Fara í efni

19. fundur sveitarstjórnar

11.09.2023 00:00

Fundur í sveitarstjórn

19. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, mánudaginn 11. september 2023. Fundur settur kl. 17:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Þorsteinn Ægir Egilsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Gunnlaugur Steinarsson, Valgerður Sæmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Björn S. Lárusson sveitarstjóri. Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð, svo var ekki og gengið til dagskrár.

Inn á fundinn á Teams komu: Almar Eggertsson vegna málefna Nausts og Díana Jóhannsdóttir og Anna Lind Björnsdóttir vegna áhersluverkefnis SSNE.

Dagskrá

 

1. Málefni Nausts, framkvæmdir, verk- og kostnaðaráætlun. Hugsanleg framhald eftir lok framkvæmda á efri hæð. Almar Eggertsson.
2. „Auknar fjárfestingar á NE“ Anna Lind Björnsdóttir og Díana Jóhannsdóttir frá SSNE kynna áhersluverkefni SSNE
3. Fundargerð 15. fundar byggðaráðs frá 24.08.2023
     03.1) Tilboð í sorpflokkunarhús
4. Fundargerð 17. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 29.08.2023
     04.1) Breyting á innkeyrslu fyrir hugsanlegt bílastæði norðan Kjörbúðar.
5. Fundargerð 3. fundar landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar frá 20.08.2023
6. Fundargerð 9. fundar velferðar- og fræðslunefndar 31.08.2023
     06.1) Drög að verðskrá VERS
     06.2) Starfshlutfall iðjuþjálfa
7. Fundargerð 5. fundar hafnarnefndar 30.08.2023
8. Fundargerð 8. Fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar 29.08.2023
9. Auðlindin okkar – sjálfbær sjávarútvegur. Bókun á fundi byggðaráðs 20.07.2023
10. Fundargerð 2. vinnufundar vegna framkvæmda við Naust 23.08.2023
11. Fundargerð 8. fundar Jarðasjóðs 06.09.2023
     11.1) Samningur um leigu á Hallgilsstöðum 1
12. Bréf lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna niðurskurðar á starfi forvarnarfulltrúa
13. Bréf til dómsmálaráðherra vegna embættis fulltrúa á Þórshöfn
14. Drög að viðauka við samning um verkefnið „Betri Bakkafjörður“
15. Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1. Málefni Nausts, framkvæmdir, verk- og kostnaðaráætlun. Hugsanleg framhald eftir lok framkvæmda á efri hæð. Almar Eggertsson.
Almar Eggertsson frá Faglausn gerði grein fyrir verkáætlun og kostnaðaráætlun (lítið breyttum) ásamt því hvernig breytingar á húsnæði koma út miðað við þann áfanga sem samþykktur hefur verið og hugsanlegan II áfanga ef haldið yrði áfram.

Kynning á stöðu verkefnisins.

2. „Auknar fjárfestingar á Norðausturlandi“ Anna Lind Björnsdóttir og Díana Jóhannsdóttir frá SSNE kynna áhersluverkefni SSNE
Anna Lind Björnsdóttir og Díana Jóhannsdóttir kynntu eitt af áhersluverkefnum sóknaráætlunarinnar „Auknar fjárfestingar á Norðausturlandi“ sem hefur það að markmiði að laða að fjárfestingar í landshlutanum og þar með fjölga atvinnuskapandi verkefnum í sem flestum sveitarfélögum á svæðinu. Díana og Anna Lind kynntu verkefnið á Teams.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkir að taka þátt í verkefninu og vísar erindinu til verkefnastóra Kistunnar.

Samþykkt samhljóða.

3. Fundargerð 15. fundar byggðaráðs frá 24.08.2023    
     03.1) Tilboð í sorpflokkunarhús.

Borist hafa 5 tilboð í stálgrindarhús vegna sorpflokkunarhúss. Hagstæðasta tilboðið miðað við innifalin kostnað við uppsetningu er frá Landstólpa. Byggðaráð hefur samþykkt að taka tilboðinu með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að ganga til samninga við Landstólpa á grundvelli tilboðs.

Samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð 17. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 29.08.2023   
      04.1) Breyting á innkeyrslu fyrir hugsanlegt bílastæði norðan Kjörbúðar.

