45. fundur sveitarstórnar
Fundur í sveitarstjórn
45. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 15. maí 2025. Fundur settur kl. 16:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra J. Friðbergsdóttir, Gunnlaugur Steinarsson, Júlíus Sigurbjartsson, Mirjam Blekkenhorst, Margrét Guðmundsdóttir, María Valgerður Jónsdóttir og Björn S. Lárusson, sveitarstjóri. Svala Sævarsdóttir ritaði fundargerð.
Oddviti spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð, svo var ekki og fundur því settur.
D a g s k r á
1. Ársreikningur Langanesbyggðar fyrir árið 2024
01.1 Samstæðureikningur og deildir 2024.
01.2 Langanesbyggð, endurskoðunarskýrsla 2024
01.3 Bókun vegna halla á Nausti.
01.4 Lykiltölur A hluti 2018-2024 (2025 áætlun).
01.5 Lykiltölur A og B hluti 2024 (2025 áætlun).
01.6 Staðfestingarbréf stjórnenda 2024
2. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 978 frá 30.04.2025.
3. Fundargerð 38. fundar byggðaráðs frá 30.04.2025
4. Fundargerð 19. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar 29.04.2025
04.1 Bókun um erindi vegna skilta við eyðibýli.
5. Fundargerð 41. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 06.05.2025
6. Fundargerð 26. fundar velferðar- og fræðslunefndar frá 05.05.2025
7. Fundargerð 22. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar frá 08.05.2025
07.1 Bókun hverfisráðs Bakkafjarðar um virkjanaáform sem vísað var til ráðsins af sveitarstjórn.
07.2 Bókun skipulagsnefndar vegna beiðnar um skipulagsgerð vegna áforma Artic Hydro um virkjun Staðarár í Bakkafirði.
8. Grunnsamningur Ferðamálastofu og Markaðs- og áfangastaðastofu Norðurlands 2025-2027
9. Þjónustusamningur milli Langanesbyggðar og SSNE v/ Áfangastofu Norðurlands (Drög).
10. Drög að uppfærslu samstarfssamnings við Faglausn, uppfærsla v/ vísitölu.
10.1 Útreikningur á hækkun vísitölu samnings við Faglausn.
11. Tillaga frá Mirjam Blekkenhorst.
12. Jöfnunarsjóður – áhrifamat á sveitarfélög vegna breytinga á lögum um sjóðinn.
12.1 Álit vegna frumvarps til laga um breytingar á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
13. Tillaga um breytingu á fundartíma sveitarstjórnar sem átti að vera 12. júní.
14. Skýrsla sveitarstjóra.
Fundargerð
1. Ársreikningur Langanesbyggðar fyrir árið 2024
01.1 Samstæðureikningur og deildir 2024.
01.2 Langanesbyggð, endurskoðunarskýrsla.
01.3 Bókun vegna halla á Nausti.
01.4Lykiltölur A hluti 2018-2024 (2025 áætlun).
01.5Lykiltölur A og B hluti 2024 (2025 áætlun).
01.6 Staðfestingarbréf stjórnenda 2024
Lagður fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2024 ásamt samstæðureikningi og endurskoðunarskýrslu til síðari umræðu.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir ársreikning fyrir árið 2024 ásamt samstæðureikningi og endurskoðunarskýrslu og felur sveitarstjóra að senda til birtingar ásamt því að birta hann á heimasíðu sveitarfélagsins. Samstæðu reikningur Langanesbyggðar er lokað með rekstrarafgang upp á 242 milljónir á A og B hluta. Af þeim afgangi voru langtímaskuldir upp á 76 milljónir greiddar. Fjárfest var í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2024 fyrir 436 milljónir og lausafé um áramót var einungis upp á 26 milljónir. Vaxtagreiðslur ársins voru 63 milljónir og hafa lækkað um 17% frá fyrra ári og 37% frá árinu 2022.
Samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 978 frá 30.04.2025.
