Fara í efni

17. fundur sveitarstjórnar

15.06.2023 17:00

Fundur í sveitarstjórn

17. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 15. júní 2023. Fundur settur kl. 17:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Þorsteinn Ægir Egilsson, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Gunnlaugur Steinarsson, Mirjam Blekkenhorst, Margrét Guðmundsdóttir og Björn S. Lárusson sveitarstjóri. Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð, svo var ekki.

Oddviti fer fram á að samþykkt verði afbrigði frá boðaðri dagskrá þannig að áður en gengið er til formlegrar dagskrár mun Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar svara spurningum um húsnæðismál og hugsanleg framlög til þeirra í fjarfundi.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá

1. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga nr. 927 frá 26.05.2023
2. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga nr. 928 frá 02.06.2023
3. Fundargerð 52. fundar stjórnar SSNE 03.05.2023
4. Fundargerð 12 fundar byggðaráðs frá 17.05.2023
     04.01) Stöðugreining úrgangsmála á Norðurlandi vorið 2022
     04.02) Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi
5. Fundargerð 15. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 06.06.2023
     05.01) Vegagerð við Langholt / Markholt. Hönnunarteikningar og tilboð í vegagerðina.
     05.02) Skipulag við Miðholt breyting.
     05.03) Framkvæmdir við Naust. Fyrirspurn um framkvæmdir á Nausti frá L lista. Framkvæmdir við Naust. Bréf forstjóra og hjúkrunarfræðinga,              teikningar og kostnaðaráætlanir.
6. Fundargerð 7. fundar velferðar og fræðslunefndar 10.05.2023
7. Fundargerð 7. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar 06.06.2023
8. Fundargerð velferðar og fræðslunefndar 08.06.2023
9. Miðholt 21 og 27
     09.01 og 09.02) Kaupsamningur, skilalýsing og söluyfirlit.
10. Tillögur að nýjum samþykktum fyrir frístundastyrk Lnb – Lokaútgáfa
11. Samstarfssamningur við Faglausn – endurskoðun
12. Svar FST við áskorun sveitarstjórnar Langanesbyggðar vegna fjarskipta frá 02.06.2023
13. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis frá Enn 1 skálanum ásamt teikningu 22.05.2023
14. Greinargerð vegna kaupa og riftunar á samningi á kaupum á DC 3
15. Minnisblað vegna ráðningar verkefnastjóra Kistunnar frá forstöðumanni ÞÞ
16. Bréf til oddvita og sveitarstjórnar Lnb frá Þorsteini Ægi Egilssyni 24.04.2023
17. Frá L lista. Fyrirspurn varðandi tjaldsvæði ásamt gögnum
18. Frá L lista. Fyrirspurn varðandi Íþróttamiðstöð og hlutverk forstöðumanns
19. Frá L lista. Fyrirspurn um framkvæmdir við Íþróttamiðstöð ásamt svari
20. Frá L lista  Strandveiðar
21. Breytt skipulag athafnasvæðis 26.04.2023
22. Tillaga vegna húsahitunar í sveitarfélaginu
23. Bókun um sumarleyfi sveitarstjórnar til 17. ágúst.
24. Kvörtun vegna 5. liðar á 11 fundi byggðaráðs 04.05.2023
25. Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga nr. 927 frá 26.05.2023
Fundargerðin lögð fram

2. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga nr. 928 frá 02.06.2023
Fundargerðin lögð fram

3. Fundargerð 52. fundar stjórnar SSNE 03.05.2023
Fundargerðin lögð fram

4. Fundargerð 12. fundar byggðaráðs frá 17.05.2023
     04.01) Stöðugreining úrgangsmála á Norðurlandi
     04.02) Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir svæðisáætlunina.

Samþykkt samhljóða.

5. Fundargerð 15. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 06.06.2023
     05.01) Vegagerð við Langholt / Markholt. Hönnunarteikningar og tilboð í vegagerðina.

Lagðar fram teikningar af hönnun vegar við Langholt / Markholt og tilboð frá BJ vinnuvélum í verkið.

Til máls tók sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir tilboð verktaka í verkið.

Samþykkt samhljóða.

     05.02) Skipulag við Miðholt breyting. Lögð fram breyting á deiliskipulagi við Miðholt þar sem byggingareitur er stækkaður og fyrirhugað að byggja         fjórar íbúðir í stað þriggja. Skipulagið var sett i grenndarkynningu með bréfi. Engar athugasemdir bárust.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir breytinguna og felur sveitarstjóra að undirrita og senda Skipulagsstofnun.

Samþykkt samhljóða.

