Fara í efni

21. fundur sveitarstjórnar

02.11.2023 17:00

Fundur í sveitarstjórn

21. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 2. nóvember 2023. Fundur settur kl. 17:00.

Mætt voru: Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir varaoddviti, Þorsteinn Ægir Egilsson, Júlíus Sigurbjartsson, Gunnlaugur Steinarsson, Mirjam Blekkenhorst, Hulda Kristín Baldursdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundargerð.

Varaoddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð, svo var ekki svo gengið til dagskrár.

D a g s k r á

1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 934 frá 24.09.2023.
2. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 935 frá 16.10.2023
3. Fundargerð 17. fundar byggðaráðs 19.10.2023
     03.1 Beiðni frá Fuglastíg um mótframlag
     03.2 Beiðni um styrk vegna
4. Fundargerð SSNE nr. 55 frá 04.10.2023
5. Fundargerð 19. Fundar skipulags og umhverfisnefndar frá 24.10.2023
     05.1 Nýtt hverfi Langanesvegur 17 – 19. Breyting vegna athugasemda Vegagerðarinnar.
     05.2 Umsagnir um breytingu á deiliskipulagi
6. Fundargerð velferðar- og fræðslunefndar frá 26.10.2023
7. Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. Ársreikningur
     07.1 Fjárfestingafélag Þingeyinga aðalfundargerð.
8. Samningur um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar í Langanesbyggð 17.10.2023
9. Húsnæðisáætlun endurskoðun fyrir árið 2024
10. Samningur um byggingu við Miðholt 21-27 – riftun.
11. Tillaga að breytingum á gjaldskrám, útsvarsprósenta o.fl.
12. Kostnaðaráætlun vegna jarð- og steypuvinnu við nýtt gámaplan við Háholt, fullbúið. Samantekt hönnuðar.
13. Skýrsla sveitarstjóra

 

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 934 frá 24.09.2023.
Fundargerðin lögð fram

2. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 935 frá 16.10.2023
Fundargerðin lögð fram

3. Fundargerð 17. fundar byggðaráðs 19.10.2023  
     03.1 Beiðni frá Fuglastíg um mótframlag.
Félagið fuglastígur fer fram á mótframlag við frágang í kring um fuglahús við Skoruvíkurbjarg.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt með mótframlagi að upphæð kr. 800 þúsund (20%) fáist styrkur úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til frágangs við fuglaskýli. Áætlaður heildarkostnaður er 4 milljónir króna.

Samþykkt samhljóða.

     03.2 Beiðni um styrk vegna Jólamarkaðar (Jólakúlan 2023).
Jólamarkaðsnefnd fer fram á styrk að upphæð kr. 300 þúsund vegna uppsetningar á jólamarkaði í Íþróttamiðstöð 11. nóvember n.k.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.

Samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð SSNE nr. 55 frá 04.10.2023
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 19. Fundar skipulags og umhverfisnefndar frá 24.10.2023   
     05.1 Nýtt hverfi Langanesvegur 17 – 19. Breyting vegna athugasemda Vegagerðarinnar.
     05.2 Umsagnir um breytingu á deiliskipulagi.

Vegagerðin hefur gert athugasemdir vegna nýs hverfis að Langanesvegi 17 – 19 (sjá umsögn Vegagerðarinnar og svör skipulagsfulltrúa sem hefur gert breytingar í samræmi við athugasemdir).

Til máls tók sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið fyrir hverfið að Langanesvegi 17 – 19 með þeim breytingum sem skipulagsfulltrúi leggur til.

Samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð velferðar- og fræðslunefndar frá 26.10.2023
Fundargerðin lögð fram.

7. Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. ársreikningur. 
     07.1 Fjárfestingafélag Þingeyinga aðalfundargerð.

Til máls tók sveitarstjóri.

