málinu frestað til næsta fundar þar sem annar fundur með forráðamönnum bremenports er áætlaður fyrir næsta fund sveitarstjórnar til að skýra málið frekar.

Fundargerð FFPD frá 27.10.2022
Fundargerðin lögð fram

Til máls tóku; sveitarstjóri, oddviti.

Samþykkt samhljóða.

14. Samningur um almenna og sértæka félagsþjónustu.
     14.01) Reikningur og fylgiskjal með reikningi vegna umframkostnaðar
     14.02) Greining rekstur málaflokks fatlaðra
     14.03) Samantekt félagsþjónustu sveitarfélagana
     14.04) Úttekt KPMG á félagsþjónustunni fyrir Langanesbyggð.

Norðurþing hefur sent reikning vegna mikils aukins kostnaðar við félagsþjónustuna fyrir árið 2021 samtals að upphæð 17.166.322.-. Sveitarfélaginu hafa borist gögn sem sýna fram á þennan kostnað (liðir 14.01 – 14.03 ásamt úttekt KPMG á þessum kostnaði liður 14.04) en skýringa hefur verið leitað af hverju þetta kom ekki fram fyrr en nú. Búast má við að aukin gjöld vegna 2022 verði um 19 milljónir króna en að jafnvægi komist á árið 2023 þar sem ríkið hefur lagt fram tillögu um hækkun úrsvars á fjárlögum til að mæta auknum kostnaði við yfirtöku á málefnum fatlaðra.

Til máls tók: Sveitarstjóri, oddviti, Þorsteinn, oddviti.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn tekur undir bókun á 5. fundi byggðaráðs og bókun frá 3. fundi velferðar- og fræðslunefndar þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að sveitarfélagið Norðurþing hafi brugðist skyldum sínum hvað varðar upplýsingagjöf og fjárhagslega ábyrgð samkvæmt samningi við Langanesbyggð um almenna og sértæka félagsþjónustu. Í bókun byggðaráðs er tekið fram að gera hefði átt grein fyrir hallanum mánaðarlega á árinu 2021 samkvæmt samningnum. Sveitarstjórn væntir þess að fá þær upplýsingar mánaðarlega framvegis eins og samningurinn kveður á um. Sveitastjórn er ekki annað fært en að samþykkja reikninginn.

Samþykkt samhljóða.

15. Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022 vegna félagsþjónustu 2021
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2021 til að mæta þeim kostnaði sem sveitarfélagið Norðurþing hefur lagt fram vegna aukins kostnaðar við félagsþjónustuna á árinu 2021. Upphæðin nemur kr. 17.166.322.-

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir viðaukann en minnir á fyrri bókun í lið 14 varðandi samninginn.

Samþykkt samhljóða.

16. Fjárhagsáætlun Langanesbyggðar 2023 ásamt 3 ára áætlun – önnur umræða.
Lög fram til afgreiðslu fjárhagsáætlun fyrir Langanesbyggð fyrir árið 2023 ásamt 3ja ára áætlun 2024 - 2026. Ingimar Guðmundsson endurskoðandi sveitarfélagsins gerði grein fyrir áætluninni.

Til máls tóku: Þorsteinn, Ingimar, Sigurður, Þorsteinn.