     05.03) Framkvæmdir við Naust: Fyrirspurn um framkvæmdir á Nausti frá L-lista. Bréf forstjóra og hjúkrunarfræðinga, teikningar og                                     kostnaðaráætlanir.

Lögð er fram fyrirspurn frá L-lista varðandi stöðu mála við hugsanlegar framkvæmdir við Naust. Gögn sem fylgja með svara spurningu L lista varðandi stöðu mála. Ennfremur liggur fyrir bréf forstjóra og hjúkrunarfræðinga við Naust þar sem færð eru rök fyrir því að fara í framkvæmdir samkvæmt meðfylgjandi teikningar og kostnaðarárætlun sem unnar hafa verið af Faglausn í samráði við sveitarstjóra og forstjóra Nausts.

Til máls tók sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að fara í framkvæmdir samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir og koma fram í meðfylgjandi teikningum og kostnaðaráætlun. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og hönnuði að gera verkáætlun og leggja fyrir fund byggðaráðs. Ennfremur að gera samning við verktaka um að vinna verkið sem lagður verði fram samhliða verkáætlun fyrir byggðaráð. Þá er óskað eftir að viðauki verði gerður við fjárhagsáætlun vegna gatnaframkvæmda og endurbóta á Nausti.

Samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð 7. fundar velferðar og fræðslunefndar 10.05.2023
Fundargerðin lögð fram

Til máls tók Halldóra.

Bókun sveitarstjórnar: Sveitarstjórn óskar íbúum til hamingju með torg fjölbreytileikans.

7. Fundargerð 7. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar 06.06.2023
Fundargerðin lögð fram

8. Fundargerð velferðar og fræðslunefndar 08.06.2023
Fundargerðin lögð fram

9. Miðholt 21 og 27  
    09.01 og 09.02) Kaupsamningur, skilalýsing og söluyfirlit.

Lagður fram kaupsamningur, undirritaður af sveitarstjóra með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar á fyrirhugaðri byggingu raðhúss við Miðholt 21 – 27 ásamt söluyfirliti. Um er að ræða íbúðir nr. 21 og 27. Íbúðirnar eru ætlaðar til útleigu og að standa undir kostnaði.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, Þorsteinn, sveitarstjóri, oddviti.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir kaupin fyrir sitt leiti. Sveitarstjóra er falið að leita eftir samningi við HMS um fjármögnun og að hefja viðræður við leigufélögin Bríet og Brák hses. um hugsanlega yfirtöku eignanna. Niðurstaða þeirra viðræðna verði lagðar fyrir byggðaráð.

Samþykkt samhljóða.

10. Tillögur að nýjum samþykktum fyrir frístundastyrk Lnb – Lokaútgáfa


Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir samþykktirnar fyrir sitt leiti.

Samþykkt samhljóða.

11. Samstarfssamningur við Faglausn – endurskoðun
Faglausn hefur farið fram á endurskoðun taxta í samningi sem upphaflega var gerður 2020 og endurskoðaður 2022 (án breytinga á taxta). Í skýringum er taxti fyrir og eftir endurskoðun.

Til máls tók sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir þær breytingar sem koma fram í endurskoðuðum samningi og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

12. Svar FST við áskorun sveitarstjórnar Langanesbyggðar vegna fjarskipta frá 02.06.2023
Bréf Fjarskiptastofnunar við áskorun sveitarstjórnar varðandi fjarskiptamál lagt fram.

13. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis frá Enn 1 skálanum ásamt teikningu 22.05.2023

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir rekstarleyfið fyrir sitt leiti.

Samþykkt samhljóða.

14. Greinargerð vegna kaupa og riftunar á samningi á kaupum á DC 3
Sveitarstjóri gerir grein fyrir ástæðum riftunar kaupa á DC 3 vél í landi Sauðaness.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, Þorsteinn, sveitarstjóri, Þorsteinn, oddviti.

Bókun um afgreiðslu: Seljandi hefur óskað eftir því að slíta samniningi og mun sveitarfélagið ganga að því.

Samþykkt samhljóða.

15. Minnisblað vegna ráðningar verkefnastjóra Kistunnar frá forstöðumanni ÞÞ
Minnisblað frá Þekkingarneti Þingeyinga vegna ráðningar verkefnastjóra „Kistunnar – þekking og þróun“.

Minnisblaðið lagt fram.

Til máls tóku: Mirjam, Þorsteinn, oddviti.

Bókun L-lista: Fulltrúar L-lista fagna þróun Kistunar og óskum jafnframt nýjum verkefnastjóra til hamingju með starfið. Einnig óska fulltrúar L-lista eftir því að stjórn Fjarðarvegar 5 ehf. sé upplýst um framgang og niðurstöður mála er tengjast félaginu og Kistunni áður en ákvörðun er tekin og fréttatilkynningar eru gefnar út.