Fjárfestingafélag Þingeyinga hefur lokið gerð ársreiknings fyrir félagið og aðalfundur samþykkt hann.
Viðræður hafa átt sér stað um samrunaáætlun á milli sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu um þá hluti sem sveitarfélögin eiga í öðrum félögum í eitt félag þar sem sveitarfélögin leggja fram það hlutafé sem þau eiga (og/eða vilja láta inn í nýtt félag með þátttöku Byggðastofnunar).
Gerð var grein fyrir samrunaáætlun í 8 lið fundarsveitarstjórnar 5. október s.l. þar sem er listi yfir þau félög sem sveitarfélögin eiga í öðrum félögum (liður 8.2) og listi yfir hluthafa eftir samruna (liður 8.1) – listinn er ekki fullunnin.

Ársreikningurinn og fundargerð aðalfundar lögð fram.

8. Samningur um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar í Langanesbyggð 17.10.2023
Gerður hefur verið samningur um vetrarþjónustu á þjóðvegi í gegn um þéttbýli á Þórshöfn á milli Vegagerðarinnar og BJ vinnuvéla. Langanesbyggð sér um að stjórna verklagi við hreinsun á vegi og aðliggjandi svæðum. Skv. 2. gr. greiðir VG 15% þjónustugjald fyrir þennan þátt ofan á 70% hlut sinn í vetrarþjónustu.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

9. Húsnæðisáætlun endurskoðun fyrir árið 2024
Endurskoðuð húsnæðisáætlun sem gerð var í samvinnu við HMS fyrir árið 2024 í Langanesbyggð.

Til máls tók sveitarstjóri.

Áætlunin er lögð fram til kynningar.

10. Samningur um byggingu við Miðholt 21-27 – riftun.
Gert hefur verið samkomulag við verktaka sem hugðist byggja 4 íbúða raðhús við Miðholt 21-27 um að rifta samningnum sem gerður var 1. júní 2023, þar sem ekki er fyrirséð að verktakinn geti staðið við hann. Verktaki endurgreiðir það sem greitt var inn á samninginn við gerð hans fyrir 10. nóvember.

Til máls tóku: Þorsteinn, sveitarstjóri, Þorsteinn, sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að rifta samningnum og felur sveitarstjóra að leita samninga til að byggja 4 leiguíbúðir fyrir almennan markað við Miðholt 21 – 27 með þátttöku (kaupum) leigufélaga (Bríet hses og Brák hses) á íbúðunum.

Samþykkt samhljóða.

11. Tillaga að breytingum á gjaldskrám, útsvarsprósenta o.fl.
Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrám sveitarfélagsins, útsvarsprósentu og leiðréttingu á nokkrum gjöldum.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu um breytingar og leiðréttingu á gjaldskrám ásamt útsvarsprósentu fyrir árið 2024.

Samþykkt samhljóða.

12. Kostnaðaráætlun vegna jarð- og steypuvinnu við nýtt gámaplan við Háholt, fullbúið. Samantekt hönnuðar.
Faglausn hefur gert kostnaðaráætlun um jarðvinnu, steypuvinnu við sökkla og plötu ásamt fullnaðar frágangi á lóð sorpmóttökustöðvar við Háholt 2-4 (nú Háholt 4) með lagningu slitlags á þann hluta sem ekki er lagður slíku í dag.

Til máls tóku: Þorsteinn, sveitarstjóri, Þorsteinn, varaoddviti, sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framkomna kostnaðaráætlun og felur hönnuði að vinna að verkinu áfram. Verkið er sett á fjárhagsáætlun 2024 og gerður viðauki við þær framkvæmdir sem hægt er að leggja í á þessu ári m.a. hugsanlegar lóðaframkvæmdir við sameiningu lóða nr. 4 og 6 við Háholt, þ.e. jarðvegsskipti og lagnir. Sveitarstjóra falið að ræða við hönnuð um skiptingu verkefnisins á milli ára vegna hugsanlegs skorts á verktökum eða efniskaupum.

Samþykkt samhljóða.