Eigendur Kjörbúðarinnar hafa fallist á að nýta sameiginlega innkeyrslu með Kjörbúðinni að nýju bílastæði norðan Kjörbúðarinnar á lóð sem Langanesbyggð á. Bílastæðið er ætlað fyrir viðskiptavini Langanesvegar 1 og 2 ásamt gestum Nausts. Kostnaður er áætlaður um 2 m.kr. miðað við tilbúið stæði án malbikunar.

Til máls tók sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að gert verði bílastæði norðan Kjörbúðarinnar á lóð Langanesbyggðar. Kostnaður er áætlaður 2 m.kr. án malbikunar. Sveitarstjóra falið að leita eftir samningi við verktaka um verkið og leggja fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

5. Fundargerð 3. fundar landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar frá 20.08.2023
Fundargerðin lögð fram

6. Fundargerð 9. fundar velferðar- og fræðslunefndar 31.08.2023   
     06.1) Drög að verðskrá VERS

Bókun um afgreiðslu: Lögð fram drög að verðskrá VERS. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti verðskrá VERS.

Samþykkt samhljóða.

     06.2) Starfshlutfall iðjuþjálfa

Iðjuþjálfi hefur boðist til að auka starfshlutfall sitt fyrir Langanesbyggð úr 20%. Eftir könnun hjá skólum, Nausti og félagi eldri borgara er það skoðun velferðar og fræðslunefndar að ákjósanleg væri að auka hlutfallið í 50%.

Til máls tók sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Þegar endanleg ákvörðun þessara stofnana og kostnaður liggur fyrir verður ákveðið hvort þessu boði verður tekið og enn fremur hvort það taki gildi á þessu ári með viðauka við fjárhagsáætlun 2023 ef það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar eða tekið til umræðu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.

Samþykkt samhljóða.

7. Fundargerð 5. fundar hafnarnefndar 30.08.2023
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 8. Fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar 29.08.2023
Fundargerðin lögð fram.

9. Auðlindin okkar – sjálfbær sjávarútvegur. Bókun á fundi byggðaráðs 20.07.2023
Í bókun byggðaráðs frá 20.07.2023 segir vegna minnisblaðs fyrir fund um fyrirkomulag strandveiða, úthlutun aflaheimilda og áhrif þróunar byggðar við Bakkaflóa: Óskað er eftir að sveitarstjórn taki málið upp og styðji við aðgerðir sjómanna og útgerðarmanna.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, Þorsteinn, Gunnlaugur, sveitarstjóri, Gunnlaugur, Þorsteinn, oddviti, Gunnlaugur, Þorsteinn, Gunnlaugur.

Bókun um afgreiðslu: Þar sem matvælaráðherra hefur lagt fram skýrslu, „Auðlindin okkar“ um uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu er sveitarstjóra falið að koma á framfæri umsögn um málið í samráðsgátt stjórnvalda og leita til þess aðstoðar hagsmunaaðila í sjávarútvegi í Langanesbyggð.

Samþykkt samhljóða.

10. Fundargerð 2. vinnufundar vegna framkvæmda við Naust 23.08.2023
Fundargerðin lögð fram

11. Fundargerð 8. fundar Jarðasjóðs frá 06.09.2023    
       11.1) Samningur um leigu á Hallgilsstöðum

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann f.h. Langanesbyggðar.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tók Þorsteinn.

Bókun fulltrúa L-lista: Á 2 fundi sveitarstjórnar dags. 16 júní 2022 samþykkti sveitarstjórn fulltrúa í nefndir, stjórnir og ráð hjá sveitarfélaginu. Í stjórn jarðarsjóðs eru fulltrúar skipaðir ýmist til 3ja, 2ja eða eins árs. Frá og með 16 júní 2023 hefur hvorki Þórir Jónsson, sem skipaður var til eins árs, né nokkur annar fengið umboð til að starfa í stjórn sjóðsins. Hvetja fulltrúar L-lista stjórnendur sveitarfélagsins til að bregðast við og veita núverandi fulltrúa og eða nýjum umboð til að starfa í stjórninni.