16. Bréf til oddvita og sveitarstjórnar Lnb frá Þorsteini Ægi Egilssyni 24.04.2023
Þorsteinn Ægir Egilsson sveitarstjórnafulltrúi leggur fram kvörtun til sveitarstjórnar vegna „Óviðeigandi ummæla sveitarstjórnarfulltrúa H - listans á fundi sveitarstjórnar“.

Til máls tóku: Halldóra, Þorsteinn.

17. Frá L lista. Fyrirspurn varðandi tjaldsvæði ásamt gögnum 17.05.2023
„L – listinn óskar eftir öllum upplýsingum um málið og eftir atvikum gögnum sem til eru í málinu s.s. tölvupóstum og samningum við aðila“.

Lagðir eru fram tölvupóstar og drög að samningi samkvæmt ósk L–lista.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, Þorsteinn, oddviti, sveitarstjóri, Mirjam, Halldóra, Þorsteinn.

18. Frá L lista. Fyrirspurn varðandi Íþróttamiðstöð og hlutverk forstöðumanns 17.05.2023
„Fulltrúar L–lista óska skýringa og gagna á því sem kemur fram í fréttinni 12. maí s.l. um að nýráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja sinni einnig stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa í sveitarfélaginu sem er í algeru ósamræmi við gögn málsins (í viðhengi). Einnig óska fulltrúar L–lista eftir upplýsingum hvar þessi ákvörðun er tekin í stjórnsýslunni þ.e. sveitarstjórn, byggðaráði eða velferðarnefnd“

Til máls tóku: sveitarstjóri, Þorsteinn, oddviti.

19. Frá L lista. Fyrirspurn um framkvæmdir við Íþróttamiðstöð gögnum
L – listinn leggur fram fyrirspurn um stöðu á fyrirhuguðu viðhaldi og viðhaldsframkvæmdum á Íþróttamiðstöðinni Veri 2023 í bókun við 18 lið á 14. fundi sveitarstjórnar 19.04.2023.

Fyrirspurnin ásamt svari sveitarstjóra með yfirliti yfir fjárfestingar og viðhald er í meðfylgjandi skjali sem fylgir málinu.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, oddviti, Þorsteinn.

20. Frá L – lista. Strandveiðar

Til máls tóku: Þorsteinn, oddviti, sveitarstjóri.

Tillaga að áskorun frá L-lista: Sveitarstjórn Langanesbyggðar hvetur hæstvirtan matvælaráðherra að leita allra leiða til að tryggja strandveiðar í þá fjóra mánuði sem veiðileyfi nær til. Með því yrði jafnræði komið á milli allra landshluta. Sveitarstjórnin vekur sérstaka athygli á að Bakkafjörður fellur undir brothætta byggð. Yfir sumarið snýst allt um strandveiðar sem sannað hafa gildi sitt í að efla byggð á svæðinu.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að koma áskoruninni á framfæri við þingmenn og ráðherra.

Samþykkt samhljóða.

21. Breytt skipulag athafnasvæðis vegna breytinga á nafni hluta Háholts í Markholt.
Breyta þurfti götuheiti á hluta Langholts þar sem númer við Langholt voru þau sömu í einstaka tilfellum. Gatan sem er botnlangi úr Langholti fær nafnið Markholt.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, oddviti.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir breytinguna og felur sveitarstjóra að undirrita hana og senda Skipulagsstofnun.

Samþykkt samhljóða.

22. Tillaga vegna húsahitunar í sveitarfélaginu
Tillaga oddvita um skoðun á möguleikum á hitun húsa og orkusparnaði.

Til máls tóku: Oddviti,

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu.

Samþykkt samhljóða.

23. Bókun um sumarleyfi sveitarstjórnar til 17. ágúst.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu um sumarleyfi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

24. Bréf Mirjam Blekkenhorst, varafulltrúa í byggðaráði vegna 4. liðar á 11. fundi byggðaráðs 04.05.2023 – Trúnaðarmál.

Þorsteinn lýstir sig vanhæfan undir þessum lið.
Vanhæfi samþykkt og hann víkur af fundi.

Fært í trúnaðarbók.

25. Skýrsla sveitarstjóra

Hr. oddviti og sveitarstjórn

Það er virkilega ánægjulegt að sveitarstjórn hafi samþykkt að fara í framkvæmdir við Naust. Eins og forstjóri og hjúkrunarfræðingar hafa sýnt fram á, þá eiga þessar breytingar að færa okkur meiri tekjur með betri nýtingu á þeim rýmum sem við höfum. Þó ríkið hafi látið örlítið meira af hendi rakna til hjúkrunarheimila, sérstaklega vegna Covid þá dugar það hvergi nærri til að ná endum saman fyrir þau hjúkrunarheimili sem eru starfandi. Með þessum breytingum erum við að gera okkar til að færa reksturinn í mun betra horf.

