Fara í efni

133. fundur, aukafundur sveitarstjórnar

02.12.2021 17:00

Fundur í sveitarstjórn

133. fundur, aukafundur, sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 2. desember 2021 og hann settur kl. 17:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Árni Bragi Njálsson, Halldór Rúnar Stefánsson, Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Aðalbjörn Arnarsson Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og var því næst gengið til dagskrár.

Oddviti lagði til að undir lið 3 í útsendri dagskrá fundarins að 2. dagskrárliður 6. fundagerðar viðræðunefndar um sameiningu sveitarfélaga yrði afgreiddur á undan liðum 1 og 3.

D a g s k r á

1. Fundargerð 439. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags. 12.11.2021
2. Fundargerð 31. fundar stjórnar SSNE, dags. 10.11.2021
3. Fundargerð 6. fundar viðræðunefndar um mögulegrar sameiningar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, dags. 10.11.2021
     a. Liður 1. Drög að samþykktum fyrir „uppbyggingarsjóð“ á vegum hins sameinaða sveitarfélags
      b. Liður 2. Tillaga um formlegar viðræður um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps
      c. Liður 3. Tillaga um mótun framtíðarsýnar fyrir hið sameinaða sveitarfélag
4. Fundargerð 49. fundar byggðaráðs dags. 25.11.2021
      a) Liður 1. Deiliskipulagsbreyting, Fjarðarvegur 2
5. Bréf frá UMFL til sveitarstjórnar, dags. 25.11.2021
6. Bréf frá SRN – þakkir fyrir þátttöku í minningardegi
7. Samfélagssáttmáli milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og ríkisins vegna byggðar við Bakkaflóa, lokadrög – frá 39. fundi byggðaráðs
8. Samningar um þjónustu byggingafulltrúa og skipulagsráðgjöf
9. Tillaga um aðild Nausts að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
10. Heimild til lántöku vegna Fjarðarvegar 5
11. Tillaga að siðareglum Langanesbyggðar, síðari umræða
12. Tillaga að breytingu á reglum um frístundastyrk
13. Álagningarákvæði útsvars 2022
14. Tillögur að breytingum á gjaldskrám, framhald
15. Fjárhagsáætlun fyrir 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 – fyrri umræða
16. Frá U-lista - Skógræktarátak í LNB
17. Frá U-lista - Íbúðarhúsnæði, þarfagreining og vöntun á húsnæði í Langanesbyggð
18. Frá U-lista - Frárennslismál, útrásir og hreinsun fráveitu.
19. Frá U-lista - Nýsköpunar og menntasetur í Langanesbyggð, Þórshöfn.
20. Frá U-lista - Íþróttahúsið VER, undirbúningur vegna viðhalds og breytinga
21. Frá U-lista - Ráðning verkefnisstjóra vegna Finnafjarðarverkefnisins
22. Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1. Fundargerð 439. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags. 12.11.2021
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð 31. fundar stjórnar SSNE, dags. 10.11.2021
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 6. fundar viðræðunefndar um mögulegrar sameiningar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, dags. 10.11.2021
      a) Liður 2. Tillaga um formlegar viðræður um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkir tillögu nefndarinnar um að hefja formlegar viðræður við Svalbarðshrepp um mögulega sameiningu sveitarfélaganna, skv. 193. gr. sveitarstjórnarlaga. Einnig er samþykkt að skipa Mirjam Blekkenhorst, Þorstein Ægi Egilsson og Siggeir Stefánsson í viðræðunefndina. Með nefndinni starfa sveitarstjóri og skrifstofustjóri.

Samþykkt samhljóða.

      b) Liður 1. Drög að samþykktum fyrir „uppbyggingarsjóð“ á vegum hins sameinaða sveitarfélags

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að stofnaður verði sjóður um jarðir hins sameinaða sveitarfélags og um leið framlögð drög að samþykktum fyrir sjóðinn. Sveitarstjórn leggur til að viðræðunefnd um sameiningu sveitarfélaganna, að hún útfæri nánar einstök atriði um stjórn sjóðsins og skipulag.

Samþykkt samhljóða.

      c) Liður 3. Tillaga um mótun framtíðarsýnar fyrir hið sameinaða sveitarfélag

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar.

Siggeir óskaði eftir fundarhlé kl. 17:07 – Fundur settur aftur kl 17:09

Samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð 39. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 16.11.2021   
      a. Liður 1. Deiliskipulagsbreyting, Fjarðarvegur 2

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og felur sveitarstjóra að auglýsa breytingunga.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 49. fundar byggðaráðs dags. 25.11.2021
Fundargerðin lögð fram.

