50. fundur sveitarstjórnar
Fundur í sveitarstjórn
50. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 16. október 2025. Fundur settur kl. 16:00.
Mætt voru: Halldóra J. Friðbergsdóttir varaoddviti, Gunnlaugur Steinarsson, Júlíus Sigurbjartsson, , Þórarinn J. Þórisson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Hjörtur Harðarson, Mirjam Blekkenhorst, Bjarnheiður Jónsdóttir staðgengill sveitarstjóra og Jóhanna Herdís Eggertsdóttir/Svala Sævarsdóttir sem rituðu fundargerð.
Varaoddviti bauð fundamenn velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð – svo var ekki og því gengið til dagskrár.
D a g s k r á
1. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 984 frá 12.09.2025
2. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 985 frá 29.09.2025
3. Fundargerð 76 fundar stjórnar SSNE frá 25.09.2025
4. Fundargerð 43. fundar byggðaráðs frá 09.10.2025
5. Fundargerð 30. fundar velferðar- og fræðslunefndar frá 06.10.225
6. Fundargerð 45. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 07.10.2025
7. Fundargerð 24. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar frá 08.10.2025
8. Atvinnustefna Langanesbyggðar 2025-2030 ásamt aðgerðaráætlun 2025-2028
06.1 Atvinnustefna Langanesbyggðar – drög að kostnaði.
9. Endurnýjun samnings við Norðurhjara til næstu 3ja ára.
10. Spurningar vegna framkvæmda við höfnina frá Reyni Atla Jónssyni.
11. Tilkynning um styrk frá Loftslags- og orkusjóði. Styrkurinn er skilyrtur mótframlagi.
11.1 – 11.7 Gögn sem varða umsókn úr Loftslags og orkusjóði ásamt drögum að samningi.
12. Áætlun um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir 2026 og þriggja ára áætlun.
13. Skýrsla sveitarstjóra
Fundargerð
1.Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 984 frá 12.09.2025.
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 985 frá 29.09.2025.
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð 76 fundar stjórnar SSNE frá 25.09.2025.
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð 43. fundar byggðaráðs frá 09.10.2025.
Fundargerðin lögð fram
5. Fundargerð 30. fundar velferðar- og fræðslunefndar frá 06.10.225.
Fundargerðin lögð fram
6. Fundargerð 45. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 07.10.2025.
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð 24. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar frá 08.10.2025.
Fundargerðin lögð fram. Til máls tóku, Mirjam Blekkenhorst og Gunnlaugur Steinarsson.
8. Atvinnustefna Langanesbyggðar 2025-2030 ásamt aðgerðaráætlun 2025-2028.
06.1 Atvinnustefna Langanesbyggðar – drög að kostnaði.
Atvinnustefnan var send öllum nefndum til umsagnar. Ekki hafa borist umsagnir frá öllum nefndum en þær verða teknar saman í skýrslu sem lögð verður fyrir sveitarstjórn.
Lagt fram til upplýsinga.
Til máls tóku: Mirjam Blekkenhorst og Sigríður Friðný Halldórsdóttir.
Mirjam lagði fram eftirfarandi bókun:
Tillögur frá Mirjam Blekkenhorst – Atvinnustefna Langanesbyggðar
Inngangur og rökstuðningur
Atvinnustefna Langanesbyggðar leggur áherslu á að efla fjölbreytta atvinnuuppbyggingu, skapa ný tækifæri fyrir íbúa og nýta staðbundna styrkleika samfélagsins.
Til að byggja upp sjálfbært atvinnulíf þarf sveitarfélagið að vera virkur þátttakandi í að greina tækifæri, hvetja til nýsköpunar og styðja við frumkvöðla og fyrirtæki í upphafi reksturs.
Eftirfarandi tillögur miða að því að efla atvinnulíf, nýta auðlindir svæðisins og auka samfélagslega ábyrgð sveitarfélagsins.
Rannsókn á möguleikum hreingerningafyrirtækis
Lagt er til að sveitarfélagið láti kanna hvort raunhæft sé að stofna hreingerningafyrirtæki í Langanesbyggð sem gæti tekið að sér regluleg þrif fyrir sveitarfélagið, stofnanir og fyrirtæki, sem og boðið upp á þvottaþjónustu fyrir ferðamenn.
Gerð verði viðskiptaáætlun sem metur rekstrargrundvöll slíks fyrirtækis með það að markmiði að auðvelda frumkvöðlum að stofna fyrirtæki ef niðurstaðan sýnir að verkefnið sé raunhæft.
Kannað verði regluverk og möguleikar á starfsemi sláturbíls
Lagt er til að sveitarfélagið láti kanna reglur og möguleika á starfsemi svokallaðs „sláturbíls“ á svæðinu, sem gæti þjónað bændum í Langanesbyggð og nágrenni.
Þar sem núverandi regluverk er talið hamlandi væri æskilegt að sveitarfélagið kanni með hvaða hætti hægt væri að þrýsta á einföldun reglna eða undanþágur. Verkefnið gæti tengst frekari matvælavinnslu á staðnum og styrkt atvinnulíf á svæðinu.
Móttaka flóttafólks frá Gaza
Lagt er til að sveitarfélagið skoði hvaða möguleika það hefur til að taka á móti flóttafólki frá Gaza, með það að markmiði að styðja við mannúðaraðgerðir og fjölbreytt samfélag.
Metið verði hvaða innviðir sveitarfélagsins — s.s. húsnæði, leik- og grunnskólar, heilbrigðisþjónusta og atvinnumöguleikar — ráða við slíka móttöku og hvernig best sé að undirbúa hana.
