Fara í efni

44. fundur, aukafundur sveitarstjórnar

02.05.2025 16:00

Fundur í sveitarstjórn

44. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, aukafundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, föstudaginn 2. maí 2025. Fundur settur kl. 16:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Hulda Kristín Baldursdóttir, Gunnlaugur Steinarsson, Júlíus Sigurbjartsson, Þórarinn J. Þórisson, Halldór Stefánsson, Margrét Guðmundsdóttir, Björn S. Lárusson, sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti fór fram á að bætt yrði lið 01.2.1 Bókun byggðaráðs frá 30.04.2025 þar sem ársreikningi er vísað til 1 umræðu og um halla á Nausti.

Samþykkt samhljóða.

Á fundinn mætti Magnús Jónsson endurskoðandi sveitarfélagsins og fór yfir ársreikning 2024 og endurskoðunarskýrslu.

D a g s k r á

1. Ársreikningur Langanesbyggðar fyrir árið 2024
     01.1 Samstæðureikningur og deildir 2024
     01.1.1 Bókun byggðaráðs þar sem ársreikningi er vísað til sveitarstjórnar og vegna halla á Nausti.
     01.2 Bókun vegna halla á Nausti
     01.3 Lykiltölur A hluti 2018-2024 (2025 áætlun)
     01.4 Lykiltölur A og B hluti 2024 (2025 áætlun)
2. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 976 frá 04.04.2025
3. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 977 frá 11.04.2025
4. Fundargerð stjórnar SSNE nr. 72 frá 31.03.2025
5. Áskorun frá sveitarfélögum á Norðurlandi varðandi rekstur flugvallarins á Akureyri.
6. Kjör eins fulltrúa í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
7. Skýrsla sveitarstjóra.

Fundargerð

1. Ársreikningur Langanesbyggðar fyrir árið 2024. Fyrri umræða.
     01.1 Samstæðureikningur og deildir 2024
     01.1.1 Bókun byggðaráðs þar sem ársreikningi er vísað til sveitarstjórnar og vegna halla á Nausti
     01.2 Bókun vegna halla á Nausti
     01.3 Lykiltölur A hluti 2018-2024 (2025 áætlun)
     01.4 Lykiltölur A og B hluti 2024 (2025 áætlun)
Lagður fram ársreikningur Langanesbyggðar fyrir árið 2024 ásamt samstæðureikningi og helstu lykiltölur 2018-2024 (áætlun 2025). Magnús Jónsson endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir ársreikning og endurskoðunarskýrslu.

Til máls tóku: Björn, Magnús, oddviti.

Bókun um afgreiðslu: Ársreikningi og samstæðureikningi vísað til annarrar umræðu í sveitarstjórn 15. maí n.k. Frá fundi byggðaráðs 30.04.2025 liggur fyrir sérstök bókun vegna halla á rekstri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Nausts. Sveitarstjórn samþykkir að halli á Nausti árið 2024 kr. 42.302.379.- verði greiddur úr aðalsjóði.

Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 976 frá 04.04.2025.
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 977 frá 11.04.2025.
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar SSNE nr. 72 frá 31.03.2025.
Fundargerðin lögð fram.

5. Áskorun frá sveitarfélögum á Norðurlandi varðandi rekstur flugvallarins á Akureyri.
Flugklasinn hefur sent drög að áskorun til allra sveitarfélaga á Norðurlandi þar sem skorað er á ríkisstjórn og Alþingi að koma rekstri, uppbyggingu og markaðssetningu Akureyrarflugvallar fyrir hjá sérstakri stjórn.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar tekur undir áskorun Flugklasans um að koma rekstri, uppbyggingu og markaðssetningu Akureyrarflugvallar fyrir hjá sérstakri stjórn.

Samþykkt samhljóða.

6. Kjör eins fulltrúa í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Kjósa þarf einn fulltrúa í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn leggur til að Aneta Potrykus verði skipaður aðalmaður nefndarinnar og að Árni Bragi Njálsson verði skipaður varamaður nefndarinnar. Nefndin er þá þannig skipuð:

Aðalmenn
Daníel Hansen formaður
Sigríður Jóhannesdóttir, varaformaður.
Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir.
Hjörtur Harðarson.
Aneta Potrykus

Varamenn
Karl Ásberg Steinsson.
Þórir Jónsson
María Valgerður Jónsdóttir
Árni Bragi Njálsson

Samþykkt samhljóða.

7. Skýrsla sveitarstjóra.

Hr. Oddviti, sveitarstjórnarfulltrúar.

