Fara í efni

14. fundur sveitarstjórnar

19.04.2023 17:00

Fundur í sveitarstjórn

14. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, miðvikudaginn 19. apríl 2023. Fundur settur kl. 17:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Gunnlaugur Steinarsson, Mirjam Brekkenhorst, Margrét Guðmundsdóttir. Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.

Dagskrá

1. Fundargerð nr. 921 frá stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga 30.03.2023
2. Fundargerð 50. fundar stjórnar SSNE 15.03.2023
3. Fundargerð 51. fundar stjórnar SSNE 29.03.2023
4. Fundargerð 10. fundar byggðaráðs Langanesbyggðar 13.04.2023
5. Fundargerð 12. fundar skipulags- og umhverfisnefndar 23.03.2023
     05.01 Bókun nefndarinnar og tillaga um ráðningu umhverfisfulltrúa.
6. Fundargerð 13. fundar skipulags- og umhverfisnefndar 11.04.2023
     06.01 Bílastæði við Langanesveg 1.
     06.02 Bókun nefndarinnar vegna bílastæða í miðbæ Þórshafnar.
7. Fundargerð 6. fundar atvinnu og nýsköpunarnefndar 11.04.2023
8. Fundargerð 6. fundar velferðar- og fræðslunefndar 13.04.2023
     08.01 Tillaga nefndarinnar að breytingum á frístundastyrk.
9. Fundargerð landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar 12.04.2023
     09.01 Bókanir landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar.
10. Ársskýrsla „Betri Bakkafjörður“
11. „Borgað þegar hent er“ skýrsla HMS og Sambands ísl. sveitarfélaga um tilraunaverkefni
     11.01 BÞE hraðallinn“ kynning frá fundi Sambands ísl. sveitarfélaga með mögulegum þátttökusveitarfélögum.
      11.02 Breytt innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs“ Ný löggjöf og stefna um meðhöndlun úrgangs.
12. Húsnæðisáætlun fyrir Langanesbyggð, endurskoðuð áætlun.
14. Reikningur frá Norðurþingi vegna málefna fatlaðra fyrir árið 2022
     14.01 Viðauki við fjárhagsáætlun 2022 vegna útgjalda til málefna fatlaðra.
15. Bréf frá forstjóra Naust vegna ástands húsnæðis.
     15.01 Teikningar af breytingum.
     15.02 Kostnaðaráætlun vegna breytinga.
16. Svar neyðarlínunnar vegna áskorunar sveitarstjórnar í fjarskiptamálum
17. Skýrsla um stjórnsýsluskoðun Langanesbyggðar 2022
18. Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1. Fundargerð nr. 921 frá stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga 30.03.2023
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð 50. fundar stjórnar SSNE 15.03.2023
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 51. fundar stjórnar SSNE 29.03.2023
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð 10. fundar byggðaráðs Langanesbyggðar 13.04.2023
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 12. fundar skipulags- og umhverfisnefndar 23.03.2023    
     05.01 Bókun nefndarinnar og tillaga um ráðningu umhverfisfulltrúa.

Vegna breytinga á lögum um meðferð, flokkun og urðun sorps sem tóku gildi um síðustu áramót er nauðsynlegt að fara í breytingar á sorpmóttökustöð og endurskipuleggja sorpmál í Langanesbyggð. Um er að ræða stórt verkefni sem gera má ráð fyrir að dragi töluvert úr kostnaði við sorpmál í sveitarfélaginu. Vegna umgangs verkefnisins beinir skipulags- og umhverfisnefnd því til sveitarstjórnar hvort möguleiki er að ráða sérstakan starfsmann sem sinnir þessum málum fyrir sveitarfélagið á undirbúningstíma og jafnvel til frambúðar.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, Þorsteinn, sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að útbúa starfslýsingu í samstarfi við forstöðumann Þjónustumiðstöðvar og leita eftir starfsmanni til að vinna að málaflokknum til næstu tveggja ára.

Samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð 13. fundar skipulags- og umhverfisnefndar 11.04.2023  
     06.01 Bílastæði við Langanesveg 1.
     06.02 Bókun nefndarinnar vegna bílastæða í miðbæ Þórshafnar.

