Fara í efni

139. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar

23.03.2022 17:00

Fundur í sveitarstjórn

139. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, miðvikudaginn 23. mars 2022 og hann settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst, varaoddviti, Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti í fjarfundarsambandi, Þorsteinn Vilberg Þórisson, Jósteinn Hermundsson, Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Aðalbjörn Arnarsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Aðalbjörn vék af fundi kl. 18:00 og Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir tók sæti hans.

Varaoddviti setti fund í fjarveru oddvita og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.

D a g s k r á

1. Fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 25. febrúar 2022
2. Fundargerð 442. fundur stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags. 18. febrúar 2022
3. Fundargerð 36. fundar stjórnar SSNE, dags. 9. mars 2022
4. Fundargerð 52. fundar byggðaráðs, dags. 10. mars 2022
5. Fundargerð 42. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 15. mars 2022
6. Fundargerð 26. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 16. mars 2022
       Liður 5, Drög að samningi við N4
7. Fundargerð 22. fundar Hafnarnefndar, 4. febrúar 2022
8. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 1. apríl nk.
9. Drög að umsögn um frv. um breytingar á sveitarstjórnarkosningar
10. Drög að auglýsingu og áliti um stöðu sveitarfélaga
11. Staðfesting á afhendingu Þórsstofu
12. Tillaga um framlengingu vinnsluréttinda til handa FFDP
13. Hesthúsalóðir – minnisblað
14. Dagskrá heimsóknar forseta Íslands
15. Aukafundur sveitarstjórnar 28. apríl nk. – frá byggðaráði
16. Greinargerð frá U-listanum vegna fjárhagsáætlunar 2022 – frá U-lista
17. Stefna Ásdísar Hrannar Viðardóttur gegn Langanesbyggð – frá U-lista
19. Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1. Fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 25. febrúar 2022
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð 442. fundur stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags. 18. febrúar 2022
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 36. fundar stjórnar SSNE, dags. 9. mars 2022
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð 52. fundar byggðaráðs, dags. 10. mars 2022
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 42. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 15. mars 2022
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 26. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 16. mars 2022
     Liður 5, Drög að samningi við N4

Til máls tóku; sveitarstjóri, Siggeir.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í kostnaði við gerð þátta á sjónvarpsstöðinni N4, ásamt öðrum sveitarfélögum á Norðausturlandi í samræmi við framlagðar tillögur. Hlutdeild Langanesbyggðar verður tekinn af liðnum styrkir vegna menningarmála.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 22. fundar Hafnarnefndar, 4. febrúar 2022
Fundargerðin lögð fram.

8. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 1. apríl nk.
Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 1. apríl. Fundarboðið lagt fram.

9. Drög að umsögn um frv. um breytingar á sveitarstjórnarkosningar
Lagt fram bréf framkvæmdstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. mars 2022, með drögum að umsögn sambandsins um frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn tekur undir álit Sambandsins og telur að framlagðar breytingar séu til bóta.

Samþykkt samhljóða.

10. Drög að auglýsingu og áliti um stöðu sveitarfélaga
Lögð fram drög að auglýsingu um leiðbeiningar um álit um stöðu sveitarfélaga, skv. b-lið 2. mgr. 4. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Til máls tók sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að ekki eigi að mismuna sveitarfélögum eftir stærð. Slíkt sé fráhvarf frá þeirri stefnu að ein lög og sömu reglur eigi að gilda um öll sveitarfélög í landinu. Þá er ljóst að listi verkefna sem tilskyldum sveitarfélögum er ætlað að svara er mjög íþyngjandi og kallar á mikla og jafnvel óþarfa vinnu. Alls eru þetta 113 atriði sem þarf að standa skil á, sumt liggur fyrir og annað er á hendi ríkisins sjálfs. Enn fremur er ekki skýrt eða rökstutt hvernig eigi að meta sveitarfélög skv. þessum lista eða gefa einkunn. Því mælir sveitarstjórn með því að framlagðar leiðbeiningar verði teknar til endurskoðunar og þess gætt að sveitarfélögum sé ekki mismunað.