Það er einnig ánægjulegt að í sumar hefjast framkvæmdir við Miðholt 21 – 27 þar sem byggðar verða 4 íbúðir sem gert er ráð fyrir að verði tilbúnar um næstu áramót. Byrjað verður síðsumars en þessi hús eru í smíðum í Svíþjóð og eiga að vera komin á byggingastað í byrjun okróber og síðan hefst uppsetning þeirra og innrétting. Samkvæmt heimildum okkar frá Grenivík hefur gengið mjög vel þar og húsin að verða tilbúin. Fyrirtækið Landsbyggðarhús er einnig í framkvæmdum á Reykhólum, Ísafirði og á Hólmavík. Leigufélagið Bríet kaupir tvær í fyrstu lotu en sveitarfélagið tvær. Í næstu viku á ég fundi með HMS um fjármögnun þessara íbúða auk þess sem ég mun einnig sækja fund Brákar hses þar sem ég á sæti í fulltrúaráði. Ég hef boðið mig fram í stjórn, þar sem okkur hér á NA horninu finnst hlutur okkar dálítið hafa verið fyrir borð borinn en fyrstu íbúðirnar sem Brák byggði og leigir út voru í Fjarðarbyggð, nánar tiltekið á Reyðarfirði. Eining mun ég ræða við nýjan framkvæmdastjóra Bríetar vegna hugsanlegra kaupa þeirra á öllum íbúðunum við Miðholt. Við þurftum að leika þennan millileik og kaupa tvær sjálfir en samkvæmt upplýsingum sem ég hef þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að Bríet kaupi þær allar en það skal ítrekað að fyrir því er engin trygging. Við þurfum á hinn bóginn að nýta okkur þá möguleika sem þessi leigufélög bjóða upp á og ennfremur hefur ríkisstjórnin bætt í varðandi byggingu húsnæðis úti á landi, bæði til kaups og til leigu.

Það er einnig ánægjulegt að fara í þá framkvæmd að ljúka vegagerð á athafnasvæði þar sem nokkur aðsókn hefur verið í lóðir þar, en þær hafa ekki verið aðgengilegar hingað til. Við þurftum að breyta skipulaginu og búa til götuna Markholt þar sem í ljós kom að númer á lóðum voru í sumum tilfellum þau sömu við Langholt, það er að segja að þegar byggð hús höfðu sama númer og lóðir við innsta botnlangann. Þetta hefur nú verið lagfært.

En það er fleira á döfinni í skipulags- og byggingamálum. Við erum nú að láta rannsaka jarðveg á lóðum sem eru til úthlutunar vestan Langanesvegar og sunnan Ingimarsstaða. Þar stóðu olíugeymar og hugsanlegt að mengun sé í jarðvegi. Matís mun gera þessa rannsókn fyrir okkur.

Einnig er verið að skoða möguleika á að gera bílastæði norðan Kjörbúðarinnar á lóð nærri Nausti vegna þess hve fá bílastæði eru fyrir Langanesveg 1 og 2 auk Naustsins. Samkomulag við KSK eignir sem á Langanesveg 1 er í augsýn með sameiginlegri innkeyrslu með Kjörbúðinni að þessu bílastæði. Endanleg tillaga verður lögð fyrir skipulags- og umhverfisnefnd innan skamms.

Annars er gríðarlegt verkefni sem unnið er að á skrifstofu einmitt núna í að gera, breyta og laga lóðasamninga, hnitsetja lóðir, finna gögn og heimildir til að geta unnið verkið en að því er ekki hlaupið og bara eitt dæmi; að við þurfum að leita í hæstaréttardóm vegna einnar jarðar sem samkvæmt dóminum er nú eign Langanesbyggðar.

Við erum að byrja þá vegferð að taka upp rafræna stjórnsýslu í samvinnu við Wise með mjög hagstæðu tilboði þar sem við fáum að vera tilraunasveitarfélag, okkur að kostnaðarlausi í nýju kerfi sem þeir eru að hanna fyrir smærri sveitarfélög. Þetta þýðir breytingar á heimasíðu og meiri rafræna afgreiðslu mála fyrir þann sem nýtir þjónustu sveitarfélagsins.

Að lokum óska ég þess að þið njótið sumarfrísins í sumar og við vonum auðvitað að sumarið verði sumar hér á okkar slóðum.

Til máls tók oddviti.

Fundargerðin lesin upp, samþykkt samhljóða

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:18.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?