Bókun H lista sveitarstjórnar: Til að setja okkar rekstur í samhengi við önnur sveitarfélög er rétt að bera saman rekstarniðurstöður málaflokka eins og þær birtast í árbók sveitarfélaga fyrir 2021 sem kr. á íbúa þar sem er samræmt talnayfirlit á milli sveitarfélaga. Þar má sjá að;
*Félagsþjónustan kostaði okkur 69 þús. á íbúa 2021 önnur sveitarfélög 80-91 þús. Hún hefur verið mikið lægri en önnur sveitafélög en leitar nú jafnvægis á við önnur.
*Heilbrigðismál eru tífalt hærri en önnur sveitarfélög eða 53 þús. árið 2021 stefnir í rúm 40 þús. 2022 og 2023 og því langt úr takti við önnur sveitarfélög. Við og Vopnafjarðarhreppur skerum okkur úr þeir voru með kostnað upp á 59 þús. á íbúa 2021. Það sveitarfélag sem kemst næst okkur er Bolungarvíkurkaupstaður með rúm 7 þús. á íbúa.
*Fræðslumál, menningarmál, æskulýðs og íþróttamál eru í takti við önnur sveitarfélög. Jafnvel mætti segja að fræðslumálin séu okkur nokkuð ódýrari en önnur sveitarfélög.
*Brunavarnir kostuðu okkur tæp 40 þús. á íbúa 2021 í samanburði við önnur sveitarfélög þar sem kostnaðurinn var 31-37 þús. á íbúa. Kostnaður vegna ársins 2022 stefnir í 48 þús. og 61 þús. á íbúa 2023. Þarna eru að verða gríðarlegar kostnaðaraukningar sem við verðum að bregðast við á komandi ári.
*Hreinlætismál kosta okkur 36 þús. á íbúa 2021 samanborið við 16-32 þús. hjá öðrum sveitarfélögum. Og stefna núna í 53 þús. á þessu ári og 54 þús. á næsta ári. Þarna munar of miklu og þarna eigum við verk að vinna.
*Skipulags og byggingarmál eru mjög ódýr í samanburði við önnur sveitarfélög eða 19 þús. á íbúa á móti 27-32 þús. Þetta vekur spurningar um hvað erum við ekki að gera?
*Umferðar og samgöngumál eru nærri helmingi hærri en önnur meðaltöl eða 60 þús. árið 2021 á móti 31-35 þús. Það er hinsvegar gríðarlegur breytileiki á milli sveitarfélaga.
*Umhverfismál kosta okkur um 42 þús. á íbúa 2021 á móti um 22 þús. hjá öðrum sveitarfélögum. Og stefna í yfir 50 þús. á þessu og næsta ári.
*Atvinnumál kosta okkur um 42 þús. á íbúa 2021 á móti 14-16 þús. hjá öðrum sveitarfélögum. Þau fara í 40 þús. á þessu ári og yfir 50 þús. á næsta ári. En þarna er að vísu gríðarlegur breytileiki á milli sveitarfélaga.
*Sameiginlegur kostnaður er hár var 182 þús. 2021 á móti 127 til 184 þús. hjá öðrum sveitarfélögum. Það segir okkur að tækifæri séu til að gera betur.

Við fáum um 120 milljónir aukagreiðslu frá jöfnunarsjóð á þessu ári og teljum nú að við séum að loka árinu með 44 milljóna hagnaði, hafandi á árinu greitt af skuldum að upphæð 70-80 milljónum. Og séum komin út úr lausafjárvandræðum.
Árið 2023 gerum við ráð fyrir að fá 117 milljónir aukalega úr jöfnunarsjóð. Í rekstraráætlun eru 74 milljónir gjaldfærðar í ýmis verkefni s.s. viðhald og annað. Þannig skilar rekstraráætlun okkur um 58 milljónum í afgang. Þá eru hér lagðar til fjárfestingar upp á ríflega 140 milljónir í ríflega 20 verkefni. Ef þær komast allar til framkvæmda þá verður lánsfjárþörf um 50-70 milljónir en höfum í huga á sama tíma erum við greiða af eldri lánum okkar ríflega 78 milljónir.
Með þessari áætlun erum við auðvitað ekki að fara í þakskipti á Sportveri fyrr en í fyrsta lagi 2024, Viljum við leggja áherslu á að laga það sem vantar sárlega þ.e.a.s kyndingu og loftræstingu. Rafmagnskostnaður hússins er tæpar 8 milljónir og við þurfum að ná honum niður með hagkvæmari kyndingarbúnaði, auk þess sem þarf að auka loftsskipti í húsinu.
Við þurfum að skapa okkur aðstöðu til að ná kostnaði við úrgangsmál niður. Það erum við með inn í þessari áætlun. Auk þess er held ég ekkert svelt þannig að hægt er að sinna flestum húseignum okkar að einhverju lágmarki. Og við höfum teiknað okkur að nokkru leyti upp plan næstu 3ja ára. En þar er þó ekki inni áætlanir um húsnæðiskaup nýbygginga, sem ég vona að þó verði. Og ekki eru komin inn í þessa áætlun fjármunir vegna hafnarframkvæmda sem við höfum þó sótt um að komist á áætlanir, áranna 2024-2028.