Nú hefur fyrri umræða um ársreikning 2024 farið fram og reikningurinn afgreiddur til annarrar umræðu 15 maí næstkomandi. Ég ætla ekki að fara djúpt í ársreikninginn enda hefur endurskoðandi gert vel grein fyrir honum og með endurskoðunar skýrslu og verkefnastjóri á vinnufundi fyrr í apríl. Hér á eftir ætla ég einungis að taka nokkrar lykiltölur frá A sjóði. Þær lykiltölur eru birtar sem fylgiskjöl hér með reikningnum og þróun þeirra frá 2018 sýnir að staða sveitarsjóðs var mjög góð um síðustu áramót. Svo langt sem séð verður aftur í tímann hefur veltufé frá rekstri til að mynda ekki verið hærra áður eða tæp 25%. Ástæður þessa vitum við, en þær endurspegla fyrst og fremst hærri greiðslur úr Jöfnunarsjóði en gert var ráð fyrir.
Ég dreg þó enga dul á það, að boðað frumvarp til laga um um Jöfnunarsjóð mun koma illa við okkur. Árið 2024 fengum við 569 milljónir greiddar, á þessu ári er upphæðin 415 milljónir en frumvarpið gerir ráð fyrir að það lækki enn um 173 milljónir og niður í 241 milljón króna. Það virðist sem svo, og það er álit okkar og þeirra sem við höfum borið þetta undir að hér sé verið að þvinga smærri sveitarfélög til sameiningar jafnvel þó þau standi þokkalega að vígi.
Handbært fé í árslok lækkaði hinsvegar töluvert vegna mikilla fjárfestinga á síðasta ári en samkvæmt áætlun eykst það aftur á þessu ári. Við héldum að okkur höndum í fjárfestingum árið 2023 á meðan mesta holskefla vaxta og verðbólgu gekk yfir en gáfum svo í á síðasta ári og áfram á þessu ári. Það þarf hinsvegar að halda vel á spöðunum þetta árið þannig að við spennum bogann ekki of hátt en víða er kallað á viðhald og fjárfestingar í sveitarfélaginu.
Veltufjárhlutfall hefur farið hækkandi undanfarin ár og var um 0,75 um síðustu áramót. Það eru skammtímaskuldir á móti skammtímatekjum. Óskastaðan er auðvitað sú að vera með veltufjárhlutfall 1 sem er jafnvægi í skammtímaskuldum og skammtímatekjum en það eru ekki mörg sveitarfélög sem státa af þeirri tölu, hvað þá fyrirtæki nema þau allra stöndugustu.
Sömuleiðis hefur skuldahlutfallið farið lækkandi og komið niður í 67% um áramótin en í byrjun þessa árs tókum við lán að upphæð 150 milljónir króna til að brúa bil í viðhaldi og framkvæmdum þannig að við gerum ráð fyrir að það hækki á þessu ári.
Á þessu ári hefur töluvert verið tekið til í eignasjóði. Fyrirtækið Fræ ehf. hefur verið lagt inn í A sjóð og þar með færast skuldir sem A sjóður var í við B sjóð inn í A sjóð. Hlutabréf í Ytra Lóni og Sögunarfélaginu voru seld og hlutabréf félagsins í Fjallalambi og Seljalaxi færð inn í Fjárfestingafélag Þingeyinga en það hefur ekki gengið að fullu í gegn ennþá. Verið er að efla félagið með aðkomu Byggðastofnunar. Við gerum ráð fyrir að þegar þetta er komið í gegn að leggja félagið niður. Fjarskiptafélag Svalbarðshrepps var selt til Tengis en sú sala gengur í gegn að öllu leiti á næsta ári. Fyrirtækið Fossorka var selt til KPMG og var söluverð það sama og sekt sem hafði safnast upp þar sem ekki hafði verið skilað inn ársreikningum frá 2019, en sektin nam um einni milljón króna. Tekið skal fram að félagið var í eigu Rarik, Ísfélagins, Landsbankans og Langanesbyggðar en við beittum okkur fyrir að fá félagið út úr eignasjóði okkar með sölu. Við erum enn með fyrirtæki inni í eignasjóði sem eru einungis að hluta virk, eins og Fjarðarveg 5 ehf. sem stofnað var utan um kaupin á því húsi, ennfremur með húsfélagið Langanesvegur 2 sem við þurfum að virkja betur í samstarfi við meðeigendur og leigjendur.
Ákveðið var á síðasta ári að kaupa húsið að Bakkavegi 7 til útleigu og hugsanlegs bústaðar sveitarstjóra í framtíðinni ef þörf yrði fyrir það enda núvarandi bústaður kominn til ára sinna. Núverandi forstöðumaður Nausts, Silvía Jónsdóttir hefur húsið á leigu en hún hóf störf í fyrradag og við fögnum því að sjálfsögðu að hafa fengið góðan starfskraft í vandasamt starf.
En – heildin er góð eins og er og einhver sagði. Við stöndum ágætlega að vígi og með skynsemi getum við haldið þeirri stöðu.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:02.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?