12. Bréf lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna niðurskurðar á starfi forvarnarfulltrúa
Lögreglustjóri hefur sent bréf þar sem greint er frá niðurskurði á starfi forvarnarfulltrúa við embættið á Akureyri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar mótmælir niðurskurði á svo mikilvægri þjónustu sem löggæslumál og forvarnir eru.

Samþykkt samhljóða.

13. Bréf til dómsmálaráðherra vegna embættis fulltrúa sýslumanns á Þórshöfn
Í drögum að fjárlögum er ekki gert ráð fyrir stöðu fulltrúa sýslumanns á Þórshöfn.

Til máls tóku: Þorsteinn, sveitarstjóri, oddviti, Þorsteinn

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að senda bréf til dómsmálaráðherra og fara þess á leit við ráðuneytið að við lið 5 í reglugerð 1151/2014 bætist „Þórshöfn“ við sem útibú sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra. Þingmönnum kjördæmisins og fjárlaganefnd verða send afrit af bréfinu og vakin athygli á því í samtölum við viðkomandi.

Samþykkt samhljóða.

14. Drög að viðauka við samning um verkefnið „Betri Bakkafjörður“
Stjórn Byggðastofnunar hefur fallist á að framlengja samning um verkefnið „Betri Bakkafjörður“ til ársloka 2024.

Til máls tóku: sveitarstjóri, oddviti, Þorsteinn, oddviti, sveitarstjóri, Þorsteinn, Sigríður Friðný,

Bókun um afgreiðslu: Afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða.

15. Skýrsla sveitarstjóra

Hr. Oddviti ágætu fulltrúar í sveitarstjórn.

Í síðustu viku bárust okkur þau gleðitíðindi að stjórn Byggðastofnunar hafi ákveðið að framlengja verkefnið „Brothættar Byggðir“ fyrir Bakkafjörð um 1 ár. Á fundi með verkefnisstjórn í síðustu viku var á fulltrúum stofnunarinnar að skilja að þetta væri ekki síst fyrir það að við höfum sjálf sýnt mikið frumkvæði í verkefninu meðal annars með stofnun Kistunnar sem mun verða í nánu samstarfi við verkefnastjóra á Bakkafirði. Þá höfum við verið einstaklega heppin með starfsmenn á Bakkafirði sem hafa verið mjög ötulir í að ýta þessu verkefni áfram. Ég þykist vita að það er vilji sumra að hefja þegar undirbúning að því að verkefnið verði framlengt lengur en það er þá ákvörðun sveitarstjórnar að sækja um það og undirbúa fyrir það. Einhvern tímann þurfum við, engu að síður að taka þetta verkefni alfarið yfir á sveitarfélagið og það er alltaf spurning hvenær nóg er að gert en eitt er víst að slíku verkefni lýkur ekki fyrr en það er komið á þann stað sem við kjósum og Bakkafjörður verði ákjósanlegur kostur til að búa og vinna. Það er hið endanlega markmið í mínum huga. Ekkert sveitarfélag að Grímsey undanskilinni hefur verið skilgreint svo lengi sem „Brothætt byggð“ að því að ég best veit.

Undanfarna mánuði hef ég verið í góðu samstarfi við starfsmenn hjá Faglausn, einkum Hermann Herbertsson sem áður starfaði hjá Þjóðskrá, starfsfólk HMS og Gauk Hjartarson byggingafulltrúa á Húsavík að koma skipulagi á land sem hingað til hefur haft vinnuheitið „óútvistað land á Bakkafirði“. Um er að ræða lönd og lóðir á Bakkafirði þar sem óvíst er um eignarhald eða leigu og við höfum í samvinnu búið til nokkrar lóðir við hús sem áður höfðu ekki þinglýstar lóðir. Þetta er seinlegt verk og í mörg horn að líta en það fer að sjást til lands í þessu máli.

Eftir 1. október verður sveitarstjóri með fasta viðveru á Bakkafirði a.m.k. tvisvar til þrisvar í mánuði á miðvikudögum frá 14 – 16. Þetta verður tilkynnt formlega í vikunni og hver dagsetning með góðum fyrirvara þegar það á við. Því miður hefur ekki tekist að koma þessu á fyrr og engin afsökun fyrir því en ég vonast til að Bakkfirðingar nýti sér það að koma og ræða mál beint við sveitarstjóra á þessum tíma.

