Fara í efni

47. fundur sveitarstjórnar, aukafundur

23.07.2025 15:00

Fundur í sveitarstjórn

47. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, aukafundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, miðvikudaginn 23. júlí 2025. Fundur settur kl. 15:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra J. Friðbergsdóttir, Gunnlaugur Steinarsson, Júlíus Sigurbjartsson, Margrét Guðmundsdóttir, Þórarinn J. Þórisson (fjarfundur), Mirjam Blekkenhorst og Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundargerð.

Oddviti bauð fundamenn velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð – svo var ekki og því gengið til dagskrár.

D a g s k r á

1. Minnisblað 04 frá Faglausn um samanburð kostnaðar við leiðir vegna hugsanlegrar endurbyggingar eða nýbyggingar Grunnskóla Þórshafnar vegna myglu.
     02 Kostnaðaráætlun við rif og endurbyggingu samantekt
     03 Kostnaðaráætlun við rif og endurbyggingu sundurliðun
     04 Kostnaðaráætlun við rif og nýbyggingu samantekt
     05 Kostnaðaráætlun við rif og nýbyggingu sundurliðun
     06 Kostnaðaráætlun ný bygging ný lóð samantekt
     07 Kostnaðaráætlun ný bygging ný lóð sundurliðun

Fundargerð

1. Minnisblað 04 frá Faglausn um samanburð kostnaðar við leiðir vegna hugsanlegrar endurbyggingar eða nýbyggingar Grunnskóla Þórshafnar vegna myglu.
     02 Kostnaðaráætlun við rif og endurbyggingu samantekt
     03 Kostnaðaráætlun við rif og endurbyggingu sundurliðun
     04 Kostnaðaráætlun við rif og nýbyggingu samantekt
     05 Kostnaðaráætlun við rif og nýbyggingu sundurliðun
     06 Kostnaðaráætlun ný bygging ný lóð samantekt
     07 Kostnaðaráætlun ný bygging ný lóð sundurliðun

Í maí sl. vaknaði sterkur grunur um myglu í grunnskólanum. Strax var farið í að rannsaka og taka sýni í þeim hluta skólans sem grunurinn beindist að. Í ljós kom að mygla var til staðar í þeim hluta. Ákveðið var að fara í frekari rannsóknir og sýnatöku á fleiri stöðum í skólanum. Alls voru tekin 66 sýni í þessum rannsóknum og reyndist mygla í 22 sýnum en að auki voru 3 menguð sýni sem í raun þýðir mygla. Myglan var mest undir gólfdúk en sterkur grunur er um að gró leynist viða í veggjum og lofti. Auk sýnatöku var farið í rakamælingar á nokkrum stöðum í skólanum og kom í ljós að raki mældist víða yfir mörkum, sérstaklega norðurhluti frá inngangi, í holi, göngum og stofum. Minnstur var rakinn í vestur hluta norður álmu. Rakamælingar sýndu að hætta er á frekari útbreiðslu myglu í skólanum og mjög erfitt að afmarka hana nema með enn frekari rannsóknum.

Þegar hér var komið var sveitarstjóra falið að gera minniblað um stöðuna og hvaða kostir væru í henni. Ljóst var að ekki yrði kennsla í skólanum a.m.k. skólaárið 2025-2026.

Í minnisblaði sveitarstjóra koma fram 3 kostir sem í stuttu máli eru þessir:

A) Að gera við þær skemmdir sem þegar hafa orðið að undangengnum frekari rannsóknum.
B) Að rífa núverandi skólahúsnæði og byggja nýjan á grunni hans.
C) Að byggja nýjan skóla á nýjum stað á „skólatorfunni“.

Faglausn var falið að meta kostnað við þessa kosti gróflega. Í ljós kom að tiltölulega lítill munur er á kostnaði, hvaða leið sem valin er en bent á að mikil óvissa væri í útreikningunum og kostir og gallar væru á þessum 3 kostum. Hafa þarf í huga að núverandi skóli er byggður í fjórum áföngum, 250 m2 árið 1944, 202 m2 árið 1961, 351 m2 árið 1979 og 90 m2 1996 og að sumu leiti barn síns tíma. Útreiknaður kostnaður var allt frá 696 milljónum við viðgerð, 932 milljónir að rífa eldri skóla og byggja á sama stað og 852 milljónir að byggja nýjan á nýjum stað. Vegna leiðar B verður að hafa í huga að ekki verður hægt að hefja framkvæmdir fyrr en eldri skóli hefur verið rifinn miður.

Á vinnufundi sveitarstjórnar og velferðar- og fræðslunefndar þann 22. júlí fór hönnuður yfir þessa útreikninga og kostir og gallar hverrar leiðar voru ræddir. Nú liggur fyrir sveitarstjórn að þrengja möguleikana og taka ákvörðun um hvaða leið (leiðir) verða skoðaðar frekar.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, oddviti, Mirjam, oddviti.

Bókun um afgreiðslu: Sveitastjórn hefur fengið kynningu á því hvernig skólastarfi verið háttað á komandi skólavetri, án þess að núverndi skólahúsnæði verið notað enda hefur það verið metið óhæft til notkunar. Gerir sveitastjórn ekki athugasemdir við þá tilhögun og harmar sveitarstjórn röskun á skólastarfi.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og skólastjóra í samvinnu við hönnuð að útfæra frekar leið C og leggja fram hugmyndir um hvar á „skólatorfunni“ nýjum skóla verði hugsanlega valinn staður. Einnig að skoða hugsanlega möguleika á að byggja hluta eða að öllu leiti á 2 hæðum. Við útfærsluna verði farið í frumúttekt á þarfagreiningu í nýjum skóla sem fylgi með niðurstöðum þar sem slík þarfagreining er grundvöllur stærðar og starfsemi.

Þegar tillögur liggja fyrir verði sveitarstjórn gerð grein fyrir þeim og sveitarstjóra falið að undirbúa íbúafund um málið til að kynna kosti, kalla eftir hugmyndum og undirbúa málið til að það væri tækt til ákvörðunar í sveitastjórn. Sveitastjórn óskar jafn framt eftir því að unnið verði samkvæmt eftirfarandir tímalínu;

Ágúst-september 2025 - Hugmundavinna íbúafundur
September -október 2025 - Staðarval ákveðið sem og húsgerð.
Janúar 2026 - Útboð
Apríl 2026 - Framkvæmdir hefjist .
Ágúst 2027 - Hús klárt til notkunar skólaveturinn 2027-2028.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:12.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?