Fara í efni

138. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar

24.02.2022 17:00

Fundur í sveitarstjórn

138. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 24. febrúar 2022 og hann settur kl. 17:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Árni Bragi Njálsson, Halldór Rúnar Stefánsson, Siggeir Stefánsson (Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir tók sæti undir 8. lið), Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.

D a g s k r á

1. Fundargerð 906. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 4. febrúar 2022
2. Fundargerð 441. fundar Hafnarsambands Íslands, dags. 21. janúar 2022
3. Fundargerðir 34. og 35. fundar SSNE, dags. 28. janúar 2022 og 9. febrúar 2022
4. Fundargerð Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, dags. 3. febrúar 2022
5. Fundargerð 51. fundar byggðaráðs, dags. 10. febrúar 2022
6. Fundargerð 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar, dags. 15. febrúar 2022
      Liður 8: Skipulagslýsing vegna vegagerðar á Brekknaheiði
7. Fundargerð 26. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 16. febrúar 2022
     Liður 1: Reglur um aflamarksúthlutun í Langanesbyggð og erindi frá útgerðarfélaginu Atlas
     Liður 2: Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
     Liður 3: Rafmagnskostnaður í dreifbýli
8. Fundargerð 26. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 1. febrúar 2022
9. Fundargerð 27. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 15. febrúar 2022

      1. Liður 1: Skólastefna – framgangur
10. Friðun Langaness, frá 51. fundi byggðaráðs, 10. febrúar 2022
11. Verk- og þjónustusamningur við Íslandspóst, frá 51. fundi byggðaráðs, 10. febrúar 2022

12. Tilnefning fulltrúa Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps í starfshóp SSNE um samgöngu- og innviðastefnu, dags. 13. febrúar 2022
13. Tilnefning fulltrúa í samráðsvettvang um Sóknaráætlun Norðurlands eystra, frá 137. fundi sveitarstjórnar
14. Skipan fulltrúa í yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnir
15. Lánasjóður sveitarfélaga, ósk um tilnefningu eftir framboðum í stjórn, dags. 11. febrúar 2022
16. Bréf til sveitarstjórnar vegna fjallskila, dags. 25. janúar 2022
17. Jafnlaunastefna Langanesbyggðar
18. Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1. Fundargerð 906. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 4. febrúar 2022
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð 441. fundar Hafnarsambands Íslands, dags. 21. janúar 2022
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerðir 34. og 35. fundar SSNE, dags. 28. janúar 2022 og 9. febrúar 2022
Fundargerðirnar lagðar fram.

4. Fundargerð Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, dags. 3. febrúar 2022
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 51. fundar byggðaráðs, dags. 10. febrúar 2022
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 41. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 15. febrúar 2022    
      Liður 8: Skipulagslýsing vegna vegagerðar á Brekknaheiði

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir samþykkt nefndarinnar um auglýsingu nýrrar veglínu yfir Brekknaheiði.

Til máls tóku; Siggeir, sveitarstjóri

Samþykkt samhljóða.

Oddviti lagði enn fremur fram svohljóðandi tillögu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar leggur mikla áherslu á, vegna umferðaröryggis, að fjárheld girðing verði reist meðfram nýjum vegi yfir Brekknaheiði, samhliða framkvæmdum. Einnig að girt verði meðfram öllum veginum til Bakkajarðar. Jafnframt er skorað á Vegagerðina að gera göng undir nýjan veg yfir Brekknaheiði fyrir búfénað til að auka umferðaröryggi enn frekar.

Samþykkt samhljóða.

7. Fundargerð 26. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 16. febrúar 2022

Siggeir Stefánsson ýsir yfir vanhæfi sínu undir þessum lið.

Samþykkt samhljóða.

Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir tekur sæti Siggeirs.

     Liður 1: Reglur um aflamarksúthlutun í Langanesbyggð og erindi frá útgerðarfélaginu Atlas

Lögð fram svohljóðandi tillaga að reglum Langanesbyggðar um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2021-2022:

1) Tillaga varðandi breytingu á almennum skilyrðum (ákvæði 1. gr.) Ákvæði b-liðar 1. mgr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru skráð í viðkomandi byggðarlagi 1. desember 2021. Ákvæði c-liðar 1. mgr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi byggðarlagi 1. desember 2021. Við 1. mgr. 1. gr. bætist nýr stafliður svohljóðandi: Stærð fiskiskips er minni er 300 brúttótonn.