Bókun L lista:  Bókun L-lista. Fulltrúar L-lista leggja hér fram viðaukatillögu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 og 3ja ára áætlun sveitarfélagsins. Tillagan felur í sér að ráðstafa fjármunum í árshátíð starfsmanna sveitarfélagsins sem telja um 60 manns, líkt og gert hefur verið í síðustu fjárhagsáætlunum sveitarfélagsins. Fulltrúar L-lista telja mikilvægt að koma slíkri hefð á, sameina starfsmannahóp sveitarfélagsins og um leið auka ánægju þeirra og vellíðan við að starfa hjá Langanesbyggð.

Tillaga L-lista: Sveitarstjórn samþykkir að veita allt að 2 milljónum í árshátíð starfsmanna sveitarfélagsins fyrir árið 2023 og að gert verði ráð fyrir slíkum viðburði í þriggja ára áætlunum sveitarfélagsins með sömu upphæð.

Til máls tóku: Halldóra, oddviti, Þorsteinn, Halldóra, Mirjam.

Oddviti lagði en fremur fram svohljóðandi breytingartillögu: Að bætt verði inn í fjárhagsáætlun 1,5 milljón sem yrði framlag til menningarmála verður tileinkaður starfsmönnum og íbúum og verði atvinnu og nýsköpunarnefnd falið að koma með tillögur.

Samþykkt samhljóða.

Bókun L lista:  Bókun L-lista: Eins og allir fulltrúar sveitarstjórnar vita þá liggur fyrir mikið viðhald á þessu frábæra mannvirki okkar sem var tekið í notkun árið 1999. Fulltrúar fyrrum sveitarstjórnar voru sammála því að hefjast handa við úttekt á húsinu fyrir um 2-3 árum síðan og í framhaldinu hefjast handa við viðhald á húsinu. Faglausn ehf. sá um úttektina og eru ýtarlegar úttektarskýrslur til sem fulltrúar fyrrum og núverandi sveitarstjórnar eiga að þekkja. Á síðustu vinnufundum sveitarstjórnar var málið rætt. Skiptar skoðanir eru á því milli fulltrúa L og H lista hvort það eigi að fara í viðhald á húsinu á næsta ári eða fresta því lengra inn í framtíðina. Fulltrúar L-lista eru á því að hefja eigi viðhaldsferlið á húsinu á næsta ári og löguð til á síðustu vinnufundum sveitarstjórnar um að fara eftir síðustu samþykkt fyrrum sveitarstjórnar í málinu frá 135 fundi hennar þar sem ákveðið var að hefja viðhalds á húsinu skv. minnisblaði 08 leið A frá Faglausn ehf.

Tillaga L-lista: Fulltrúar L-lista leggja til að gert verið ráð fyrir viðhaldsframkvæmdum á íþróttahúsinu Veri skv. minnisblaði 08 leið A frá Faglausn ehf. í fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 og í 3ja ára áætlun..

Til máls tóku: Þorsteinn, oddviti.

Atkvæðagreiðsla: Á móti: Sigurður, Halldóra, Margrét, Hjörtur. Með: Þorsteinn, Mirjam, Júlíus.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 með áorðinni breytingu og 3ja ára áætlun fyrir sveitarfélagið Langanesbyggð.

Samþykkt samhljóða.

17. Fjárfestingar og viðhaldsáætlun fyrir árið 2023
Lögð fram áætlun um fjárfestingar á árinu 2023. Heildarupphæð fjárfestinga er kr. 141.700.000.- á árinu 2023 og gert ráð fyrir að þær verði 151.000.000.- á árinu 2024, 103.700.000.- á árinu 2025 og 65.000.000.- á árinu 2026. Allar upphæðir sem tengjast viðhaldi hafa verið færðar á rekstur hverrar deildar.