13. Skýrsla sveitarstjóra

Varaoddviti, góðir fundarmenn

Ég sagði það þegar ég byrjaði hér sem skrifstofustjóri árið 2021 að mér fyndist ég vera í 20 – 25% starfi fyrir ríkið og stofnanir þess og ég er enn þeirrar skoðunar. Ástæðan er öll sú skýrslugerð og upplýsingagjöf sem við þurfum að veita ríkinu og stofnunum þess og sú mikla vinna sem fer í það. Núna fyrir áramót gerum við að sjálfsögðu fjárhagsáætlun fyrir næsta ár en auk þess endurskoðum við húsnæðisáætlun á hverju ári og jafnlaunavottun og nú bætist við þjónustuáætlun, en það er áætlun um það hvernig sveitarfélögin hafa þjónað íbúum og hvaða þjónustu við veitum eða útvistum miðað við þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga. Kjarni þessarar áætlunar er að komast að því hvort sveitarfélögin séu að uppfylla skyldur sínar gagnvart íbúum og hvort þau eru í raun sjálfbær ef íbúafjöldi er undir 1000. Þessi ákvæði voru sett inn sem breyting á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 sem sérstök breyting og heita nú lög 96/2021 en þar segir í 4.gr.a um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga.:

„Í því skyni að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni skal stefna að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags sé ekki undir 1.000.
Ef íbúafjöldi sveitarfélags er undir 1.000 við almennar sveitarstjórnarkosningar skal sveitarstjórn þess, innan árs frá þeim sveitarstjórnarkosningum, leitast við að ná markmiðum skv. 1. mgr. með því að:
      a. hefja formlegar sameiningarviðræður á grundvelli 119. gr. eða
       b. vinna álit um stöðu sveitarfélagsins, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum, sbr. 1. mgr., og um þau tækifæri sem felast í mögulegum kostum sameiningar sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög.
Ráðherra setur með auglýsingu 1) leiðbeiningar um þau atriði sem fram þurfa að koma í áliti skv. B-lið 2. mgr. en þar skal m.a. fjallað um fjárhagslega og félagslega þætti sveitarfélagsins, íbúaþróun, þjónustu sveitarfélagsins og aðrar samfélagslegar aðstæður. Ráðherra getur að ósk sveitarstjórnar veitt henni lengri tíma til afgreiðslu álitsins ef ástæða þykir til (við þurfum lengri frest en til áramóta).
Álit skv. B-lið 2. mgr. skal sent ráðuneytinu til umsagnar og síðan kynnt íbúum sveitarfélagsins með fullnægjandi hætti ásamt umsögn ráðuneytisins. Að því loknu skal sveitarstjórn taka ákvörðun um hvort hefja eigi sameiningarviðræður á grundvelli 119. gr. og hafa um það tvær umræður skv. 1. mgr. 18. gr.“

Þessar leiðbeiningar hafa nýlega borist og við þurfum samkvæmt þessu að sýna fram á að við getum rekið sveitarfélagið með öllum þeim kvöðum og skyldum sem lagðar eru á sveitarfélögin. Gögnin verða lögð fyrir næsta byggðaráðsfund 16. nóvember. Norðurþing var tilraunasveitarfélag í þessari vinnu og við höfum fengið þau gögn sem þeir notuðu til að átta okkur á hvaða upplýsingar er verið að fara fram á og verkferil svo við getum svarað þeim spurningum og gert grein fyrir sjálfbærni sveitarfélagsins. Þetta er töluverð vinna og við þurfum líklega utanaðkomandi aðstoð, eins og fleiri sveitarfélög með undir 1000 íbúum, til að gera þessa þjónustuáætlun og svara þar með ráðuneytinu að við erum sjálfbær og ekki neydd í sameiningu. En – það er auðvitað kostur líka og ef við getum ekki sýnt fram á sjálfbærni eða viljum sameinast öðru sveitarfélagi þrátt fyrir að sýna fram á sjálfbærni þá er það auðvitað einn kostur að leita eftir sameiningu.