2) Tillaga varðandi breytingu viðmiðunar um úthlutun til fiskiskipa (ákvæði 4. gr.). Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2021 til 31. ágúst 2022 að frádregnu því aflamarki sem tilkomið er vegna úthlutunar á sértæku aflamarki Byggðastofnunar.

3) Tillaga varðandi breytingu á löndunarskyldu eða vinnsluskyldu (ákvæði 6. gr.). Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags á tímabilinu frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.

4) Tillaga varðandi breytingu á löndunarskyldu eða vinnsluskyldu (ákvæði 7. gr.). 1. ml. 1. mgr. 7. greinar orðist svo: Fiskistofu er heimilt að úthluta aflmarki fiskiskips á grundvelli afla annars skips, sem skráð er í sama sveitarfélagi, og er í eigu sama lögaðila. 2. ml. 1. mgr. 7. greinar orðist svo: Jafnframt er heimilt er heimilt að flytja rétt til úthlutunar aflamarks milli skipa, sem skráð er í sama sveitarfélagi, og er í eigu sama lögaðila.

Til máls tóku; sveitarstjóri, Sigríður Friðný, Þorsteinn Ægir, Halldór R, Sigríður Friðný, Halldór R, Halldóra, sveitarstjóri, Halldór R., Halldóra, Halldór R., Sigríður Friðný, Halldór R.

Atkvæðagreiðsla: Með; Þorsteinn Ægir, Árni Bragi Halldór R. og Mirjam. Sitja hjá; Sigríður Friðný, Halldóra Jóhanna og Sólveig.

Halldóra Jóhanna vék af fundi og Siggeir tók sæti aftur

     Liður 2: Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Til máls tók oddviti og lagði fram svohljóðandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að gerast aðili að Brák húsnæðiseignarsjálfseignarstofnun á landsbyggðinni. Einnig er samþykkt kr. 50.000 stofnframlag til stofnunarinnar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

Samþykkt samhljóða.

     Liður 3: Rafmagnskostnaður í dreifbýli
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Langanesbyggðar vekur athygli á rúmlega 60% hækkun verðlags á raforku til dreifbýlis umfram hækkanir til þéttbýlis á tímabilinu 2005 til 2020. Þetta er að mati sveitarstjórnar grafalvarleg þróun og grefur undan samkeppnishæfni atvinnulífs og búsetu í dreifbýli í landinu. Því er beint til Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum að gera úttekt á þróun raforkuverðs og dreifingu hennar til dreifbýlis og áhrif kostnaðar fyrir atvinnulíf og búsetu á köldum svæðum. Því er beint til Samtakanna að skoða einnig nánar mun á orkuverði almennt á heitum og köldum svæðum. Enn fremur er samþykkt að beina því til ráðherra og þingmanna að beita sér fyrir jöfnun raforkuverðs og dreifikostnaðar milli þéttbýlis og dreifbýlis í landinu og þannig jafna lífskjör íbúa.

Samþykkt samhljóða.

8. Fundargerð 26. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 1. febrúar 2022
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 27. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 15. febrúar 2022

     Liður 1: Skólastefna – framgangur

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að skipaður verði samráðshópur um mótun menntastefnu í Langanesbyggð í samræmi við tillögur ráðgjafa sveitarfélagsins. Hópinn skipi 10 manns, sbr. framlagðar tillögur (bls. 19) auk eins fulltrúa frá Svalbarðshreppi.

Skólastjórar hafi forgöngu um að fulltrúar foreldra og starfsfólks af báðum skólastigum verði tilnefndir og einn fulltrúa grunnskólanema.

Sveitarstjórn samþykkir að Þórarinn J. Þórisson og Sólveig Sveinbjörnsdóttir verði í hópnum. Auk þeirra verði leitað eftir fulltrúa atvinnulífsins á svæðinu.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lögð fram.

10. Friðun Langaness, frá 51. fundi byggðaráðs, 10. febrúar 2022
Lögð var fram svohljóðandi tillaga um næstu skref varðandi nánari skoðun á möguleikum á friðun hluta Langaness: Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir því við umhverfis- orku- og loftslagsráðherra að hafinn verði undirbúningur að friðunarferli hluta Langaness, skv. 38. og 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúrvernd.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að engin ákvörðun verði tekin nema að höfðu fullu samráði við íbúa og eigendur jarða. Á þessu stigi er ekki tekin afstaða til þess hvort og þá hvernig friðun yrði lögð til. Tryggja þarf aðkomu heimamanna að stjórnun og ákvörðun bæði að undirbúningi og ef ákveðið verður að leggja til friðun.

