Fara í efni

134. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar

16.12.2021 17:00

Fundur í sveitarstjórn

134. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 16. desember 2021 og hann settur kl. 17:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Árni Bragi Njálsson, Halldór Rúnar Stefánsson, Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir. Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.

Oddviti lagði til að skjal sem sett var inn á rafrænt vinnusvæði sveitarstjórnar með tillögu að skjalið Húsnæðisáætlun 2022, yrði samþykkt sem skjal á fundinum og yrði tekið til umræðu undir dagskrár lið 11 þessa fundar. Skjalið barst í gær eftir að formlegur frestur til að leggja fram gögn á fundinum rann út. Það var samþykkt og var því næst gengið til dagskrár.

D a g s k r á

1. Fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. nóvember 2021
2. Fundargerð 904 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. desember 2021
3. Fundargerð 222. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, dags. 24. nóvember 2021
4. Fundargerð 24. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 8. desember 2021
5. Fundargerð 25. fundar velferðar og fræðslunefndar dags. 14. desember 2021

1. Liður 4: Tillaga um undanþágu til að taka inn börn í leikskóla frá 12 mánaða aldri

6. Fundargerð 38. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 21. október 2021

1. Liður 4: Ný veglína yfir Brekknaheiði

7. Fundargerð 21. fundar hafnarnefndar, dags. 6. desember 2021
8. Fundargerð 12. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar dags. 25. október 2021
9. Fundargerð 13. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar dags. 22. nóvember 2021
10. Fundargerð 11. fundar rekstrarnefndar hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts, dags. 9. nóvember 2021

1. Liður 1: Viðræður við nýráðinn hjúkrunarforstjóra

11. Fundargerð 50. fundar byggðaráðs, dags. 10. desember 2021

1. Liður 2: Drög að húsnæðisáætlun Langanesbyggðar – að ósk U-lista

12. Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn Langanesbyggðar nr. 10/2019 – fyrri umræða – frá byggðaráði
13. Viljayfirlýsing um björgunarmiðstöð – frá byggðaráði
14. Stofnun einkahlutafélags um rekstur Fjarðarvegar 5 – frá byggðaráði
15. Framkvæmdir við Ver 2022 – frá byggðaráði
16. Rekstrarstyrkur til HSÞ, endurnýjun samnings
17. Tillaga frá Þróunarfélagi Finnafjarðar (FFPD) um hlutafjáraukningu
18. Álagningarákvæði fasteignagjalda í Langanesbyggð 2022
19. Fundaáætlun sveitarstjórnar og nefnda 2022
20. Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023 – 2025, síðari umræða
21. Frá U-lista: Formlegar viðræður sveitarfélaga
22. Frá U-lista: Hönnum og skipulag miðsvæðis
23. Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1. Fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. nóvember 2021
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð 904 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. desember 2021
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 222. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, dags. 24. nóvember 2021
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð 24. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 8. desember 2021
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 25. fundar velferðar og fræðslunefndar dags. 14. desember 2021

1. Liður 4: Tillaga um undanþágu til að taka inn börn í leikskóla frá 12 mánaða aldri

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku; Siggeir, sveitarstjóri.

Samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð 38. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 21. október 2021

1. Liður 4: Ný veglína yfir Brekknaheiði

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar á tillögu, að breyttri veglínu á þjóðvegi 85, frá Þórshöfn upp Brekknaheiði.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku; Sólveig, sveitarstjóri, Siggeir, Þorsteinn Ægir

Samþykkt afgreiðslunni: Þorsteinn Ægir, Mirjam, Árni Bragi og Halldór. Sitja hjá: Siggeir, Sigríður Friðný og Sólveig.

7. Fundargerð 21. fundar hafnarnefndar, dags. 6. desember 2021
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 12. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar dags. 25. október 2021
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 13. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar dags. 22. nóvember 2021
Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 11. fundar rekstrarnefndar hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts, dags. 9. nóvember 2021

1. Liður 1: Viðræður við nýráðinn hjúkrunarforstjóra

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir ráðningu Rósu Jóhannesdóttur sem hjúkrunarforstjóra frá og með 1. janúar nk.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók sveitarstjóri.

Samþykkt samhljóða.

11. Fundargerð 50. fundar byggðaráðs, dags. 10. desember 2021

Liður 2: Drög að húsnæðisáætlun Langanesbyggðar.