Samþykkt samhljóða.

11. Staðfesting á afhendingu Þórsstofu
Fram var lagt bréf frá Oddafélaginu, dags. 14. mars 2022, þar sem Langanesbyggð er afhend til eignar veggspjöld eftir Jón Þórisson með fróðleik um norðurslóðir og vinnu og verk Þórs Jakobssonar veðurfræðings um sama efni. Einnig er lagt fram bréf frá Þór Jakobssyni veðurfræðingi, dags. 17. mars 2022.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar þakkar höfðinglega gjöf og færir Oddafélaginu og þeim hjónum Þór Jakobssyni og Jóhönnu Jóhannesdóttur bestu þakkir. Veggspjöldum og ljósmyndum frá Þór hefur verið komið fyrir í fundarsal og á skrifstofu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

12. Tillaga um framlengingu vinnsluréttinda til handa FFPD
Lagt fram minnisblað eftir fund stjórnar FFPD sl. mánudag, 21. mars, þar sem afgreidd var tillaga með ósk til sveitarfélaganna um að einkaleyfi félagsins til lands og hafnarsvæðis yrði framlengt til ársins 2060.

Til máls tóku; sveitarstjóri, Siggeir, sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Afgreiðslu málsins frestað þar til formleg beiðni, með skýringum liggur frammi.

Samþykkt samhljóða.

13. Hesthúsalóðir – minnisblað
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um hesthúsalóðir við veginn að Hálsi, en tveir lóðaleigjendur hafa óskað eftir því að sveitarfélagið leysi til sín hús og girðingar. Einnig lagt fram álit lögfræðings sveitarfélagsins og viðkomandi lóðaleigusamningar.

Til máls tóku; sveitarstjóri, Siggeir, sveitarstjóri, Aðalbjörn, sveitarstjóri, Aðalbjörn.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum við lóðarleigjendur um niðurrif á hesthúsum og hreinsum á girðingum sem ekki er þörf er á lengur, skv. fyrirliggjandi kostnaðarmati. Einnig er sveitarstjóra falið að segja upp samningum með samningsbundnum fyrirvörum, þar sem hesthúsin og nærliggjandi lóðir eru ekki nýtt eins og samningarnar gera ráð fyrir. Þegar samningar liggja fyrir um niðurrif húsa og niðurtöku girðinga, skulu þeir kynntir byggðaráði eða sveitarstjórn til samþykktar.

Atkvæðagreiðsla. Með bókuninni; Þorsteinn Ægir, Mirjam, Jósteinn og Þorsteinn Vilberg. Á móti bókuninni; Siggeir, Sólveig og Aðalbjörn.

Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir tók sæti undir næstu liðum og Aðalbjörn vék af fundi kl 18:00.

14. Dagskrá heimsóknar forseta Íslands 24. mars
Dagskrá heimsóknar forseta Íslands og eiginkonu hans til Langanesbyggðar lögð fram.

Til máls tóku; sveitarstjóri, Siggeir, sveitarstjóri.

15. Aukafundur sveitarstjórnar 28. apríl nk. - frá byggðaráði
Að tillögu endurskoðenda sveitarfélagsins verður fyrri umræða um ársreikninga sveitarfélagsins fyrir árið 2021 miðvikudaginn 20. apríl nk. síðasta vetrardag og síðari umræða á aukafundi 28. apríl.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að boða til aukafundar sveitarstjórnar 28. apríl nk. til að afgreiða ársreikninga sveitarfélagsins fyrir árið 2021.

Samþykkt samhljóða.

16. Greinargerð frá U-listanum vegna fjárhagsáætlunar 2022 – frá U-lista
Til máls tóku; Siggeir, sveitarstjóri veitti andsvar, Mirjam.

17. Stefna Ásdísar Hrannar Viðardóttur gegn Langanesbyggð – frá U-lista

Til máls tóku; Siggeir. Sveitarstjóri veitti andsvar.

Siggeir óskaði eftir fundarhlé kl. 18:40. Samþykkt.
Fundur hófst aftur kl. 18:43

Til máls tóku; Siggeir, sveitarstjóri, Siggeir.