Til máls tók: Sveitarstjóri, oddviti, Þorsteinn.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framkomna fjárfestingaáætlun fyrir árið 2023 ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2024 - 2026.

Samþykkt samhljóða.

18. Skýrsla sveitarstjóra
Við allan samanburð tekna og gjalda fyrir þetta ár og næsta ár, borið saman við síðustu ár verður að taka tillit sameiningar sveitarfélaganna um mitt þetta ár. Í raun hafa framlög jöfnunarsjóðs vegna sameiningarinnar á þessu ári ekki mikil áhrif á rekstrarreikninginn sem slíkan en meiri áhrif á efnahaginn þar sem framlagið í ár fór að mestu í að greiða niður yfirdráttarskuldir og smærri skuldir við lánastofnanir – eða þær skuldir sem hægt var að greiða niður eða hagstætt að greiða. Þetta létti þó óneitanlega undir með rekstrinum. Fyrir liggur staðfest áætlun um greiðslur Jöfnunarsjóðs vegna sameiningar fyrir árin 2022 til 2028 - samtals 558 milljónir króna. Á næsta ári greiðir sjóðurinn 117 milljónir, 2024 og 2025 tæplega 80 milljónir, 2026 og 2027 tæplega 56 milljónir og árið 2028 um 44 milljónir króna.

Gert er ráð fyrir að samantekinn rekstur A og B hlutar sveitarsjóðs verði góður á næsta ári eða með rúmlega 58 milljóna króna afgangi en á yfirstandandi ári verði afgangur um 44 milljónir króna. Með því má ætla að hægt verði að halda lántökum í lágmarki á næsta ári að því gefnu að ekki verið farið út í miklar eða stórar framkvæmdir. Fjárfestingar á árinu 2023 stefna í að verða um 140 milljónir en allt viðhald samkvæmt viðhaldsáætlun er komið inn í rekstraráætlun og verður gjaldfært árið 2023. Á hinn bóginn bíða okkar mjög stór verkefni á næstu árum og framhjá því verður ekki litið. En - á heildina litið er staða sveitarsjóðs góð hvar sem litið er á lykiltölur rekstrar.

Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða á A og B hluta er áætlaður á næsta ári tæplega 141 milljón en fjármunatekjur og gjöld eru áætlaðar um 82 milljónir á næsta ári. Á yfirstandandi ári er samkvæmt útkomuspá gert ráð fyrir að niðurstaða án fjármagnsliða verði um 149 milljónir en að teknu tillitil til fjármagnsliða verði afgangurinn eins og áður segir 44 milljónir króna. Svo há fjármagnsgjöld skýrast að mestu leiti af verðbótum og vaxtahækkunum en þær verða líklega um í 105 milljónir á þessu ári en fara vonandi lækkandi næstu ár.

Helstu forsendur áætlunarinnar eru um 8,1% hækkun flestra gjalda vegna verðbólgu en útsvar er óbreytt þar til lög um hlutfallslega aukningu úrsvars sveitarfélaga úr 14,52% í 14,78% verða að veruleika í fjárlögum til að mæta auknum útgjöldum til félagsþjónustu, sérstaklega til málefna fatlaðra. Rúmlega 17 milljóna króna bakreikningur vegna félagsþjónustu fyrir árið 2021 kom okkur vægast sagt í opna skjöldu. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir 2022 má búast við reikningi að upphæð um 19 milljónir króna vegna félagsþjónustunnar fyrir yfirstandandi ár. Annað sem má nefna er hækkun á sorpgjöldum, en sveitarfélagið stendur ekki undir nema um 54% af útgjöldum til sorpmála, sem er í raun andstætt lögum og því hækkuðu gjöldin í ár um 12% og sama hækkun er áætluð á næsta ári. Við bindum þó miklar vonir við endurskipulagningu sorpmála í samvinnu við önnur sveitarfélög á Norðausturlandi undir forystu SSNE.