Þann 9. febrúar 2022 var lögð fram tillaga í nefndinni um breytingu á skipulagi miðsvæðis þar sem lagt var til að bílastæðum yrði fjölgað við Langanesveg 1 sem þjónaði verslunum, skrifstofum og Nausti. Tillagan var ekki að fullu afgreidd. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að þessi tillaga verði tekin upp og farið í breytingar á deiliskipulagi til að leysa bílastæðavanda í miðbæ Þórshafnar.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: Þorsteinn, oddviti, sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að láta gera kostnaðaráætlun og leggja fyrir fund sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

7. Fundargerð 6. fundar atvinnu og nýsköpunarnefndar 11.04.2023
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 6. fundar velferðar- og fræðslunefndar 13.04.2023    
     08.01 Tillaga að breytingum á frístundastyrk.

Nefndin leggur fram tillögur að breytingum á frístundastyrk.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: Sveitarstjóri, Þorsteinn, Halldóra, Þorsteinn, oddviti.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn lýsir ánægju með framkomnar tillögur um frístundastyrk og felur sveitarstjóra í samstarfi við nefndina að útfæra þær í endanlegt form. Jafnframt óskum við eftir upplýsingum um nýtingu styrks frá árunum 2021 og 2022, bæði fjölda og upphæð.

Samþykkt samhljóða.

9. Fundargerð landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar 12.04.2023    
     09.01 Bókanir landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: Þorsteinn, oddviti, Þorsteinn, oddviti, Þorsteinn.

a) Nefndin leggur til að greiðslur vegna vetrarveiði/hlaupadýra verði kr. 10.000.- + vsk. Reglurnar og verðskráin öðlist gildi við samþykki sveitarstjórnar. Þó öðlast sá hluti er varðar greiðslur vegna vetrarveiði/hlaupadýra gildi 1. ágúst 2023.

Bókun um afgreiðslu: Oddviti leggur til að málið verði tekið af dagskrá og tekið fyrir síðar.

Samþykkt samhljóða.

b) Girðingamál. nefndin leggur mikla áherslu á við sveitarstjórn að farið verði í að girða Brekknaheiði sumarið 2023 og verkið kostað af sveitarfélaginu. Lögð verði áhersla á það við Vegagerðina að fá stofnunina til að kosta girðinguna og endurgreiða sveitarfélaginu kostnaðinn. Óskað er eftir ákvörðun sveitarstjórnar sem fyrst.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kanna kostnað við slíka girðingu og þá möguleika hvort Vegagerðin er tilbúin til að greiða kostnaðinn þegar farið verður í framkvæmdir við Brekknaheiði.

Samþykkt samhljóða.

c) Minkaveiðar með hundum. Nefndin óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að semja við veiðimann um minkaleit með hundum á svæðinu: Svalbarðsárós að Krossárós vorið 2023. Áætlaður kostnaður við slíkar veiðar er eftirfarandi samkvæmt tilboði: kr. 5.500.- + vsk. á tímann og akstur kr. 110.- pr. km.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að semja við veiðimann um minkaleit með hundum á þeim forsendum sem lagðar eru fram.

Samþykkt samhljóða.

10. Ársskýrsla „Betri Bakkafjörður“
Ársskýrslan lögð fram til kynningar.

11. „Borgað þegar hent er“ skýrsla HMS og Sambands ísl. sveitarfélaga um tilraunaverkefni
      a. „BÞHE hraðallinn“ kynning frá fundi Sambands ísl. sveitarfélaga með mögulegum þátttökusveitarfélögum.
      b. „Breytt innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs“ Ný löggjöf og stefna um meðhöndlun úrgangs

Skýrsla Sambands ísl. sveitarfélaga um tilraunaverkefni á með „Borgað þegar hent er“ ásamt kynningu á breyttri innheimtu og nýrri löggjöf fyrir meðhöndlun úrgangs.

Til máls tók: Sveitarstóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið, í samvinnu við SSNE og í svæðisáætlun, að kanna frekar þá kosti sem koma fram í þeim upplýsingum sem liggja fyrir um BÞHE hraðalinn. Upplýsingar um framkvæmdaáætlun og kostnað liggi fyrir eins fljótt og kostur er.

Samþykkt samhljóða.

