2. fundur sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps
2. fundur sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 16. júní 2022 settur kl. 17:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson, Hjörtur Harðarson, Gunnlaugur Steinarsson, Margrét Guðmundsdóttir, Júlíus Þ. Sigurbjartsson, Mirjam Blekkenhorst og Þorsteinn Ægir Egilsson. Að auki sat fundinn Valdimar Halldórsson.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.
D a g s k r á
- Skipan í nefndir, ráð og stjórnir.
- Kjör sveitarstjórnarfulltrúa.
- Minnisblað verkefnastjóra sveitarfélagsins (Valdimars Halldórssonar) um fjárfestingar, fjárhagsstöðu og sameiningarmál lagt fram.
- Lausafjárstaða sveitarfélagsins. Afrit af bankareikningum Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps lögð fram til upplýsingar.
- Kynning á stöðu við endurbætur á Íþróttamiðstöð (Sportver). Fundargerð frá Faglausn með upplýsingum um endurskoðaða verkáætlun lögð fram.
- Tillaga um starfslokauppgjör við oddvita Svalbarðshrepps.
- Ráðning endurskoðanda frá og með 1. júní og út árið 2022.
- Nafn á nýtt sveitafélag.
Fundargerð
1. Skipan í nefndir, ráð og stjórnir.
Sameiginleg tillaga allrar sveitastjórnar um nefndar og fulltrúaskipan er lögð fram: |
|||
Byggðaráð |
Aðalmenn |
Varamenn |
|
1 |
Sigurður Þór Guðmundsson formaður |
Gunnlaugur Steinarsson |
|
2 |
Halldóra J Friðbergsdóttir varaform. |
Margrét Guðmundsdóttir |
|
3 |
Þorsteinn Ægir Egilsson |
Mirjam Blekkenhorst |
|
Atvinnu og nýsköpunarnefnd |
|||
Formaður |
Daníel Hansen |
1 |
Karl Ásberg Steinsson |
Varaformaður |
Sigríður Jóhannesdóttir |
2 |
Þórir Jónsson |
Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir |
3 |
Aneta Potrykus |
|
Hjörtur Harðarson |
4 |
Marta Uscio |
|
Jóhann Guðmundsson |
5 |
María Valgerður Jónsdóttir |
|
Velferðar og Fræðslunefnd |
|||
Formaður |
Sigríður Friðný Halldórsdóttir |
1 |
Sólrún Siggeirsdóttir |
Varaformaður |
Karítas Ósk Agnarsdóttir |
2 |
Hulda Kristín Baldursdóttir |
Jóhann Hafberg Jónasson |
3 |
Valgerður Sæmundsdóttir |
|
Margrét Guðmundsdóttir |
4 |
Ragnar Skúlason |
|
Þórarinn Jakob Þórisson |
5 |
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir |
|
Skipulags og umhverfisnefnd |
|||
Formaður |
Hildur Stefánsdóttir |
1 |
Þórir Jónsson |
Varaformaður |
Þorsteinn Ægir Egilsson |
2 |
Helga Guðrún Henrýsdóttir |
Sigtryggur Brynjar Þorláksson |
3 |
Mirjam Blekkenhorst |
|
Ina Leverköhne |
4 |
Þorsteinn Vilberg Þórisson |
|
Þorri Friðriksson |
5 |
Hallsteinn Stefánsson |
|
Hverfisráð Bakkafjarðar |
|||
Formaður |
Gunnlaugur Steinarsson |
1 |
Rósa Björk Magnúsdóttir |
Freydís Sjöfn Magnúsdóttir |
2 |
Hafliði Jónsson |
|
Árni Bragi Njálsson |
|||
Hafnarnefnd |
|||
Formaður |
Gunnlaugur Steinarsson |
1 |
Helga Guðrún Henrýsdóttir |
Jónas Jóhannsson |
2 |
Árni Bragi Njálsson |
|
Halldór Rúnar Stefánsson |
3 |
Jóhann Ægir Halldórsson |
|
Kjörstjórn |
|||
1 |
Oddur Skúlason formaður |
1 |
Elfa Benediktsdóttir |
2 |
Sigríður Jóhannesdóttir |
2 |
Svala Sævarsdóttir |
3 |
Árni Davíð Haraldsson |
3 |
Vigdís Sigurðardóttir |
Undirkjörstjórnir |
|||
Geymum skipun |
|||
Landsþing Sambands Sveitafélaga samkvæmt 4. grein samþykkta sambandsins 1. fulltrúi |
|||
til vara |
|||
Sigurður Þór Guðmundsson |
Þorsteinn Ægir Egilsson |
||
Auk þess mun öllum aðalmönnum í sveitarstjórn ásamt tveimur starfsmönnum boðið að fara á þingið. |
|||
SSNE Stjórnarmaður |