Hækkun leikskólagjalda verður 6% og til að koma til móts við barnafjölskyldur er ráðgert að hækka frístundastyrk og jafnvel tengja hann við líkamsrækt í íþróttamiðstöðinni en þessar hugmyndir sem eru í vinnslu verða kynnar við umræðu um gjaldskrár sem verður á dagskrá síðustu funda byggðaráðs og sveitarstjórnar þetta árið.

Í forsendum fyrir rekstrar og launakostnaði er gert ráð fyrir um 5% hækkun launa sem verður að teljast mjög varlega áætlað þar sem mikil óvissa ríkir í vinnumarkaði eftir síðustu vaxtahækkun Seðlabankans sem í raun hleypti öllu upp í loft í kjaraviðræðum.

Skv. áætlun fyrir 2023 er gert ráð fyrir að skatttekjur verði rúmlega 462 m.kr. og framlag jöfnunarsjóðs vegna sameiningar verði það sama á næsta ári og það er í ár eða um 117 milljónir króna. Endanleg áætlun um framlögin vegna sameiningar liggja fyrir eins og sagt var í upphafi. Önnur framlög sjóðsins aukast um 12%.
Heildartekjur A-hluta á næsta ári eru áætlaðar rúmur milljarður króna og A og B hluta 1315 milljónir króna. Veltufé frá rekstri er gert ráð fyrir að verði 145 milljónir króna á móti 136 milljónum í ár. Við stöndum því betur fjárhagslega en mörg önnur sveitarfélög en – eins og sagt var hér á undan þá eru mörg stór og fjárfrek verkefni framundan.
Fasteignagjöld munu taka nokkrum breytingum vegna sameiningar sveitarfélaganna eins og tillögur hér á undan voru tíundaðar í fundargerð byggðaráðs sem samþykkt var. Þannig mun fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði lækka úr 0,625% í 0,6% sem er um 4% lækkun. Fasteignamat í mörgum sveitarfélögum úti á landi er lágt sem leiðir til mikils mismunar þegar að því kemur að byggð verða íbúðarhús þar sem veðhlutfall miðast við fasteignamat. Við gerum ráð fyrir að strax á næsta ári verði ráðist í það að byggja ný hús hér á Þórshöfn og þegar hefur verið birt kort af lausum lóðum, reglur settar um úthlutun og hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á vef sveitarfélagsins. Hvor þessi umsvif leiði til hækkunar á verði húsnæðis er erfitt að segja til um en hér er fólk ekki að kaupa lóðir á 20 milljónir eða meira.

Á gjaldahliðinni þá eru laun stærsti óvissuþátturinn þar sem mjög margir kjarasamningar eru lausir og óvissa á vinnumarkaði.
Hæsti gjaldaliðurinn er eins og hjá öllum sveitarfélögum fræðslu- og uppeldismál. Í þessum málaflokki hefur framlag Svalbarðshrepps fram á mitt þetta ár vissulega þau áhrif að tekjur á móti gjöldum lækka á milli árana. Á þessu ári er gert ráð fyrir að til fræðslu- og uppeldismála fari 374 milljónir en á því næsta verði varið 391 milljón króna.