Bókun frá U-lista; Ásdís stefndi Langanesbyggð vegna vangoldina launa. Málið var tekið fyrir í byggðaráði þann 4. mars 2021 og sveitarstjóra falið að gera tillögu að afstöðu sveitarfélagsins í samráði við lögmann þess og kynna sveitarstjórn eða byggðaráð en það var ekki gert og gagnrýnum við þau vinnubrögð.

18. Skýrsla sveitarstjóra
Frestur til að skila inn tilboðum í framkvæmdir á íþróttamiðstöðinni Veri rennur út kl. 11 fimmtudaginn 31. mars nk. Ákveðið hefur verið að boða til vinnufundar sveitarstjórnar síðar sama dag til að yfirfara tilboð eða þá stöðu sem upp kemur, ef raunhæf tilboð koma ekki. Unnið hefur verið að varaáætlun í samvinnu við verktaka hér í Langanesbyggð. Varaáætlun gerir ráð fyrir að skipt verði um þak á íþrótthúsinu frá norðri að svölum hússins. Þá hafa verið lagðar inn pantanir um límtrésbita sem skipta þarf um og þakefni. Eigi að síður er vonast til að hægt verði að fara í framkvæmdir eins og ráð var fyrir gert á þakinu í sumar og haust.

Fjarðarvegur 5 ehf. tók við rekstri hússins að Fjarðarvegi 5 um áramót og rekstri afgreiðslu og dreifingu pósts hér á Þórshöfn frá og með 1. mars sl. Með þessu fyrirkomulagi teljum við geta sinnt póstþjónustu a.m.k. ekki lakar en áður var. Ráðnir hafa verið tveir starfsmenn í samtals 70% stöðugildi til að sinna þessari þjónustu.

Haldinn var góður fundur með hagaðilum vegna vinnu við deiliskipulags við höfnina á Þórshöfn, 2. mars sl. Fundinn sóttu helstu notendur hafnarinnar og fulltrúar hennar ásamt forstöðumanni Hafnardeildar og skipulagsráðgjöfum sveitarfélagsins. Niðurstöður voru þær að fulltrúar Ísfélagsins ætla leggja fram sína sýn á breytingar á höfninni til framtíðar litið og Vegagerðin mun setja tillögur Langanesbyggðar til skoðunar við endurskoðun samgönguáætlunar.

Langaesbyggð gerðist stofnaðili að húsnæðissjálfseignarstofnun Brák sem stofnað var á í gegnum fjarfund 4. mars sl.

Sveitarstjóri átti fund með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra 7. mars sl. til að ræða við hann um koma af stað vinnu við skoðun á hvort og þá með hvaða hætti væri hægt að friða hluta Langaness.

Skrifstofustjóri sótti aðalfund Norðurhjara laugardaginn 5. mars sl. fyrir hönd sveitarfélagsins. Fram kom í skýrslu stjórnar að starfið er að eflast, en Langanesbyggð hefur keypt ráðgjöf í ferðamálum af samstökunum undangengin tvö ár.

Þá sótti varaoddviti fund Six Rivers Project í Selárdal 12. mars sl. fyrir hönd sveitarfélagsins. Þar voru kynntar hugmyndir fyrirtækisins, sem áður hét Strengur, um uppbyggingu laxstofnsins og heilsárs ferðaþjónustu og afþreyingarmöguleikum á svæðinu.

Vorhreingerningar og annar undirbúningur fyrir vor og sumar hófust í vikunni með hreinsun gatna í þéttbýli. Smábátaveiði er glæðast og veiði hefur góð.

Það er í fyrsta sinn á þessum fundi sem við nýtum okkur ákvæði í 6. mgr. 9. gr. í samþykktum sveitarfélagsins um þátttöku fulltrúa í gegnum fjarfundarbúnað, en í janúar sl. tóku gildi ákvæði sem heimila þátttöku sveitarstjórnarmanna með rafrænum hætti. Þessi ákvæði gilda að sjálfsögðu um nefndarfundi sveitarfélagsins.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:05.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?