til vara |
||
Sigurður Þór Guðmundsson |
Þorsteinn Ægir Egilsson |
||
Ársþing SSNE |
til vara |
||
Halldóra Friðbergsdóttir |
Sigurður Þór Guðmundsson |
||
Þorsteinn Ægir Egilsson |
Júlíus Sigurbjartsson |
||
Fulltrúaráð Héraðsnefnd Þingeyinga og MMÞ |
til vara |
||
Karítas Ósk Agnarsdóttir |
Þórarinn Jakob Þórisson |
||
Halldóra Friðbergsdóttir |
Sigurður Þór Guðmundsson |
||
Til stjórnarsetu í Menningarmiðstöð Þingeyinga |
|||
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir |
|||
Landbúnaðar- vinnuhópur |
|||
Til að ræða fjallskil á þessu ári og mótatillögur að framtíðarskipulagi fjallskila og veita umsögn um samþykktir óstofnaðrar Landbúnaðarnefndar. |
|||
1 |
Árni Gunnarsson |
Engir varamenn |
|
2 |
Jóhannes Ingi Árnason |
||
3 |
Hafliði Jónsson |
||
4 |
Ágúst Marínó Ágústsson |
||
5 |
Soffía Björgvinsdóttir |
||
6 |
Eggert Stefánsson |
||
Stjórn Jarðasjóðs |
|||
til 3ja ára |
Jónas Bóasson |
1 |
Ævar Marinósson |
til 3ja ára |
Júlíus Sigurbjartsson |
2 |
Elfa Benediktsdóttir |
til 2ja ára |
Ragnar Skúlason |
3 |
Ina Leverköhne |
til 2ja ára |
Mirjam Blekkenhorst |
4 |
Sigurður Þór Guðmundsson |
til 1 árs |
Þórir Jónsson |
5 |
Úlfhildur Ída Helgadóttir |
Fulltrúi í stjórn Seljalax |
til vara |
||
1 |
Ragnar Skúlason |
Júlíus Sigurbjartsson |
Tillagan er lögð fram til samþykktar.
Samþykkt samhljóða
2. Kjör sveitarstjórnarfulltrúa.
Lagt er til að reglur Langanesbyggðar frá 13. desember 2018 gildi þar til annað er ákveðið og viðmiðunarfjárhæðir reiknaðar til 1. júní
Þar segir m.a. „kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn, aðal- og varamenn fá greitt sem nemur 1,82% af þingfararkaupi fyrir hvern fund sem þeir sækja.“
Þingfararkaup er í dag kr. 1.285.411.- og 1,82% er því kr. 23.394 per fund.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
3. Minnisblað verkefnastjóra sveitarfélagsins (Valdimars Halldórssonar) um fjárfestingar, fjárhagsstöðu og sameiningarmál lagt fram.
Lagt fram til upplýsingar og umræðu.
Valdimar kynnti minnisblaðið. Umræður urðu um þennan lið. Þorsteinn, Sigurður og Mirjam tóku til máls.
Bókun minnihluta:
Fulltrúar L-lista gera athugasemdir við atriði í minnisblaði verkefnisstjóra. Yfirdráttarstaða sveitarfélagsins stendur í 47 milljónum skv. gögnum fundarins og þar af 28 milljónir vegna kaupa á Fjarðarvegi 5 (Landsbankahúsinu), en í minnisblaðinu er talað um að staða á yfirdrætti sé 82 milljónir. Yfirdráttarheimild sveitarfélagsins er 60 milljónir ásamt og þeim 28 milljónum sem notaðar voru í kaup á Landsbankabúsnæðinu, en þar á eftir að vinna langtímafjármögnun.
4. Lausafjárstaða sveitarfélagsins. Afrit af bankareikningum Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram til upplýsingar. Umræður um þennan lið fóru fram samhliða lið nr. 3).
Bókun frá minnihluta:
Fulltrúar L-lista gera athugasemdir við gögn undir þessum lið þar sem að fjárhagsstaða Langanesbyggðar sé metin út frá einum degi 13. júní 2022 á bankayfirliti enda gefur það ekki rétta mynd á stöðunni. Gjöld vegna t.d. launa eru greidd út í byrjun mánaða en tekjur s.s. fasteignagjöld, útsvar og Sjúkratryggingar vegna Nausts koma inn í lok mánaða.
5. Kynning á stöðu við endurbætur á íþróttamiðstöð (Sportver). Fundargerð frá Faglausn með upplýsingum um endurskoðaða verkáætlun lögð fram.
Lagt fram til upplýsingar og umræðu.
Umræður fóru fram: Sigurður kynnti fundargerð. Þorsteinn tók til máls.