12. Húsnæðisáætlun fyrir Langanesbyggð, endurskoðuð áætlun.
Endurskoðuð húsnæðisáætlun fyrir Langanesbyggð 2023.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framkomna húsnæðisáætlun.

Samþykkt samhljóða.

13. Breyting á götuheitum og númeraröð við Langholt ásamt vegagerð
Í ljós hefur komið að við gerð deiliskipulags athafnasvæðis á sínum tíma hafa götunúmer við Langholt verðið tvítekin. Skipulagsnefnd hefur falið skipulagsfulltrúa að gera breytingu á skipulagi athafnasvæðis þannig að nýr „botnlangi“ sem er framhald Langholts undir sama nafni fái nafnið „Markholt og hús við þá götu númeruð með nýjum númerum. Til stendur að úthluta lóðum við þennan „botnlanga“ og því þarf að framlengja götuna. Gatnagerð við Langholt nær ekki lengra en að Háholti 2. Gert er ráð fyrir að lagt verði í gatnaframkvæmdir við Langholt og sú gata framlengd að og með fyrirhuguðu „Markholti“. Óskað er eftir heimild sveitarstjórnar til að breyta heiti götunnar (botnlangans í Markholt) og heimild til að leggja í framkvæmdir við lagningu götunnar.

Til máls tók: Sveitarstjóri, oddviti.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn heimilar nafnabreytingu á þeim hluta Langholts sem er botnlangi út frá Langholti og felur sveitarstjóra að láta hanna götuna og hefja lagningu hennar. Viðauki við fjárhagsáætlun vegna gatnagerðarinnar verði lagður fyrir þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

14. Reikningur frá Norðurþingi vegna málefna fatlaðra fyrir árið 2022    
     14.01 Viðauki við fjárhagsáætlun 2022 vegna útgjalda til málefna fatlaðra.

Reikningurinn er vegna þess að kostnaður Norðurþings vegna málefna fatlaðra fór fram úr áætlun árin 2021 og 2022. Reikningur vegna 2021 hefur þegar verið greiddur.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir viðaukann.

Samþykkt samhljóða.

15. Bréf frá forstjóra Naust vegna ástands húsnæðis.   
     15.01 Teikningar af breytingum.
     15.02 Kostnaðaráætlun vegna breytinga.

Lagt fram bréf forstjóra Nausts þar sem rök eru færð fyrir nauðsyn þess að leggja í endurbætur á efrið hæð hússins ásamt teikningum af endurbótum og breytingum og kostnaðaráætlun.

Til máls tóku: Þorsteinn, oddviti.

Bókun L-lista: Það er öllum ljóst mikilvægi þeirra stofnunar sem hér um ræðir. Á Nausti er rekin gríðarlega mikilvæg þjónusta fyrir íbúa samfélagsins sem eru komin á efri ár og einnig íbúa sem hafa veikst og þurfa sérhæfða aðstoð. Einnig er Naust næst stærsti vinnustaður Langanesbyggðar. Samkvæmt bréfi forstjóra Nausts sem fylgir í gögnum fundarins kemur fram að sveitarfélagið er að tapa miklum fjárhæðum í hverjum mánuði miðað við núverandi stöðu á heimilinu. Á þeim forsendum byggja fulltrúar L-lists sína tillögu.

Tillaga L-lista: Fulltrúar L-lista ítreka þá kröfu sína að frá síðasta fundi sveitarstjórnar að framkvæmdir við Dvalarheimilið Naust (efri hæð) verði sett í forgang með það að markmiði að hefja og klára framkvæmdir í sumar 2023.

Atkvæðagreiðsla: Með: Þorsteinn, Júlíus, Mirjam. Á móti; Sigurður, Halldóra, Gunnlaugur, Margrét.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að hefja nauðsynlegan undirbúning þannig að nauðsynlegar utanhúsframkvæmdir geti orðið fyrir vetrarbyrjun og innanhúsframkvæmdir hefjist í framhaldi. Þannig að kostnaður vegna þeirra falli að megin þunga á tímabilinu nóvember- febrúar.

Samþykkt samhljóða.

