140. fundur, aukafundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar
Fundur í sveitarstjórn
140. fundur, aukafundur, í sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 29. mars 2022 og hann settur kl. 12:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Árni Bragi Njálsson Jósteinn Hermundsson, Siggeir Stefánsson, Aðalbjörn Arnarsson, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.
D a g s k r á
1. Úrslit í nýafstöðnum sameiningarkosningum Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps
2. Skipan fulltrúa í undirbúningsstjórn
3. Skipan tveggja fulltrúa í yfirkjörstjórn og jafnmargra til vara
4. Fyrsti fundur undirbúningsstjórnar
Fundargerð
1. Úrslit í nýafstöðnum sameiningarkosningum Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps
Úrslit nýafstöðnum sameiningarkosningum lögð fram. Kosið verður til sameiginlegrar sveitarstjórnar 14. maí nk. og nýtt sveitarfélag tekur til starfa 29. maí.
2. Skipan fulltrúa í undirbúningsstjórn
Oddviti lagði til að fulltrúar Langanesbyggðar í undirbúningsstjórn hins nýja sveitarfélags, skv. 119. og 120. gr. sveitarstjórnarlaga, verði: Þorsteinn Ægir Egilsson, Mirjam Blekkenhorst og Siggeir Stefánsson. Til vara: Árni Bragi Njálsson, Halldór Rúnar Stefánsson og Sigríður Friðný Halldórsdóttir.
Samþykkt samhljóða.
3. Skipan tveggja fulltrúa í yfirkjörstjórn og jafnmargra til vara
Lagt til að fulltrúar Langanesbyggðar í nýrri yfirkjörstjórn hins sameinaða sveitarfélagsins við næstu kosningar til sveitarstjórnar verði: Björn S. Lárusson og Oddur Skúlason sem aðalmenn og Jóhann Hafberg Jónasson og Hrefna Marinósdóttir sem varamenn. Undirkjörstjórnir verða skipaðar á næsta fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
4. Fyrsti fundur undirbúningsstjórnar
Samþykkt að boða fyrsta fund undirbúningstjórnar verður kl. 12 miðvikudaginn 30. mars að Langanesvegi 2.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:07.