Samþykkt að vísa málinu til Byggðaráðs til eftirfylgni
Bókun minnihluta:
Fulltrúar L-lista harma það að skera eigi niður í framkvæmdum við íþróttamiðstöðina Ver, enda undirbúningur vegna fyrirhugaðra framkvæmda staðið yfir í um 2 ár. Fyrir liggur greiðslumat á getu sveitarfélagsins til þessara framkvæmda að upphæð 245 milljóna á þessu ári fyrir utan þá fjármuni sem koma inn í nýtt sameinað sveitarfélag vegna sameiningar. Verkefnið hefur verið skorið niður um 65 milljónir nú þegar og standa áætlanir í um 180 milljónum.
6.Tillaga um starfslokauppgjör við oddvita Svalbarðshrepps.
Sigurður lýsir sig vanhæfan. Það var samþykkt samhljóða.
Gunnlaugur tekur við fundarstjórn og leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu:
Við sameiningu Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar, þarf að loka skrifstofu Svalbarðshrepps sem var á heimili þáverandi oddvita og ganga frá skjölum og gögnum á viðeigandi staði á skrifstofu sameinaðs sveitarfélags. Lagt er til að oddviti haldi launagreiðslum í 3 mánuði eða júní, júlí og ágúst á meðan því er lokið, en laun hans voru kr. 230.000,- og greiddar voru kr. 20.000- í akstur á mánuði. Auk þess verði þá að loknu því tímabili nettengingu skrifstofunnar lokað.
Þorsteinn gerir athugasemd við setu Gunnlaugs sem fundarstjóra enda ekki oddviti eða varaoddviti sveitarstjórnar.
Umræður fóru fram. Þorsteinn, Mirjam, Gunnlaugur og Valdimar tóku til máls.
Bókun minnihluta:
Fulltrúar L-lista styðja ekki tillögu um starfslokauppgjör til fráfarandi oddvita Svalbarðshrepps enda enginn ráðningasamningur til milli hans og sveitarfélagsins og því engar skyldur á nýju sameinuðu sveitarfélagi vegna þessa máls. Að okkar mati hefði fyrrum sveitarstjórn Svalbarðshrepps átt að ganga frá starfslokum oddvita síns fyrir lok kjörtímabilsins. Ráðin hefur verið verkefnastjóri til nýs sameinaðs sveitarfélagsins til að halda utan um þessi mál ásamt og endurskoðendum fyrri sveitarfélaga.
Hjörtur leggur fram tilllögu um að fresta málinu fram á næsta fund. Samþykkir voru Gunnlaugur, Hjörtur og Margrét. Á móti Þorsteinn, Mirjam og Júlíus.
Tillaga Gunnlaugs tekin til afgreiðslu.
Samþykkt: Gunnlaugur. Hjáseta: Hjörtur og Margrét. Á móti: Þorsteinn, Mirjam og Júlíus.
7. Ráðning endurskoðanda frá og með 1. júní og út árið 2022.
Valdimar leggur fram tillögu um að KPMG verði endurskoðandi sameiginlegs sveitarfélags út árið 2022.
Samþykkt samhljóða.
8. Nafn á nýtt sveitafélag.
Sigurður Þór Guðmundsson leggur fram tvær tillögur.
a) Sveitastjórn tekur ákvörðun nú þegar að nafn sameinaðs sveitafélags verði Langanesbyggð.
Rök; af 75 tillögum sem komu í hugmyndasöfnun um nöfn voru 32 sem lögðu til nafnið Langanesbyggð. Önnur nöfn sem undirbúningsstjórn lagði til að leitað yrði álits á voru Langanesþing (1 tillaga), Langanes (1 tillaga) og Norðausturbyggð (9 tillögur). Líkur má leiða að því að meirihluti í kosningu muni kjósa nafnið Langanesbyggð og er sveitastjórn því hér með gefin kostur á að taka þá ákvörðun.
b) Sveitastjórn felur Byggðarráði að útfæra og halda rafræna kosningu um val á nafni sveitarfélagsins þegar umsagnir örnefnastofnunar liggja fyrir um þau 4 nöfn sem helst komu til greina eftir hugmyndasöfnun, kostnaður við slíkt og tímamörk liggja ekki fyrir.
Þessu tengt þá tillögugerð að uppfærslu byggðamerkis sveitafélagsins vísað til byggðaráðs og sveitarstjóra falið að hefja þá vinnu.
Samþykkt samhljóða.
Umræður: Sigurður, Þorsteinn, Hjörtur, Mirjam.
Greidd voru atkvæði:
a) Sigurður einn meðfylgjandi
b) Gunnlaugur, Þorsteinn, Mirjam, Margrét, Hjörtur, Júlíus samþykktu.
Tillaga b) samþykkt.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00