Sveitarstjóra verði falið að óska eftir við ráðherra að skipaður verði samstarfshópur ráðuneytis, Umhverfisstofnunar og sveitarfélagsins sem móti tillögur um mögulega friðun svæðisins.

Til máls tóku; sveitarstjóri, Þorsteinn Ægir, Siggeir, Mirjam, sveitarstjóri, …

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða.

11. Verk- og þjónustusamningur við Íslandspóst, frá 51. fundi byggðaráðs, 10. febrúar 2022
Lögð fram drög að þjónustusamningi við Íslandspósts vegna reksturs Fjarðarvegar 5 ehf. á póstafgreiðslu og póstútburði á Þórshöfn.

Til máls tóku; sveitarstjóri, Mirjam, Þorsteinn Ægir.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og vísar honum til stjórnar Fjarðarvegar 5 ehf. til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Bókun frá U lista: Mikilvægt er að halda póstþjónustu innan sveitafélagsins en á sama tíma teljum við það ekki vera hlutverk sveitafélagsins að reka slíka þjónustu. Því viljum við að sveitafélagið vinni að því að leita leiða til að koma rekstrinum í annan farveg.

12. Tilnefning fulltrúa Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps í starfshóp SSNE um samgöngu- og innviðastefnu, dags. 13. febrúar 2022
Oddviti lagði fram tillögu um Jónas Egilsson sveitarstjóra Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkir að Jónas Egilsson sveitarstjóri verði fulltrúi Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps í starfshópi SSNE um samgöngu- og innviðastefnu.

Samþykkt samhljóða.

13. Tilnefning fulltrúa í samráðsvettvang um Sóknaráætlun Norðurlands eystra, frá 137. fundi sveitarstjórnar
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir verði einnig í hópi fulltrúa Langanesbyggðar í samráðsvettvangi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Samþykkt samhljóða.

14. Skipan fulltrúa í yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnir
Lagður fram listi með nöfnum á núverandi fulltrúum og tillögum um breytingar á skipan yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórnum, bæði aðal- og varamanna. Skv. listanum vantar enn tvo varamenn í undirkjörstjórn vestri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagðan lista og felur yfirkjörstjórn að gera tillögur um varamenn í undirkjörstjórn vestri.

Samþykkt samhljóða.

15. Lánasjóður sveitarfélaga, ósk um tilnefningu eftir framboðum í stjórn, dags. 11. febrúar 2022
Erindið lagt fram.

16. Bréf til sveitarstjórnar vegna fjallskila, dags. 25. janúar 2022
Lagt fram bréf frá Páli Jónassyni eiganda jarðarinnar Hlíðar, Guðjóni Gamalíelssyni eiganda að Heiðarhöfn og Halldóri Jóhannssyni eiganda að Höfnum, dags. 25. janúar 2022.

Til máls tóku; sveitarstjóri, Halldór R., sveitarstjóri, Mirjam, Halldór R., sveitarstjóri …

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn þakkar bréfriturum fyrir þeirra bréf og vísar bréfinu til atvinnu- og nýsköpunarnefndar og dreifbýlisráðs til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

17. Jafnlaunastefna Langanesbyggðar

Til máls tók sveitarstjóri og lagði fram svohljóðandi tillögu að jafnlaunastefnu fyrir Langanesbyggð:

Markmið
Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og er órjúfanlegur hluti af starfsmannastefnu og launastefnu Sveitarfélagsins Langanesbyggðar. Henni er ætlað að tryggja að jafnréttis sé gætt við allar launaákvarðanir.

Laun eru í 9. tölulið 2. gr. jafnréttislaga skilgreind sem almennt endurgjald fyrir störf og hvers konar frekari þóknun bein og óbein hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni sínum fyrir vinnu hans. Kjör eru í 10. tölulið 2. gr. jafnréttislaga skilgreind sem laun ásamt lífeyris-, orlofs- og veikindaréttindum og hvers konar öðrum starfskjörum eða réttindum sem metin verða til fjár.