Kannað verði skipulag og fjármögnun gönguleiða frá Þórshöfn
Lagt er til að sveitarfélagið fari að skoða skipulag og uppbyggingu gönguleiða út frá Þórshöfn með það að markmiði að efla ferðaþjónustu og aðdráttarafl svæðisins.
Sveitarstjórn er hvött til að samþykkja að framangreind mál verði tekin til frekari skoðunar í samræmi við atvinnustefnu Langanesbyggðar og markmið sveitarfélagsins um sjálfbæra þróun, fjölbreytta atvinnu og samfélagslega ábyrgð.
9. Endurnýjun samnings við Norðurhjara til næstu 3ja ára.
Norðurhjari fer fram á framlengingu samnings sem rann út á síðasta ári. Sveitarfélagið hefur greitt 1,5 milljónir á ári samkvæmt þeim markmiðum sem sett eru í samningnum.
Bókun um afgreiðslu: Sveitastjórn felur sveitastjóra að endurnýja samninginn, til þriggja ára í samráði við atvinnu og nýsköpunarnefnd og ef þörf er talin á að endurnýja markmið samningsins sem og fjárhæð. Til máls tók Mirjam Blekkenhorst.
Samþykkt samhljóða.
10. Spurningar vegna framkvæmda við höfnina frá Reyni Atla Jónssyni.
Reynir Atli Jónsson hefur sent sveitarstjórn fyrirspurn í 8 liðum um framkvæmdir við höfnina. Spurningarnar bárust í tölvupósti 29. september.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að svara spurningunum en flestar þær upplýsingar sem um er beðið liggja fyrir í fundargerðum sveitastjórnar. Þá er sveitastjóra falið að birta svör við fyrirspurninni á heimasíðu sveitafélagsins ásamt því að senda fyrirspyrjanda svörin.
Samþykkt samhljóða.
11. Tilkynning um styrk frá Loftslags- og orkusjóði. Styrkurinn er skilyrtur mótframlagi.
Loftslags – og orkusjóður hefur veitt sveitarfélaginu vilyrði fyrir styrk að upphæð 30 milljónir króna. Styrkurinn er skilyrtur því að sveitarfélagið leggi fram mótframlag af heildarkostnaði sem áætlaður er 45 milljónir króna. Mótframlagið yrði því 15 milljónir króna eða 1/3 af heildarkostnaði.
Fyrir fundinum liggja ýmis gögn sem styðja umsóknina s.s. verkefnalýsing, áhersluatriði, lýsing á þekkingu á jarðhita svæðisins, tímaáætlun, kostnaðaráætlun, lýsing á hagkvæmni verkefnisins, og drög að samningi um orkuskipti en gögnin eru merkt 11.1 – 11.7.
Bókun um afgreiðslu: Sveitastjórn felur sveitastjóra að undirrita samninginn og semja í framhaldinu við ráðgjafa um framkvæmd verkefnisins. Gert er ráð fyrir að kostnaður falli til á árinu 2026 ef af verður. Til máls tók Sigríður Friðný Halldórsdóttir.
Samþykkt samhljóða.
12. Áætlun um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun.
Sveitarstjóri leggur fram áætlun um vinnu við fjárhagsáætlun sem ætlunin er að ljúki 11. desember með síðari umræðu. Vakin er athygli á því að áætlunin getur breyst eftir því sem henni vindur fram. Ósk hefur komið fram um að fundi sem átti að vera 18. nóvember verði frestað til 24. nóvember og kemur það fram í þeirri áætlun sem lögð er fram í endurskoðaðri útgáfu.
Lagt fram til kynningar.
13. Skýrsla sveitarstjóra
Varaoddviti – sveitarstjórnarfulltrúar.
Næsta stóra verkefni okkar er gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 ásamt þriggja ára áætlun. Ljóst er að svigrúm til fjárfestinga næstu árin verður takmarkað, þar sem megináhersla verður lögð á fjármögnun nýs skóla. Unnið er að því að finna hagkvæmustu og bestu lausnina sem þjónar bæði nemendum, kennurum og samfélaginu í heild. Ætlunin er að vanda til verka og taka þann tíma sem þarf, þó við gerum okkur grein fyrir að verkefninu þarf að ljúka fyrir skólaárið 2027–2028. Einnig eru aðrar nauðsynlegar framkvæmdir framundan hjá okkur eins og vinna á skólalóð leikskólans Barnabóls. Sú vinna er nú þegar hafin og vonast er til að henni ljúki á næsta ári. Við þurfum að sýna bæði þolinmæði og raunsæi í fjármálum en á sama tíma sinna skyldum okkar við íbúa sveitarfélagsins og nauðsynlegu viðhaldi á eignum sveitarfélagsins.
Þrátt fyrir þetta takmarkað svigrúm í fjármálum næstu árin þá má þó sjá jákvæð teikn í samfélaginu. Íbúum fjölgar og atvinnulíf er blómlegt. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög til byggingar leiguíbúða. Umsóknarfresturinn er stuttur, eða til 4. nóvember, en við stefnum á að sækja um styrk til byggingar raðhúss eða sambærilegs því sem nú er verið að ljúka við í Miðholtinu. Framkvæmdir þar hafa gengið mjög vel og verða íbúðirnar tilbúnar til leigu frá og með 1. Nóvember n.k.
Skortur á leiguhúsnæði hefur verið áskorun hjá okkur. Takist okkur að tryggja stofnframlög til byggingar annars raðhúss verður það mikilvægt skref í að bæta stöðu húsnæðismála og styðja við áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40.