16. Svar neyðarlínunnar vegna áskorunar sveitarstjórnar í fjarskiptamálum
Neyðarlínan 112 hefur svarað áskorun sveitarstjórnar frá síðasta fundi. Jafnframt hefur Innviðaráðuneyti bent á að máli er varða fjarskipti séu á hendi háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytis.

Til máls tók: Sveitarstjóri, oddviti, Þorsteinn.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að málinu og stefnt að því að efni áskorunarinnar verði komið til framkvæmda sem allra fyrst og ekki síðar en á næsta ári.

Samþykkt samhljóða.

17. Skýrsla um stjórnsýsluskoðun Langanesbyggðar 2022
Við stjórnsýsluendurskoðun KPMG voru gerðar 3 athugasemdir við stjórnsýslu sveitarfélagsins

     a) Ekki var að öllu leiti fylgt ákvæðum sveitarstjórnarlaga um að óheimilt sé að víkja frá fjárhagsáætlun nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt                       viðauka.

Úr þessu hefur verið bætt og sveitarstjórn samþykkt nauðsynlega viðauka.

     b) Ákvæði samþykktar um stjórn gefa ekki að öllu leiti rétta mynd af skipan í nefndir.

Sveitarstjóri vinnur að uppfærslu samþykkta.

     c) Sveitarstjóri sjái til þess að við vinnslu fjárhagsáætlunar 2023 – 2026 verði mótuð stefna um þjónustustig í byggðum og byggðalögum sveitarfélagsins í samræmi við 130 gr. A sveitarstjórnarlaga.

Ráðuneyti sveitarstjórnarmála hefur ekki enn sett fram fyrirmynd að stefnu um þjónustustig sem gert var ráð fyrir að yrði tilbúin á vormánuðum 2023. Beðið er eftir þeirri fyrirmynd.

18. Fyrirspurn frá L lista vegna íþróttamiðstöðvar.
Spurt er um stöðu á fyrirhuguðu viðhaldi og viðhaldsframkvæmdum á íþróttamiðstöðinni Veri 2023.

Til máls tóku: Þorsteinn, sveitarstjóri, Þorsteinn.

Bókun L-lista: Fulltrúar-L lista óska eftir upplýsingum um stöðu viðhalds og viðhaldsframkvæmda á íþróttamiðstöðinni Veri fyrir árið 2023. Skv. fjárfestingar- og viðhaldsáætlun eru áætlaðar um 20 milljónir í viðhald og framkvæmdir á íþróttamiðstöðinni.

Tillaga L-lista að bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að taka saman tímaáætlun og kostnað vegna viðhaldsframkvæmda við íþróttamiðstöðina á árinu 2023 og gögnin lögð fyrir sveitarstjórn fyrir sumarfrí hennar.

Samþykkt samhljóða.

19. Skýrsla sveitarstjóra

Hr. Oddviti ágætu fulltrúar í sveitarstjórn

Líklega hefur mörgum brugðið þegar þeir heyrðu í sjónvarpsfréttum að skuldir fyrrum sveitarfélagsins Langanesbyggðar á íbúa hafi verið hæstar á landinu í lok árs 2021 og hver íbúi hafi skuldað um 2,1 milljón króna. Slíkir samkvæmisleikir hafa oft verið stundaðir á fréttastofum án þess að kafað sé nánar ofan í þær tölur sem birtar eru. Sá sem hér talar hefur unnið við fréttamennsku í 12 ár og þekkir þetta vel. Inni í þessum skuldum voru og eru skuldir aðalsjóðs við eignasjóð þannig að í raun skuldaði hver íbúi í Langanesbyggð, ef þær skuldir eru dregnar frá í árslok 2021, um 1,6 milljónir króna. Útlit er fyrir að staðan hafi batnað í loks síðasta árs og bráðabirgðatölur sýna að skuldir pr. íbúa um síðustu áramót hafi verið um 1,3 milljónir. Auðvitað hefur íbúum fjölgað um 20% sem lækkar töluna en raunlækkun skulda var samt um 30 til 40 milljónir króna og staða sveitarsjóðs góð, sama hvaða kennitölur eru skoðaðar og það skiptir miklu máli. Mest af skuldum sveitarfélagsins eru við Lánasjóð sveitarfélaga og þær er ekki hægt að greiða upp. En – allt kemur þetta í ljós þegar ársreikningur sveitarfélagsins verður tekin til fyrstu umræðu fimmtudaginn 4. maí.