Fundargerðin lögð fram
3. Fundargerð 38. fundar byggðaráðs frá 30.04.2025
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð 19. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar 29.04.2025
04.1 Bókun um erindi vegna skilta við eyðibýli.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fer fram á það við sveitarstjórn að hefja undirbúning að því að merkja eyðibýli í Langanesbyggð veturinn 2025/2026 þannig að það gæti hafist 2026.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirbúa málið. Gera áætlun um merkingar sem gætu hafist árið 2026. Fyrsti áfangi yrði með þjóðvegi 85 frá Sandvíkurheiði að Hölkná á Langanesströnd. Annar áfangi ársins 2027 yrði þaðan að Hafralónsá. Aðrir áfangar kæmu í kjölfarið. Ásamt merkingum eyðibýla yrði jafnframt farið yfir aðrar merkingar sem taldar eru skipta máli s.sl lögbýli og náttúrufyrirbæri. Þegar kostnaðartölur liggja fyrir verður áætlun komandi árs lögð fyrir. Leitað verði eftir samstarfi við eigendur eyðibýla, lögbýla og náttúrufyrirbæra um samstarf við merkingarnar.
Til máls tók Mirjam Blekkenhorst.
Samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð 41. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 06.05.2025
Fundargerðin lögð fram
6. Fundargerð 26. fundar velferðar- og fræðslunefndar frá 05.05.2025
Fundargerðin lögð fram
7. Fundargerð 22. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar frá 08.05.2025
07.1 Bókun hverfisráðs Bakkafjarðar um virkjanaáform sem vísað var til umsagnar ráðsins af sveitarstjórn.
07.2 Bókun skipulagsnefndar vegna beiðni um skipulagsgerð vegna áforma Artic Hydro um virkjun Staðarár í Bakkafirði.
Á 40. fundi skipulags og umhverfisnefndar beindi nefndin því til sveitarstjórnar að samþykkja að auglýsa fyrirliggjandi skipulagslýsingu í samræmi við 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á 22. fundi hverfisráðs Bakkafjarðar var lýst áhyggjum af virkjunaráformum vegna röskunar á náttúru í Bakkafirði. Farið var fram á að gripið verði til mótvægisaðgerða til að tryggja að helsta aðdráttarafl svæðisins, Draugafossi verði hlíft, samþykki sveitarstjórn fyrirliggjandi skipulagslýsingu.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi skipulagslýsingu í samræmi við 30. og 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn óskar jafnframt eftir því að gripið verði til mótvægisaðgerða í skipulagslýsingu til að tryggja að helsta náttúruafli þessa svæðis, Draugafossi verði hlíft.
Samþykkt með 6 greiddum atkvæðum. Gunnlaugur Steinarsson situr hjá.
8. Grunnsamningur Ferðamálastofu og Markaðs- og áfangastaðastofu Norðurlands 2025-2027.
Lögð fram drög að endurnýjuðu samningi milli SSNE, SSNV og Ferðamálastofu um framlög til reksturs Áfangastaðastofu. Samningurinn er til þriggja ára. Nánar um markmið samningsins í 2. gr. hans.
Samningurinn lagður fram
9. Þjónustusamningur milli Langanesbyggðar og SSNE v/ Áfangastofu Norðurlands (Drög).
SSNE fh. Markaðsstofu Norðurlands hefur lagt fram drög að samningi á milli Langanesbyggðar og SSNE vegna Áfangastofu Norðurlands. Kostnaður Langanesbyggðar vegna samningsins er kr. 500.- á íbúa á ári.
Til máls tók Mirjam Blekkenhorst.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
Samþykkt samhljóða.
10. Drög að uppfærslu samstarfssamnings við Faglausn, uppfærsla v/ vísitölu.
10.1 Útreikningur á hækkun vísitölu samnings við Faglausn
Í 5. grein gildandi samnings sem undirritaður var 1. júní 2023 er gert ráð fyrir tímabundnum samningi í 24 mánuði og að hann gildi til 1. júní 2025. Samkvæmt sama ákvæði eiga að fara fram viðræður um endurnýjun hans mánuði áður en hann rennur út og reynsla af honum metin. Viðræður hafa farið fram við Faglausn um framlengingu samningsins um 24 mánuði og hefur Faglausn farið fram á að verð sem gefið er upp í samningnum verði uppfært samkvæmt vísitölu. Með fylgja útreikningar á vísitölu apríl 2023 sem var 114,3 og vísitala apríl 2025 sem er 124,3 sem er um 9% hækkun.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir uppfærslu á samningnum og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
Samþykkt samhljóða.
11. Tillaga frá Mirjam Blekkenhorst.
11.1 Rökstuðningur með tillögu og tillaga að ályktun sveitarstjórnar Langanesbyggðar.
Mirjam Blekkenhorst leggur fram tillögu um stuðning við flóttamenn á Gaza. Rökstuðningur fylgir tillögunni.
