Fara í efni

53.fundur sveitarstjórnar

11.12.2025 16:00

Fundur í sveitarstjórn

53. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 11. desember 2025. Fundur settur kl. 16:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson, Hulda Kristín Baldursdóttir, Gunnlaugur Steinarsson, Júlíus Sigurbjartsson, Þórarinn J. Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir, Mirjam Blekkenhorst, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Svala Sævarsdóttir sem ritaði fundargerð.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð, svo var ekki.

Oddviti fer fram á að veitt verði afbrigði frá boðaðri dagskrá og tekin fyrir fundargerð 48. fundar byggðaráðs frá 10. desember ásamt bókun ráðsins. Fundargerðin er 10. liður á dagskrá og færast aðrir litið aftar í dagskrá.

Samþykkt samhljóða.

D a g s k r á

1. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 984 frá 12.09.2025
2. Fundargerð 46. fundar byggðaráðs, aukafundur frá 28.11.2025
     02.1 Bókun byggðaráðs vegna halla á rekstri Nausts í útkomuspá 2025 og fjárhagsáætlun 2026.
3. Fundargerð 47. fundar byggðaráðs, aukafundur frá 03.12.2025
4. Fundargerð 32. fundar velferðar og fræðslunefndar, aukafundur 03.11.2025
5. Gjaldskrár Langanesbyggðar fyrir árið 2026
     05.1 Sþ um gatnagerðarg. fráveitu, byggingaleyfisgj, skipulagsv, afgr. og þjónustugj vatnsveitu.
     05.2 Álagningarákvæði fasteignagjalda
     05.3 Gjaldskrá fyrir slökkvilið Langanesbyggðar
     05.4 Gjaldskrá tónlistar- grunn og leikskóla
     05.5 Gjaldskrá f. Geymslusvæði
     05.6 Gjaldskrá f. Sorphirðu og meðhöndlun úrgangs
     05.7 Gjaldskrá fyrir hunda og kattahald
     05.8 Gjaldskrá fyrir tjaldsvæði á Þórshöfn
     05.9 Gjaldskrá Vers
     05.10 Gjaldskrá fyrir Langaneshafnir
     05.11 Gjaldskrá fyrir geymslu og umsýslu utan skilgreindra geymslusvæða
6. Erindi frá sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps um kaup á björgunarskipi
     04.1 Minnisblað um áætlun um endurnýjun björgunarskipa frá hafnarstjóra Vopnafjarðarhrepps
     04.2 Hafbjörg kynning á endurnýjun
     04.3 Bókun hafnarnefndar vegna endurnýjunar björgunarskips
7. Beiðni sveitarstjóra um heimild til samninga við leigufélagið Brák
     05.1 Miðholt 12-18 útreiknað Stofnframlag
8. Bókun vegna orkumála á NA horni.
9. Drög að fundaplani fyrir árið 2026
10. Fundargerð 48. fundar byggðaráðs frá 10.12.2025
      10.1 Bókun byggðaráðs um fjárhagsáætlanir.
11. Fjárhagsáætlun Langanesbyggðar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-202*0000– seinni umræða.
     11.1 Yfirlit samantekið – A og B hluti 10 ára tímabil.
     11.2 Yfirlit samantekið – A hluti 10 ára tímabil.
     11.3 Álit Ólafs Sveinssonar hagverkfræðings vegna fyrirhugaðrar fjárfestingar í grunnskólanum.
     11.4 Fjárfestingar 2026-2035
12. Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 984 frá 12.09.2025
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð 46. fundar byggðaráðs, aukafundur frá 28.11.2025
     02.1 Bókun byggðaráðs vegna halla á rekstri hjúkrunarheimilisins Nausts í útkomuspá 2025 og fjárhagsáætlun 2026.
Í útkomuspá fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir halla á rekstri Nausts upp á 42.881.000.- og að áætlaður halli á fjárhagsáætlun 2026 verði 42.119.000.- .Byggðaráð gerir það að tillögu sinni að hallinn greiðist úr aðalsjóði. Rauntölur verða settar inn við afgreiðslu ársreiknings 2025 fyrir það ár.
Jafnframt var sveitarstjóra falið að vekja athygli fjárlaganefndar Alþingis á hallarekstri hjúkrunarheimilisins.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn fellst á tillögu byggðaráðs og samþykkir að halli af rekstri hjúkrunarheimilisins samkvæmt útkomuspá 2025 kr. 42.881.000.- og halli samkvæmt fjárhagsáætlun árið 2026 kr. 42.119.000.- verði greiddur úr aðalsjóði.