Í janúar taka gildi ný lög um breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald – EES reglur um hringrásarhagkerfi nr. 103/2021. Þessi lagabreyting hefur í för með sér miklar breytingar fyrir sveitarfélög og unnið er hörðum höndum að því að koma til móts við þær kröfur sem settar eru fram í lögunum. Lögin krefjast mikillar heimavinnu okkar og eitt okkar fyrsta verk á næsta ári er að undirbúa móttökusvæði sem verður þannig úr garði gert að það getur tekið á móti og flokkað sorp sem ætti að draga töluvert úr kostnaði og einfalda móttöku. En lögin gera einnig ráð fyrir meiri ábyrgð innflytjenda á vörum og ekki síður íbúa að flokka sorp. Samningur okkar við Íslenska gámafélagið rennur út um áramótin 2023 / 2024.
Útgjöld til brunamála, almannavarna og eldvarna hafa nær tvöfaldast á tveimur árum vegna síaukinna krafna til eftirlits, búnaðar og vaktþjónustu. Nettó útgjöld hafa farið úr 19 milljónum árið 2021 og áætlun gerir ráð fyrir 37 milljónum á næsta ári. Þetta er málaflokkur sem þarf að skoða sérstaklega á næsta ári og ákveða með hvaða hætti staðið er best að honum án þess að það bitni á öryggi íbúa. Ýmsar hugmyndir eru á lofti og skoða þarf allar hliðar þess.
Í Þjónustumiðstöð verður bætt við einu stöðugildi og farið verður í að endurskilgreina hlutverk og störf til að ná sem mestum árangri og þeim markmiðum sem sett voru á sínum tíma þegar áhaldahús og umsjón hafna voru sameinuð undir Þjónustumiðstöðina. Verkefni er varða sorpmál fá aukið vægi í þessari vinnu vegna endurskipulagningar móttökustöðvar.
Enn fremur eru uppi hugmyndir um endurskilgreiningu starfa við íþróttamiðstöðina þannig að öllum kröfum um öryggi og aðgengi verði framfylgt. Stóra verkefnið sem snýr að gagngerum endurbótum á VERI bíður okkar og fer ekkert, en vonandi batnar ástandið á lánamarkaði, aðföngum og vinnuafli þannig að hægt verði að fara sem fyrst í þessar framkvæmdir.
Eins og undanfarin ár er hallarekstur á Dvalarheimilinu Nausti en hann hefur farið minnkandi frá árinu 2019 þegar hann var um 41 milljón króna. Á næsta ári má búast við að hann verði um 25 milljónir króna þrátt fyrir aukið framlag ríkisins, meðal annars vegna Covid á þessu ári sem þó hefur að öllum líkindum ekki staðið undir auknum kostnaði vegna faraldursins. Forstjóri Nausts hefur sagt upp störfum en unnið er að ráðningu nýs forstjóra. Forstjóri HSN hefur farið fram á viðræður við Langanesbyggð um breytingar á vaktafyrirkomulagi og bakvöktum og ætlunin að þær hefjist innan skamms. Hvaða tillögur búa þar að baki höfum við aðeins óljósar hugmyndir um en stofnuninni er gert að skera niður um 3% á fjárlögum næsta árs.

Sameiginlegur kostnaður jókst verulega á þessu ári af ýmsum ástæðum. Ber þar helst að nefna launakostnað vegna vinnu við sameiningu sveitarfélaganna sem kostaði mikla aukavinnu. Tvennar kosningar voru á árinu og í kjölfar kosninga komu svo sveitarstjóraskipti. Gert er ráð fyrir sameiginlegur kostnaður verði um 10 milljónum króna lægri á næsta ári þrátt fyrir að ráðið verður í stöðu gjaldkera og launafulltrúa þannig að skrifstofan verður fullmönnuð. Mikið álag hefur verið á starfsfólki vegna ýmissa mála svo sem sameiningar, sveitarstjórnarkosninga, skipan nýrra fulltrúa í nefndir og nýrra fulltrúa í sveitarstjórn en slíkt fylgir ætið kosningum til sveitarstjórna.

Þegar öllu er á botninn hvolft stendur sveitarfélagið Langanesbyggð vel fjárhagslega, gagnstætt mörgum sveitarfélögum, en eins og ég hef áður komið inná, þá bíða okkar mörg og stór verkefni sem sum hver þola litla bið. Í því efni þurfum við að fara fljótlega í endurskoðun á 3ja ára áætlun til að gera ráð fyrir þessum framkvæmdum. Þær varða íþróttahúsið, höfnina, frárennslismál, húsnæðismál og sorpmál svo eitthvað sé nefnt.

Til máls tók: Þorsteinn, oddviti.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:06

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?