Hjá okkur er farið að gæta óþolinmæði gagnvart Landsbyggðarhúsum og Bríet leigufélagi sem ætla að byggja 4 íbúða raðhús í Miðholti og höfum við undirritað samning um kaup á 2 íbúðum. Einhver snuðra hljóp á þráðinn hjá Leigufélaginu Bríet og Landsbyggðahúsum á síðustu stundu eftir að þeir höfðu báðir sannfært mig um að allt væri klappað og klárt. Nú segja báðir að samningar séu í augsýn en hafandi mikla reynslu úr byggingariðnaði þá hef ég farið fram á fund með framkvæmdastjóra Bríetar og forsvarsmönnum Landsbyggðarhúsa n.k. miðvikudag í Reykjavík. Þessi mál verða að komast á hreint. Við getum að vísu glaðst yfir því að fyrstu húsin sem hafin er bygging á hér á Þórshöfn í langan tíma eru nú í byrjunarfasa við Langanesveg og Bakkaveg.

Vilborg Anna Elvarsdóttir lauk störfum hjá okkur þann 1. september s.l. sem gjaldkeri og innheimtufulltrúi og eftir að hafa auglýst eftir starfsmanni höfum við ákveðið að ráða Jóhönnu Herdísi Eggertsdóttur í starfið og mun hún hefja störf þegar uppsagnarfresti hennar lýkur í grunnskólanum en það er 1. janúar. Við þökkum Vilborgu Önnur fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Eftir áramót verðum við aftur fullmannað á skrifstofu sveitarfélagsins. Jóhanna er menntuð frá NTV í bókhaldi og framhaldsnámi þar í bókhaldi þannig að við teljum okkur hafa fundið rétta starfsmanninn þar og bjóðum hana velkomna til starfa.

Nú fer í hönd sá tími sem við ætlum til að undirbúa og afgreiða fjárhagsáætlun og 3ja ára áætlun. Það er markmið mitt að gera þetta á skipulagðari hátt en gert var síðast en þá reyndum við að koma á skipulagi sem reyndist að vísu vel varðandi viðhald og fjárfestingar en alltaf má gera enn betur. Sveitarsjóður stendur vel, engar nýjar lántökur voru á þessu ári og eins mig renndi í grun á síðasta ári var erfitt að fá verktaka til að vinna þau viðhaldsverkefni sem þurfti en við gerðum okkar besta. Því er útlit fyrir að ekki verði allir fjármunir sem ætlaðir voru til fjárfestinga og viðhalds nýttir á þessu ári.

Nú stöndum við frammi fyrir miklum fjárfestingum á næsta ári í viðhaldsvinnu og endurbótum á Nausti sem að einhverju leiti fellur á þetta ár en stærri hluti á næsta ár. Kistan fór nokkuð fram úr áætlun og ég mun búa til viðauka varðandi þessi tvö verkefni og gera betur grein fyrir þeim innan tíðar þegar endanlegur kostnaður liggur fyrir á þessu ári varðandi bæði verkefnin. Enn fremur þurfum við að fjárfesta í sorpmóttökustöð, helst að undirbúa lóð undir móttökustöðina og gera hana tilbúna áður en hús verður sett niður næsta vor. Við höfum að sumu leiti haldið að okkur höndum í sorpmálum þar sem sum sveitarfélög hafa lent í töluverðum vandræðum með að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru og ekki alltaf farið „réttu“ leiðina sem leitt hefur til mistaka og sóunar fjármuna. Við ætlum að fara í þær aðgerðir og skipulag þar sem öðrum sveitarfélögum hefur heppnast að koma þessum málum í skikkanlegt horf án vandkvæða að miklu leiti.

Sem betur fer stendur sveitarsjóður vel og við sjáum fram á að geta að miklu eða einhverju leiti staðið undir framkvæmdum fyrir eigið fé en lántökur í þessu efnahagsumhverfi eru ekki fýsilegur kostur. Þó verður ekki hjá því komist á næsta ári og vonast ég til að kjör á lánamarkaði fari hægt batnandi.

Fundargerðin lesin upp, samþykkt samhljóða

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:56.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?