Samþykkt samhljóða.

3. Fundargerð 47. fundar byggðaráðs, aukafundur frá 03.12.2025
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð 32. fundar velferðar- og fræðslunefndar, aukafundur frá 03.11.2025
Fundargerðin lögð fram.

5. Gjaldskrár Langanesbyggðar fyrir árið 2026
     05.1 Sþ um gatnagerðarg. fráveitu, byggingaleyfisgj, skipulagsv, afgr. og þjónustugj vatnsveitu.
     05.2 Álagningarákvæði fasteignagjalda
     05.3 Gjaldskrá fyrir slökkvilið Langanesbyggðar
     05.4 Gjaldskrá tónlistar- grunn og leikskóla
     05.5 Gjaldskrá f. geymslusvæði
     05.6 Gjaldskrá f. sorphirðu og meðhöndlun úrgangs
     05.7 Gjaldskrá fyrir hunda og kattahald
     05.8 Gjaldskrá fyrir tjaldsvæði á Þórshöfn
     05.9 Gjaldskrá Vers
     05.10 Gjaldskrá fyrir Langaneshafnir
     05.11 Gjaldskrá fyrir geymslu og umsýslu utan skilgreindra geymslusvæða.
Allar gjaldskrár Langanesbyggðar fyrir árið 2026 lagðar fram. Almennt hækka gjaldskrár um 5,5% samkvæmt útreikningum um vísitöluhækkanir undanfarna 12 mánuði. Verðskrá Vers er afrúnnuð við tug króna. Í verðskrá tónlistar, grunn og leikskóla er settur systkinaafsláttur sem nemur 25% fyrir annað barn og 50% af gjaldskrá fyrir þriðja barn.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagðar gjaldskrár fyrir árið 2026 með þeim breytingum sem byggðaráð leggur til. Sveitarstjóra og skrifstofustjóra falið að birta þær á heimasíðu og senda þær gjaldskrár til stjórnvalda sem við á.

Samþykkt samhljóða.

6. Erindi frá sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps um kaup á björgunarskipi  
     05.1 Minnisblað um áætlun um endurnýjun björgunarskipa frá hafnarstjóra Vopnafjarðarhrepps
     05.2 Hafbjörg kynning á endurnýjun
     05.3 Bókun hafnarnefndar vegna endurnýjunar björgunarskips
Beiðni hefur komið frá sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps um framlag frá Langanesbyggð vegna endurnýjunar á björgunarskipi sem yrði staðsett á Vopnafirði og gert ráð fyrir afhendingu 2026. Áætlaður kostnaður Langanesbyggðar er kr. 10 milljónir sem má skipta á tvö ár.
Heildarkostnaður við kaup á björgunarskipi er áætlaður 340-350 milljónir króna og greiðir ríkið 50%, Landsbjörg 25%, og heimasjóðir (Björgunarbátasjóðir), hafnarsjóðir ásamt styrkjum frá útgerðum 25%.
Vegna bókunar hafnarnefndar skal tekið fram að eftir fund sveitarstjóra Langanesbyggðar og Vopnafjarðar, að þá mun Landsbjörg leita til útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja um styrki.
Til máls tóku:Björn Lárusson og Gunnlaugur Steinarsson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir að hafnarsjóður Langaneshafna muni leggja 10 milljónir til verkefnisins, þ.e. 5 milljónir á árinu 2026 og 5 milljónir á árin 2027. Þá er sveitarstjórn jafnframt meðvituð um að þegar og ef af endurnýjun björgunarskips/báts á Raufarhöfn og Þórshöfn,mun hafnarsjóður taka þátt í þeim verkefnum í samráði við útgerðaraðila.

Samþykkt samhljóða.

7. Beiðni sveitarstjóra um heimild til samninga við leigufélagið Brák
     06.1 Miðholt 12-18 útreiknað stofnframlag.
Sótt hefur verið um stofnframlag til byggingar leiguíbúða á Þórshöfn. Um væri að ræða 2 tveggja herbergja íbúðir og tvær þriggja herbergja íbúðir. Heildarkostnaður er áætlaður 204.196.180.- og framlag sveitarfélagsins 11.473.613.- að frádregnum gjöldum til sveitarfélagsins, útreiknuðum samkvæmt gjaldskrá ársins 2025 en lækkar að öllum líkindum vegna hækkunar gjaldskrár fyrir 2026.
Umsóknin hefur verið samþykkt af HMS en fyrirvari er á um samþykkt sveitarstjórnar og stjórnar Brákar, því er ekki um bindandi umsókn að ræða. Farið er fram á heimild sveitarstjórnar til að halda samningaviðræðum áfram.

