142. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar
Fundur í sveitarstjórn
142. fundur í sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 28. apríl 2022 settur kl. 17:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Árni Bragi Njálsson, Halldór Rúnar Stefánsson, Mirjam Blekkenhorst, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Aðalbjörn Arnarson, Sigríður Ósk Indriðadóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.
D a g s k r á
1. Síðari umræða um ársreikning Langanesbyggðar fyrir árið 2021
2. Fjárstyrkur til framboða
3. Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022
4. Trúnaðarliður – framhaldsaðalfundur Veiðifélags Hafralónsár
Fundargerð
1. Síðari umræða um ársreikning Langanesbyggðar fyrir árið 2021
Ársreikningar 2021 lagðir fram að nýju vegna síðari umræðu, ásamt endurskoðunarskýrslu með ársreikningi og sundurliðun.
Til máls tók sveitarstjóri.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða ársreikning fyrir árið 2021 og þeir undirritaðir af viðstöddum sveitarstjórnarmönnum.
Samþykkt samhljóða.
2. Fjárstyrkur til framboða
Til máls tók sveitarstjóri.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að veita framkomnum framboðslistum vegna sveitarstjórnarkosninganna 2022 hér í Langanesbyggð allt að kr. 100.000,- í styrk vegna kostnaðar við framboðin.
Samþykkt samhljóða.
3. Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022
Lagður var fram svohljóðandi tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun Langanesbyggðar 2022.
Viðauki 1:
Áfangi 1 vegna frárennslisáætlun, útrás neðan Fjarðarvegar 13.000
Framkvæmdir sumarsins skv. áætlun forstöðumanns 20.000
Lækkun á framkvæmdakostnaði við íþróttamiðstöð -65.000
____________
= -32.000
Um er ræða færslu á útgjöldum vegna framkvæmda sem samþykkt voru við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2022.
Til máls tóku: Sveitarstjóri, Halldór R., sveitarstjóri, Aðalbjörn, sveitarstjóri.
Aðalbjörn bað um fundarhlé kl. 17:18. Fundur settur aftur kl. 17:21
Til máls tók Aðalbjörn.
Oddviti bað um fundarhlé kl. 17:24. Fundur settur aftur kl. 17:27.
Til máls tók sveitarstjóri.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2022.
Samþykkt samhljóða.
4. Trúnaðarliður – framhaldsaðalfundur Veiðifélags Hafralónsár
Fært í trúnaðarbók.
Tillaga að bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir áframhaldandi umboð til sveitarstjóra á framhaldsaðalfundi Veiðifélags Hafralónsár þriðjudaginn 3. maí nk.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00.