Til máls tóku Mirjam Blekkenhorst og Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir.
Mirjam lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarfélagið styrkir hjálparsamtök Vonarbrú um 1.000.000 kr. til hjálparstarfs íbúa í Gaza.
Tillagan samþykkt með 5 greiddum atkvæðum, Gunnlaugur Steinarsson og Sigurður Þór Guðmundsson sátu hjá.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggð fordæmir harðlega umsátrið, hungurvopn og kerfisbundin mannréttindabrot sem beinast að íbúum Gaza. Umsátrið hefur nú staðið yfir í marga mánuði og óteljandi óbreyttir borgarar hafa orðið fyrir hryllilegum skaða. Sveitarstjórnin skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér af festu á alþjóðavettvangi og innan fjölþjóðastofnana til að krefjast tafarlauss vopnahlés, veitingu mannúðaraðstoðar og virðingar fyrir lífum sakleysingja og alþjóðalögum. Jafnframt skorar sveitarstjórn Langanesbyggðar á íslensk stjórnvöld að hætta öllum viðskiptalegum tengslum við aðila sem styðja við eða hagnast á hernámi, landtöku og mannréttindabrotum gegn palestínsku þjóðinni.
Samþykkt samhljóða.
12. Jöfnunarsjóður – áhrifamat á sveitarfélög vegna breytinga á lögum um sjóðinn.
12.1 Tillaga að umsögn um áhrif frumvarps um Jöfnunarsjóð
Í meðfylgjandi skjali er listi yfir áhrif frumvarps um breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Til máls tók Björn Lárusson.
Bókun um afgreiðslu: Tillaga að umsögn Langanesbyggðar um lagafrumvarp nr. 270. Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Langanesbyggð fagnar endurskoðun á lögum um jöfnunarsjóð sveitarfélaga, en vill benda á eftirfarandi atriði. Langanesbyggð gerir athugasemdir við að það sveitarfélag sem hefur mestar tekjur af rekstri ríkisins— Reykjavíkurborg—fái sérstakt höfuðborgarálag úr jöfnunarsjóði. Vissulega eru ákveðnir kostnaðarliðir sem falla umfram aðra á höfuðborgina, en það þarf að skoðast í því ljósi að stjórnkerfi og stærstu stofnanir ríkisins greiða sín gjöld til borgarinnar beint og í gegnum launatengdar greiðslur án þess að litið hafi verið á það sem sérstaka byggðaaðgerð. Höfuðborgarálag getur í raun unnið gegn hinum raunverulega tilgangi jöfnunarsjóðs, í grunninn er jöfnunin almennt frá hinum stærri vegna stærðarhagkvæmni þeirra, til hinna smærri og óhagkvæmari. Að jafna síðan til baka orkar mjög tvímælis því öll megin starfsemi ríkisins hefur verið fundinn staður í þessum sveitarfélögum með tilheyrandi tekjutilfærslu til handa þeim og auk þess hefur helstu menntastofnunum landsins verið fundinn staður þar, og sækja því allir okkar íbúar þjónustu þangað á einum eða öðrum tíma með tilheyrandi tekjuflutningi.
Þó höfuðstaðaálag, kunni að baka þessum tveimur sveitarfélögum einhvern kostnað, verður á móti að nefna þær gríðarlegu tekjur sem beint og óbeint hljótast af staðsetningu stjórnsýslu ríkisins og ríkisstofnana. Má t.d. nefna Alþingi, ráðuneyti, fjölmargar ríkisstofnanir, Háskóla og meginsjúkrahús í þessu sambandi.
Að lokum vill Langanesbyggð benda á að sú ákvörðun að láta tekjuhagkvæmniferilinn vera flatan frá 0 íbúum upp í 2000 íbúa felist mikil mótsögn við megin hlutverk sjóðsins um að jafna getu sveitarfélaga til þjónustu við sína íbúa. Ekki síður vinnur þetta gegn markmiðum stjórnvalda um jöfnun búsetukosta, eða búsetufrelsi. Loks stuðlar þetta að enn frekari ójöfnuði meðal minni sveitarfélaga. Því þrátt fyrir hvatningu Alþingis um sameiningar sveitarfélaga, eru frekari sameiningarkostir ekki augljósir, skýtur því skökku við að gera eigi þau sveitarfélög tekjuvana til að knýja þau til sameiningar, má þarna nefna nokkur sveitarfélög í svipaðri stöðu og Langanesbyggð, s.s. Dalabyggð, Strandabyggð, Súðavík og Grenivík.