Meginmarkmið jafnlaunastefnu Langanesbyggðar er að allar launaákvarðanir skulu vera gegnsæjar, málefnalegar, skjalfestar og rekjanlegar. Í samræmi við kröfur ÍST 85:2012 hefur sveitarfélagið það að markmiði að:

· Innleiða vottað jafnlaunakerfi í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012, það skjalfest og því viðhaldið.
· Innleiða verklag og skilgreina viðmið fyrir ákvarðanir launa sem tryggir að launaákvarðanir séu málefnalegar, gegnsæjar, skjalfestar og rekjanlegar.
· Tryggja að til séu starfslýsingar fyrir öll störf. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð     sem í starfinu felst.
· Framkvæma launagreiningu árlega þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og kannað hvort til staðar sé ómálefnalegur launamunur og kynna         helstu niðurstöður fyrir starfsfólki og stjórnendum.
· Bregðast við óútskýrðum og ómálefnalegum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
· Framkvæma innri úttekt og rýni stjórnenda árlega.
· Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.
· Kynna jafnlaunastefnu árlega fyrir starfsfólki og tryggja að hún sé aðgengileg á ytri vef sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir stefnuna en sveitarstjóri ber ábyrgð á að framfylgja henni. Sveitarstjóri ber einnig ábyrgð á launastefnu og að þeim lagalegu kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt.

Til máls tóku; Siggeir, Þorsteinn Ægir.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða jafnlaunastefnu og felur sveitarstjóra að birta hana og kynna meðal starfsmanna sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

18. Skýrsla sveitarstjóra

Oddviti vék af fundi og Mirjam Blekkenhorst varaoddviti tók við fundarstjórn.

Covid-smit og smithætta hefur sett mark sitt á starfsemi hjá sveitarfélaginu undangengnar vikur. Í gær voru aðeins 8 íbúar í einangrun, skv. tölum frá aðgerðarstjórn almannavarna. Þegar verst lét var á þriðja tug íbúa á svæðinu í einangrun eða sóttkví. Skólanum var lokað í fyrsta sinn 7. febrúar sl. og lokað var aftur á heimsóknir á Naust 9. febrúar sl., en opnað var fyrir heimsóknir á ný í gær. Aðeins hafa veikindi og smit dregið úr verkhraða hjá okkur, en ástand hefur nú hægt og bítandi verið að færast í eðlilegt horf. Við þurfum eigi að síður að gæta varúðar áfram þar sem smithætta er enn til staðar.

Viljayfirlýsing vegna mögulegrar Björgunarmiðstöðvar hefur verið undirrituð af öllum aðilum, þ.e. Langanesbyggð, Slökkviðliði Langanesbyggðar, Björgunarsveitinni Hafliða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Neyðarlínunni. Undirbúningur að hönnun nýrrar björgunarmiðstöðvar er þegar hafinn og verður fundur haldinn fljótlega með þátttakendum í verkefninu.

Auglýst hefur verið eftir tilboðum í framkvæmdir við á fyrsta áfanga viðgerða á íþróttamiðstöðinni Veri. Tilboðsfrestur til 31. mars nk. Miðað er við að framkvæmdum við þennan áfanga ljúki í nóvember á þessu ári.

Unnið hefur verið að endurbótum á íbúðum sveitarfélagsins við Hálsveg undangengnar vikur, en talsverðar raka- og mygluskemmdir voru í íbúðunum. Var því nauðsynlegt að skipta um lagnir í baðherbergjum, veggi og gólfefni að hluta til.

Oddviti og sveitarstjóri sátu rafrænan fund með þingmönnum kjördæmisins og öðrum sveitarfélögum á Þingeyjarsvæðinu 15. febrúar sl. Þar voru kynntir helstu hagsmunir og þarfir íbúa hér og sveitarfélagsins, s.s. rekstur Nausts, vegaframkvæmda á Brekknaheiði, heilbrigðisþjónustu hér á svæðinu og verð og afhendingaröryggi raforku og þriggja fasa rafmagn í dreifbýli.

Efnt verður til fundar miðvikudaginn 2. mars nk. með hagaðilum vegna vinnu við framtíðarsýn og skipulag Þórshafnar. Forstöðumaður Hafnardeildar Vegagerðarinnar og skipulagsráðgjafi sveitarfélagsins verða með á fundinum í fjarfundarsambandi. Fundurinn hefur verið auglýstur og kynntur innan sveitarfélagsins.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?