Til máls tók Björn S. Lárusson

Bókun um afgreiðslu; Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að halda áfram samningaviðræðum við Brák leigufélag um byggingu leiguíbúða á Þórshöfn. Skipulags- og umhverfisnefnd falið að fjalla um hugsanlega staðsetningu íbúða og breyta aðalskipulagi og/eða deiliskipulagi ef með þarf þar sem gert er ráð fyrir viðkomandi lóð.

Samþykkt samhljóða.

8. Bókun vegna orkumála á NA horni.
Tillaga að bókun vegna orkumála á NA horni.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar vill koma á framfæri þökkum fyrir auðsýndan vilja til þess að ráðast í umbætur í raforkumálum á Norðausturhorni. Jarðstrengur milli Þórshafnar og Vopnafjarðar mun leysa bráðasta vanda til skemmri tíma, og til lengri tíma mun 132 k.v. flutningslína að Langanesi gjörbylta atvinnu- og efnahagshorfum svæðisins. Það er ljóst að orkuvinnsla í námunda við línuleið nýrrar háspennulínu mun flýta fyrir þeirri framkvæmd enn frekar. Því hvetur sveitarstjórn umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að liðka fyrir uppbyggingu mögulegra orkuverkefna á Norðausturhorni.

Samþykkt samhljóða.

9. Drög að fundaplani fyrir árið 2026
Drög að fundarplani fyrir 2026. Fundaplanið gæti breyst eftir að ný sveitarstjórn tekur við í byrjun júní 2026.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir fundaplan fyrir árið 2026 . með þeirri breytingu að fundur sem ráðgerður er í sveitarstjórn miðvikudaginn 13. maí verði fimmtudaginn 7. maí

Samþykkt samhljóða.

10. Fundargerð 48. fundar byggðaráðs frá 10.12.2025
     10.1 Bókun byggðaráðs vegna fjárhagsáætlana.
Fundargerðin lögð fram.

11. Fjárhagsáætlun Langanesbyggðar fyrir árið 2026 – og þriggja ára áætlun fyrir 2027-2029 - seinni umræða. Yfirlit 10 ára og fjárfestingar 2026-2035.
     11.1 Yfirlit samantekið – A og B hluti 10 ára tímabil
     11.2 Yfirlit samantekið – A hluti 10 ára tímabil.
     11.3 Álit vegna fyrirhugaðrar fjárfestingar í grunnskólanum.
      11.4 Fjárfestingar 2026-2035
Lögð fram fjárhagsáætlun 2026 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029 til seinni umræðu. Breytingar eru gerðar á áætluninni vegna framkvæmda við höfnina þar sem hlutur Langanesbyggðar vegna timburbryggju er settur inn samkvæmt Samgönguáætlun.
Einnig varið 2 m.kr. vegna viðgerða á skóla á Bakkafirði og frárennsli, 1,5 m.kr. vegna endurnýjunar búnaðar í Íþróttamiðstöð og 2,5 m.kr. vegna nýrrar rafmagntöflu í Þórsver.
Einnig lögð fram 10 ára yfirlit samantekið fyrir A og B hluta vegna mikilla fjárfestinga við grunnskólann. Þá er lagt fram álit Ólafs Sveinssonar hagverkfræðings vegna fyrirhugaðrar fjárfestingar í grunnskólanum.

Til máls tóku Björn S.Lárusson og Þórarinn J.Þórisson

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 ásamt þriggja ára áætlun með áorðnum breytingum sem lagðar voru til í 6. lið fundargerðar.

Samþykkt samhljóða.

12. Skýrsla sveitarstjóra

Hr. oddviti og sveitarstjórnarfulltrúar

Nú höfum við afgreitt fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 ásamt þriggja ára áætlun fyrir 2027-2029. Vegna þeirra miklu fjárfestinga sem við stöndum frammi fyrir, höfum við þurft að rýna fram í tímann með að minnsta kosti grófu yfirliti yfir næstu 10 ár. Við höfum reynt að finna leiðir til draga úr álagi á sveitarsjóð og ein leiðin er sú að dreifa lánsfjárþörfinni á langtímaláni í stað þess að taka stórt lán á næsta ári eða styttri framkvæmdalán sem er með háa vexti. Einnig hefur verið rýnt í kostnaðarliði og aðrar fjárfestingar og reynt að raða þeim upp þannig að í raun er hægt að taka ákvarðanir um þær fjárfestingar aðrar sem talið er að þurfi að leggja í á næstu árum.