Samþykkt samhljóða.
13. Tillaga um breytingu á fundartíma sveitarstjórnar sem átti að vera 12. júní.
Sveitarstjóri leggur fram tillögu um breytingu á áður samþykktri fundaáætlun sveitarstjórnar. Næsti fundur sveitarstjórnar átti að vera 12. júní en sveitarstjóri gerir tillögu um að fundinum verði flýtt til 4. júní af ástæðum sem tilgreindar eru í meðfylgjandi skjali.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir tillögu sveitarstjóra og næsti fundur sveitarstjórnar verður því 4. júní. Það verður jafnframt síðasti fundur sveitarstjórnar fyrir sumarleyfi og verður lögð fram bókun vegna þessa á þeim fundi.
Samþykkt samhljóða.
14. Skýrsla sveitarstjóra.
Hr. oddviti, sveitarstjórnarfulltrúar.
Ég ætla ekki að vera langorður að þessu sinni þó mörg og spennandi verkefni séu í gangi og í undirbúningi. Þar sem um mörg verkefni er að ræða hefur reynst erfitt að fá verktaka til að taka að sér þau verkefni sem ákveðið var í fjárhagsáætlun en vonandi rætist úr. Reynslan er reyndar sú, með undantekningu í fyrra, að oft þurfa verkefni að bíða vegna þess að verktakar hafa ekki fengist, verðkannanir eða tilboð hafa verið vel umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun eða efni hefur skort og afgreiðslutími reynst langur.
Nú höfum við lokið umræðu um ársreikning 2024. Öll gögn varðandi reikninginn liggja fyrir og nú er bara að skrifa undir viðkomandi skjöl, ganga frá honum og senda til þeirra sem eiga að fá hann og birta. Rétt er að taka fram vegna endurskoðunarskýrslu að frá og með áramótum eru viðaukar gerðir, vonandi nákvæmlega samkvæmt því sem endurskoðendur benda á. Jafnframt eru öll skjöl sem tilheyra hverjum fundi sett inn í fundargerð þegar hún birtist á heimasíðu. Ég hef þó bent endurskoðendum á að það getur verið erfitt að gera viðauka þegar við erum að leggja fyrirvaralítið út í nauðsynlegar framkvæmdir eða viðhald og kostnaðaráætlun getur því verið úr takti við raunveruleikann þegar upp er staðið. Þannig var því til dæmis varið þegar við lögðum út í endurskipulagningu sorpmála.
Eitt þeirra mála sem tekið var fyrir í dag var frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Ég, og reyndar fleiri höfðum á tilfinningunni að frumvarpið eins og það lítur út í dag mundi hafa töluverð áhrif til lækkunar á framlögum til okkar í framtíðinni. En þó var nokkur efi um lækkun þar sem útreikningar á framlögum sjóðsins eru tiltölulega flóknir. Fenginn var lögmaður og hagfræðingur til að skoða málið og athuga hvernig frumvarpið snerti okkur. Í ljós kemur í áliti þeirra að það hefur hverfandi áhrif á tekjujöfnunarframlag, útgjaldajöfnunarframlag eða til jöfnunar vegna fasteignaskattstekna. Það sem skekkir heildarmyndina er mjög svo aukið framlag árið 2024 vegna fólksfækkunar og einskiptisframlags vegna þess. Vissulega fækkaði íbúum hér frá 2012 til loka árs 2022 um 49. En þetta aukna framlag skýrist hinsvegar af samfelldri fólksfækkunar frá áramótum 2019/2020 til áramóta 2022/2023. Framlagið var því aukið 2024 samkvæmt d lið, 14. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóðinn. Hugboð okkar um minni tekjur vegna áðurnefndra framlaga var því að nokkru leiti rangt og gott að fá það staðfest. Nú er íbúum hinsvegar aftur að fjölga og því féll framlag vegna þessa niður á þessu ári.
Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar verður næsti fundur 4. júní sá síðasti fyrir sumarleyfi en byggðaráð fer með vald sveitarstjórnar á meðan og hægt að kalla það saman með stuttum fyrirvara.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:20