Efnahagsumhverfi þessa árs hefur einkennst af hárri verðbólgu, hækkun vaxta og launa. Þó áætluðum við ríflega fyrir þeim og launaáætlanir munu að því að mér sýnist standast nokkurn veginn. Við ætluðum á þessu ári til fjárfestinga og viðhalds um 211 milljónir króna en ljóst er, að sökum þess að ekki fást verktakar og þjónustumiðstöðin annar ekki þeim verkefnum sem þarf ef ekki fæst fólk til að vinna við viðhald, og tími til að panta vörur hefur lengst til muna þá munum við að öllum líkindum enda í um það bil 170-180 milljónum til fjárfestinga og viðhalds á þessu ári samkvæmt fyrstu útreikningum. Þetta þýðir að þetta ár stefnir í að skila rekstrarafgangi upp á um það bil 140 milljónir með framlagi Jöfnunarsjóðs vegna sameiningar og ef afkoman verður eitthvað svipuð í þeirri áætlun sem við erum að vinna fyrir næsta ár, komumst við langt með að fjármagna þær óskir um viðhald og fjárfestingar sem þegar liggja fyrir eftir fundi með deildarstjórum. Þar er farið fram á 358 milljónir í fjárfestingar og viðhald eða hækkun um tæp 60%. En byggðaráð og sveitarstjórn ásamt starfsfólki skrifstofu og endurskoðanda eiga eftir að fara nánar yfir þetta við afgreiðslu fjárhagsáætlunar svo allar þessar tölur ber að taka með miklum fyrirvara. Hafa ber í huga að við verðum á næsta ári að uppfylla kröfur um sorphirðu og móttöku eða lög um meðhöndlun úrgangs nr. 55 frá 2003 og breytingar á þeim sem tóku gildi með nýjum lögum nr. 103/2021 þann 1. janúar s.l. Nýju lögin heita „Lög um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald, það er EES reglur um hringrásarhagkerfi“. Samkvæmt þessum lagabálkum þurfum við að leggja í miklar fjárfestingar í þessum málaflokki eins og síðasti liður á dagskrá í dag sýnir.

Það voru 33 sveitarfélög sem fengu viðvörun frá eftirlitsnefndinni í október en við vorum ekki í þeim hópi. Engin ný lán voru tekin svo skuldahlutfall hefur lækkað. Þó verktakar hefðu fengist og við getað haldið áætlun varðandi fjárfestingar og viðhald og jafnvel viljað leggja meira í, er ekki fýsilegt að taka lán á þeim kjörum sem bjóðast í dag en vonandi fer verðbólga aðeins niður eins og flestar fjármálastofnanir spá og þar með lækka vextir svo fremi sem þenslan í hagkerfinu minnki.

Það er eins og svo oft áður mikil óvissa framundan varðandi verðþróun og vexti, auk þess sem nær allir kjarasamningar verða lausir eftir áramót. Það er hægt og rólega að draga úr hagvexti sem var í fyrra á þessum tíma 7% en stefnir í að verða um 5% nú. Þetta finnst hagfræðingum sem ekki þekkja til okkar litla hagkerfis skrýtin staða; háir vextir, mikil verðbólga, lítið atvinnuleysi og mikil þensla í hagkerfinu sem samkvæmt öllum kenningum hagfræðinnar ættu vaxtahækkanir að vera farnar að slá verulega á þenslu. Núna fyrst eftir röð hækkana vaxta virðist húsnæðismarkaðurinn vera að frjósa og miklar verðhækkanir skella á. Annars ætla ég ekki að hafa fleiri orð um efnahagsmál því það er ekki fyrir hvern sem er að skilja efnahagsmál á Íslandi.

Sveitarstjóri þakkar slökkviliði Langanesbyggðar við vaska framgöngu þegar eldur kom upp í ónefndu húsi í Langanesbyggð.

Fundargerðin lesin upp, samþykkt samhljóða

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:04

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?