Það er rétt stefna, að vera ekkert að draga úr þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir með því að gera áætlun sem byggir á einhverjum forsendum sem við svo getum ekki staðið við. Við drögum upp tiltölulega dökka sviðsmynd þar sem engin ákvörðun hefur verið tekin og frekari rannsóknir standa yfir auk þess sem möguleikar eru á því í nútíma byggingariðnaði að byggja bæði ódýrara og vandaðri byggingar en áður. Lögð er áhersla á sem minnstan vaxtakostnað í þessari áætlun miðað við byggingatíma sem gæti að einhverju leiti dregist fram á árið 2028 ef hægt er að gera við stóran hluta skólans sem þýðir þá að við getum losað Þórsver fyrr en áætlað var.

Í gær fékk ég lista yfir umsækjendur um leiguhúsnæði Brákar við Miðholt og mun framkvæmdastjóri Brákar taka ákvörðun á grundvelli samþykkta Brákar og þar sem eftirspurn er mikil og einhverjir umsækjendur fara yfir tekjumörk verður íbúðum úthlutað til þeirra. Tekjumörkin ákvarða hinsvegar upphæð húsaleigustyrks sem viðkomandi fær. Íbúðir verða ekki látnar standa auðar. Það voru 5 umsóknir sem bárust strax en við vitum að fleiri eru í vanda með leiguhúsnæði. Þess vegna höfum við haft varann á og sótt um framlag ríkisins til að byggja 4 íbúða raðhús þar sem verða tvær 2ja herbergja íbúðir og tvær þriggja herbergja íbúðir. Þessi umsókn er ekki bindandi en gefur okkur hugmynd um þann kostnað sem sveitarfélagið þyrfti að leggja fram á móti en það er um 11 milljónir króna af um 205 milljóna byggingakostnaði. Þetta mál á eftir að fara fyrir skipulagsnefnd og síðar sveitarstjórn þegar búið verður að ákveða staðsetningu raðhússins. Eitt er víst að eftirspurnin er til staðar.

Búið er að gefa út starfsleyfi sorpmóttökustöðina við Háholt sem gildir til 2037 og við gerum ráð fyrir að hún verði komin í fulla notkun snemma á næsta ári. Eftir er að ákveða fyrirkomulag úrgangsstjórnunar en umhverfisfulltrúi er að leggja síðustu hönd á skýrslu um þá kosti sem við höfum á því sviði og verður hún til umfjöllunar í byrjun næsta árs. Nú er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við endurskipulagningu sorpmála verði 244 milljónir á þessum þremur árum eða 460 þúsund á m2 hússins. Frumáætlun frá 2023 miðaðist við 375m2 hús og kostnaðaráætlun 161 milljón eða 430 þúsund á hvern fermetra. Gera má ráð fyrir að kostnaður á hvern fermetra fari 7% fram út áætlun. Vandað hefur verið til verka og víða leitað fanga um besta fyrirkomulagið. Reynt hefur verið að læra af þeim sem eru að gera þessa hluti vel og forðast þá pytti sem nokkur sveitarfélög hafa fallið í. Með þessari endurskipulagningu er vonast til að jafnvægi tekna og gjalda í sorpmálum náist þegar á árinu 2027. Þessi framkvæmd var lagaskylda samkvæmt lögum um meðferð úrgangs sem tóku gildi 1. janúar 2023. Líklegasta niðurstaðan á rekstrinum er B hluta fyrirtæki, byggðasamlag eða deild sem hugsanlega verður rekin í samvinnu við aðra, en við höfum haft þó nokkuð samstarf við Vopnafjarðarhrepp sem var og er í svipaðir stöðu og við.

Eftir áramót verður farið í viðræður um sölu á 55% hlut sveitarfélagsins í hjúkrunarheimilinu Nausti en núverðandi ríkisstjórn hefur það á stefnuskrá sinni að hjúkrunarheimili skuli verða í eigu ríkisins og í framhaldi af því í viðræður við heilbrigðisráðuneytið um viðvarandi halla á rekstrinum. Við höfum á síðustu 6 árum lagt rekstrinum til tæpar 200 milljónir króna. Í þessum viðræðum gerum við að sjálfsögðu ráð fyrir að starfsemin eflist frekar en hitt og vonir standa til að hjúkrunarheimilið eflist frekar og stækki.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:50

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?