Til máls tók: Sveitarstjóri.

Fram var lögð tillaga að húsnæðisáætlun Langanesbyggðar, Húsnæðisáætlun 2022. Efni hennar hafa verið kynnt á 24. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar og á 50. fundi byggðaráðs. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra hefja formlega skoðun á hvaða leiðir eru mögulegar og hagvæmar svo að byggðar verði íbúðir í Langanesbyggð.

Fundargerðin lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða húsnæðisáætlun.

Til máls tóku; sveitarstjóri, Sigríður Friðný, Þorsteinn Ægir.

Samþykkt samhljóða.

12. Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn Langanesbyggðar nr. 10/2019 – fyrri umræða – frá byggðaráði

Lögð fram tillaga um breytingu á samþykktum um stjórnun Langanesbyggðar nr. 10/2019 um möguleika á þátttöku á fundum með fjarfundarbúnaði.

Bókun um afgreiðslu: Tillögu um breytingu á samþykktum um stjórn Langanesbyggðar er vísað til annarrar umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

13. Viljayfirlýsing um björgunarmiðstöð – frá byggðaráði

Drög að viljayfirlýsingu um að koma á laggirnar og reka björgunarmiðstöð á Þórshöfn sem hýsi tæki, búnað og bifreiðar Slökkviliðs Langanesbyggðar og Björgunarsveitarinnar Hafliða, sjúkrabifreið, búningsklefa og önnur rými sem tilheyra. Í miðstöðinni verði einnig stjórnstöð fyrir þá sem sinna björgunaraðgerðum s.s. aðgerðarstjórnun. Aðilar að þessari viljayfirlýsingu eru auk Langanesbyggðar, Slökkvilið Langanesbyggðar, Neyðarlína, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Björgunarsveitin Hafliði.

Til máls tók; Sigríður Friðný.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða viljayfirlýsingu fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að kalla saman undirbúningshóp og vinna þarfa- og kostnaðargreiningu fyrir miðstöðina.

Samþykkt samhljóða.

Bókun U-lista: Gert grein fyrir atkvæði: Við styðjum þá hugmynd um eflingu starfs viðbragðsaðila á svæðinu með samvinnu, samhæfingu og hagræðingu í starfsemi þeirra. Mikilvægt er að niðurstaða umræðuhóps verði kynnt sveitarstjórn áður en endanleg ákvörðun verði tekin. Benda má á að sveitarfélagið er að ráðast í miklar framkvæmdir næstu árin ásamt ýmsum aðkallandi verkefnum innan sveitarfélagsins sem við teljum rétt að ljúka áður en farið verði í frekari framkvæmdir af þessari stærðargráðu en búast má við að kostnaður við slíka miðstöð gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna.

14. Stofnun einkahlutafélags um rekstur Fjarðarvegar 5 – frá byggðaráði

Lögð fram tillaga að samþykktum, stofnskrá fyrir Rekstrarfélag Fjarðarvegar 5 ehf. og fleiri tilheyrandi gögnum um stofnun félags um rekstur húseignar og lóðar við Fjarðarveg 5 á Þórshöfn.

Til máls tóku; sveitarstjóri, Siggeir, sveitarstjóri

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir stofnun einkahlutafélagsins Fjarðarvegur 5 ehf., skv. framlögðum gögnum.

Samþykkt samhljóða.

15. Framkvæmdir við Ver 2022 – frá byggðaráði

Lögð fram bókun frá 50. fundi byggðaráðs, dags. 10. desember 2021, um framkvæmdir við íþróttamiðstöðina Ver 2022.

Til máls tóku; Siggeir, sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir bókun byggðaráðs um framkvæmdir við íþróttamiðstöðina Ver á næsta ári.

Samþykkt samhljóða.

16. Rekstrarstyrkur til HSÞ, endurnýjun samnings

Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra HSÞ um ósk um áframhaldandi styrk til sambandsins.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að greiða styrk til HSÞ árin 2022, 2023 og 2024 sem svarar kr. 640 á íbúa sveitarfélagsins á ári.

Samþykkt samhljóða.