Sveitarstjóri hefur verið að skoða möguleika á að taka til í eignasafni sveitarfélagsins og er þar átt við félög og aðrar eignir sem eru í eignasjóði. Þetta er allt unnið í samráði við endurskoðanda sveitarfélagsins og ég vonast til að geta lagt fram tillögur í sumar eða haust um breytingar, samruna fyrirtækja og / eða sölu á einhverjum eignum sem skipta litlu eða engu máli fyrir sveitarfélagið sjálft en eru alltaf inni í bókhaldi.

Í næstu viku munum við oddviti halda til Noregs þar sem sveitarstjórnarmönnum, fjárfestum og verkfræðistofum sem unnið hafa að undirbúningi vindmyllugarða var boðið að kynna sér þessi mál í Noregi. Þar, eins og hér á landi hafa slíkir garðar verið umdeildir og sitt sýnist hverjum í því efni. Við höfum hingað til haft litlar forsendur til að móta afstöðu okkar gagnvart slíkum görðum, hver eru áhrif þeirra, hver eru með og mótrökin. Norðmenn eru í svipaðri stöðu og við, búa við næga vatnsorku og olíu þar að auki en hafa engu að síður reist vindmyllugarða þar sem það þykir henta. Slíkar lausnir eru aðeins einn þáttur sem kemur til greina í því að leysa orkuskort í sveitarfélaginu og tryggja næga orku – en þetta er langt ferli sem þarf að skoða mjög vandlega og ég ítreka að engar ákvarðanir hafa verið teknar í þessu máli og þegar þar að kemur verður allt unnið í samráði við landeigendur.

Góðar vonir eru um að hafist verði handa við byggingu 6 íbúða í sumar, 4 í raðhúsi og tvö einbýlishús. Auk þess liggja fyrir skipulagsnefnd tillögur um skipulag hverfa sem verið er að vinna úr. Það eru Landsbyggðahús sem byggja raðhús við Miðholt í samráði við Bríet leigufélag. Tvær íbúðir verða seldar og tvær leigðar út. Nokkur ásókn er einnig í lóðir á athafnasvæði við Langholt og Háholt en eins og kom fram hér á undan á fundinum þarf að lengja götuna við Langholt og breyta um nafn á þeim botnlanga sem verður lagður vegna mistaka sem ekki komu í ljós fyrr en farið var að úthluta lóðum. Þá kom í ljós að nokkrar lóðir, byggðar og óbyggðar höfðu sama númer. Því var farið í það að breyta nafni botnlangans og leysa þannig málið á sem ódýrastan hátt. Þá er ónefnd ósk Ísfélagsins um nokkuð miklar breytingar á skipulagi hafnarsvæðis sem skipulagsfulltrúi er að vinna að ásamt verkfræðistofunni EFLU. Ekki liggur fyrir hver kostnaður við þessar breytingar gæti hugsanlega orðið eða skipting hans á milli sveitarfélagsins, Ísfélagsins og Vegagerðarinnar. Á móti kemur að byggingaleyfisgjöld og vonandi meiri umfang starfsemi við höfnina muni auka tekjur.

Nú í maí er áætluð formleg opnun á Kistunni – þekking og þróun að Fjarðarvegi 5. Verkið hefur gengið vel að mestu en skortur á iðnaðarmönnum, sérstaklega rafvirkjum hefur tafið framkvæmdir. Innan skamms verður auglýst eftir verkefnastjóra fyrir starfsemina sem þarna verður og kemur viðkomandi til með að vinna einnig fyrir sveitarfélagið að ýmsum verkefnum. Það er mitt mat að vel hafi tekist til og vonandi mun starfsemin auka við flóru á vinnumarkaði og við fáum aðstöðu til að bjóða fleirum að vinna hér verkefni til langs eða skamms tíma. Nú fer einmitt í hönd sá tími sem við höfum hugsað til framkvæmda en ég óttast að skortur á faglærðum iðnaðarmönnum muni að einhverju leiti riðla áætlunum okkar en vona að svo verði ekki.

Til máls tók: Þorsteinn.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:31.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?