Fara í efni

24. fundur sveitarstjórnar

21.12.2023 12:00

Fundur í sveitarstjórn

24. fundur, aukafundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 21. desember 2023. Fundur settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Hjörtur Harðarson, Margrét Guðmundsdóttir, Mirjam Blekkenhorst, Júlíus Sigurbjartsson, Björn S. Lárusson og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð, svo var ekki svo gengið til dagskrár.

D a g s k r á

1. Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk

Fundargerð

1. Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk
Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

Bókun um afgreiðslu: Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Langanesbyggðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%. Á móti lækkar tekjuskattur samsvarandi þannig að heildarálögur á skattgreiðendur munu ekki hækka.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp, samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:02

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?