17. Tillaga frá Þróunarfélagi Finnafjarðar (FFPD) um hlutafjáraukningu

Bókun um afgreiðslu: Málinu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

18. Álagningarákvæði fasteignagjalda í Langanesbyggð 2022

Til máls tók; sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu:

1. Gjaldskrá fasteignagjalda

· Fasteignaskattur A - Íbúðarhúsnæði og bújarðir eru 0,625% af heildarálagningarstofni.

· Fasteignaskattur B - Sjúkrastofnanir, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttarhús og bókasöfn eru 1,32 % af heildarálagningarstofni.

· Fasteignaskattur C - Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði eru 1,65% af heildarálagningarstofni.

2. Lóðarleiga

· Lóðarleiga A - lóðarleiga er 1,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhús.

· Lóðarleiga B - lóðarleiga er 2,5% af fasteignamati lóða fyrir atvinnuhúsnæði og opinberra bygginga.

3. Vatnsgjald

· A - Vatnsgjald er 0,30% af heildarálagningarstofni.

· B - Aukavatnsgjald er kr. 39 pr. m3 vatns.

4. Fráveitugjald

· Fráveitugjald er 0,259% af heildarálagningarstofni.

Samþykkt samhljóða.

19. Fundaáætlun sveitarstjórnar og nefnda 2022

Tillaga að fundaáætlun sveitarstjórnar og nefnda fyrir árið 2022 lögð fram.

Oddviti lagði til að ágústfundur sveitarstjórnar yrði 18. ágúst en ekki þann 11. eins og fyrir liggjandi drög gerðu ráð fyrir.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða fundaáætlun sveitarstjórnar fyrir árið 2022 með breytingartillögu oddvita.

Samþykkt samhljóða.

20. Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023 – 2025, síðari umræða

Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023 – 2025 lögð fram, síðari umræða.

Til máls tók sveitarstjóri og kynnti tillögu að framkvæmdaáætlun.
Til máls tóku; sveitarstjóri, Siggeir, Þorsteinn Ægir, Siggeir, sveitarstjóri, Mirjam, Siggeir, Þorsteinn Ægir, sveitarstjóri, Siggeir.

Oddiviti bað um fundarhlé kl. 18.38. Fundur settur að nýju 18:40.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun 2023 – 2025. Einnig er samþykkt að vísa tillögum um aðrar framkvæmdir og fjárfestingar, en við íþróttamiðstöðina Ver á árinu 2022, til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða.

Bókun frá U-listanum: U listinn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Langanesbyggðar fyrir árið 2022 en með þeim fyrirvara og athugasemdum að við teljum nauðsynlegt að fara í meiri hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins. Þar má meðal annars nefna reksturinn á Nausti, úttekt á rekstri þjónustumiðstöðvar ásamt sameiningu við slökkvilið og skoða fyrirkomulag á sorpmálum sveitarfélagsins með það í huga að lækka kostnað.
Það eru ýmisleg verkefni sem nauðsynlegt er að fara í árið 2022 sem við óskum eftir að verði tekin fyrir á sveitarstjórnarfundi í janúar 2022.

21. Frá U-lista: Formlegar viðræður sveitarfélaga

Til máls tók Siggeir.

Tillaga frá U-lista: U-listinn leggur til að kosnir verði varamenn í viðræðunefnd sveitarfélaganna. Tilnefndir eru frá L lista; Árni Bragi Njálsson og Halldór R. Stefánsson og frá U lista; Sigríður Fríðný Halldórsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

Bókun frá U-lista: Fyrsti fundur viðræðunefndarinar verður 17 desember kl 12:30 á skrifstofu LNB.

22. Frá U-lista: Hönnum og skipulag miðsvæðis

Til máls tók Siggeir, Sveitarstjóri veitti andsvar, Siggeir.

Bókun frá U-lista: Við ítrekum fyrri bókanir vegna þessa máls. Um leið þá viljum við leggja áherslu á að málið snýst um skipulag og hönnun á svæðinu. Þá erum við að tala um vegstæði og umhverfi húsa á svæðinu, til dæmis aðgengi og bílastæðum í kringum, N 1 sjoppan, aðgengi niður að hafnarsvæði, hönnun á legu Eyrarvegar, umhverfi í kringum beitningarhöllina og ýmislegt fleira. Óskum við eftir því að fengnir verði fagmenn á þessu sviði til að koma með tillögur að heildar hönnun og aðgengi á svokölluðum miðbæ á Þórshöfn.

23. Skýrsla sveitarstjóra

Undirbúningur að framkvæmdum við íþróttamiðstöðina Ver er hafinn og byrjað er að leita tilboða í efni og vinnu. Á næsta ári verður allt þak hússins endurnýjað og sett ný einangrun eftir því sem þörf er á. Einnig þarf að skipta um burðarvirki í þaki sundlaugar. Áætlaður heildarkostnaður á næsta ári er um 250 m.kr. Heildarkostnaður við viðgerðir og lagfæringar hússins á næstu 3-4 árum er áætlaður um 475 m.kr. Það er því ljóst að ekki verður mikið svigrúm til annarra stórra framkvæmda á næstu árum. Þó er gert ráð fyrir endurbótum í frárennslismálum bæði á Þórshöfn og Bakkafirði á næstu árum, þar sem endurgreiðslur frá ríki fást fyrir um 20-30% af kostnaði.

Fyrr í dag var haldinn hluthafafundur Þróunarfélagi Finnafjarðar (FFPD), en félagið hefur með höndum að laða fjárfesta til uppbyggingar atvinnustarfsemi á svæðinu, ásamt viðræðum við landeigendur. Sveitarfélögin hafa áheyrnarfulltrúa á fundum FFPD. Á fundinum í dag kom fram að allir landeigendur hafi samþykkt að fara í viðræður við FFPD um mögulega leigu á landi undir atvinnustarfsemi. Þá var samþykkt aukning hlutafjár í félaginu. Hlutur Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps er 4% hvort sveitarfélag eða samtals 8%. Hlutafjáraukning í heild sinni er um Eur. 150 þús. eða um 22,1 m.kr. m.v. núverandi gengi. Hlutur sveitarfélaganna er því samanlagt um Eur. 12 þús. eða 1,7 m.kr. Það gerir um kr. 885 þús. hvort sveitarfélag. Af þessum 22 m.kr. í hlutafjáraukningu eru um áætlaðar 1,4 m.kr. í rekstrarkostnað FFPD, um 15 m.kr. í lögfræðikostnað landeigenda vegna viðræðna og eins konar leigu til landeigenda (e. „Peppercorn“ rent) m.a. til að standa undir fyrirhöfn og kostnaði þeirra. Þá eru um 5,5 m.kr. áætlaðar í aðra lögfræðiráðgjöf félagsins, í samningaviðræður um að Guggenheim komi að fjárfestingum í félaginu. Umræður um niðurstöður fundarins og aukið framlag sveitarfélaganna verða á fundum byggðaráðs og sveitarstjórna beggja sveitarfélaganna í byrjun næsta árs.

Gengið hefur verið frá kaupsamningi og afsali vegna kaupa sveitarfélagsins á húseigninni við Fjarðarveg 5 og tekur sveitarfélagið við því nú um áramótin. Samkomulag verður gert við Landsbankann um afnot af sögulegum gripum og myndum sem eru frá tíð Sparisjóðsins hér. Viðræður eru hafnar við Þekkingarnet Þingeyinga um að starfsemi þess hér á Þórshöfn flytjist í nýtt húsnæði á næsta ári, en viðræður eru líka hafnar við SSNE um komu þess að starfsemi í húsinu. Fundur verður í ársbyrjun 2022 með þessum aðilum til að vinna að framtíðarhugmyndum um starfsemi í húsinu. Einnig þarf að gera ítarlegri úttekt á nauðsynlegum endurbótum á húsnæðinu, en frumathugun liggur fyrir.

Það má segja að vísir að starfsemi nýsköpunarseturs hér á Þórshöfn hafi nú þegar litið dagsins ljós, því að nýútskrifuð og væntanleg ljósmóðir hjá okkur hefur fengið tímabundin afnot af nú óráðstafaðri framtíðar vinnuaðstöðu á skrifborði á skrifstofu sveitarfélagsins. En það er einmitt svona tækifæri sem við þurfum að nýta okkur, skapa okkar framtíðarfólki tækifæri og aðstöðu. En við þurfum að skoða fleiri tækifæri og höfum við t.d. skrifað undir viljayfirlýsingu við Space Iceland sem er í samstarfi við breska fyrirtækið Skyrora sem fyrir hugar tilraunaskot út í geim frá Brimnesi næsta vor. Fleiri möguleikar eru innan seilingar.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?