6. Bréf frá UMFL til sveitarstjórnar, dags. 25.11.2021
Bréfið stjórnar UMFL lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn þakkar bréfið og fagnar áformum félagsins. Hún lýsir ánægju sinni með árangur þann sem náðst hefur á þessu ári við uppbyggingu íþróttaaðstöðu bæði á Bakkafirði og á Þórshöfn í samvinnu við Ungmennafélagið. Sveitarstjórn lýsir stuðningi við fyrirhugaðar framkvæmdir félagsins við næsta áfanga uppbyggingar á Þórshafnarvelli og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða.

7. Bréf frá SRN – þakkir fyrir þátttöku í minningardegi
Bréf frá sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, dags. 22. nóvember 2021, lagt fram, en hann er að þakka þátttöku í minningardegi um þá sem látið hafa lífið í umferðinni.

8. Samfélagssáttmáli milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og ríkisins vegna byggðar við Bakkaflóa, lokadrög
Lokadrög að Samfélagssáttmála milli íbúa við Bakkaflóka, Langanesbyggðar og ríkisins lagður fram. Sáttmálinn hefur verið samþykktur í hverfaráði Bakkafjarðar og samþykktur af Byggðastofnun.

Til máls tóku; sveitarstjóri, Siggeir, Þorsteinn Ægir.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir sáttmálann og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Langanesbyggðar.

Samþykkt samhljóða.

9. Samningar um þjónustu byggingafulltrúa og skipulagsráðgjöf
Lögð fram drög að samningi við Norðurþingi um þjónustu byggingafulltrúa og við Teiknistofu Norðurlands um skipulagsráðgjöf.

Til máls tók sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir annars vegar samning við Norðurþing um þjónustu byggingarfulltrúa og hins vegar samning við Teiknistofu Norðurlands um þjónustu við skipulags ráðgjöf.

Samþykkt samhljóða.

10. Tillaga um aðild Nausts að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
Tillaga um almenna aðild Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV).

Til máls tóku; sveitarstjóri, Siggeir.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að sótt verði um almenna aðild Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Naust að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV).

Samþykkt samhljóða.

11. Heimild til lántöku vegna Fjarðarvegar 5
Heimild sveitarstjórnar til lántöku hjá Landsbanka Íslands vegna kaupa á Fjarðarvegi 5.

Til máls tók sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Með vísan til 8. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, heimilar sveitarstjórn sveitarstjóra að taka skammtímalán hjá viðskiptabanka sveitarfélagsins að upphæð allt að kr. 28.500.000,- vegna kaupa á húseigninni við Fjarðarveg 5. Þessi lánsheimild gildi til sjö mánaða að hámarki.

Samþykkt samhljóða.

12. Tillaga að siðareglum Langanesbyggðar, síðari umræða
Lagðar fram tillögur að siðareglum kjörinna fulltrúa og starfsmanna Langanesbyggðar, en tillögurnar voru lagðar fram á síðasta fundi sveitarstjórnar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir annars vegar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa og hins vegar vegna starfsmanna sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

13. Tillaga að breytingu á reglum um frístundastyrk
Lögð fram tillaga um hækkun frístundastyrks með hækkun styrksins á næsta ári í kr. 35.000.

Til máls tók; sveitarstjóri

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að frístundastyrkur skuli vera kr. 35.000 á einstakling, skv. framlögðum reglum árið 2022.

Samþykkt samhljóða.

14. Álagningarákvæði útsvars 2022
Lögð fram tillaga um útsvar í Langanesbyggð fyrir árið 2022.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að útsvarsálagning árið 2022 verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

15. Tillögur að breytingum á gjaldskrám, framhald

Til máls tók sveitarstjóri.

Eftirtaldar gjaldskrár eru lagðar fram til afgreiðslu:

     1. Gjaldskrá Langaneshafna ásamt töflu.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá með fyrirvara um samþykki hafnarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

     2. Álagningarákvæði fasteignagjalda.

Til máls tóku; Siggeir, sveitarstjóri, Aðalbjörn, Þorsteinn Ægir, sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá.

Samþykk afgreiðslu; Þorsteinn Ægir, Árni Bragi, Mirjam og Halldór R. Sitja hjá; Siggeir, Sólveig og Aðalbjörn.

Bókun frá U listanum: Við treystum okkur ekki til þess að samþykkja svo mikla hækkun á sorpgjöldum og leggjum til að skoðaðir verði nánar möguleikar til lækkunar á kostnaði við sorpmálin.

     3. Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá

Samþykkt samhljóða.

     4. Verðskrá í sundlaug og íþróttahús.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá með áorðnum breytingum.

Samþykkt samhljóða.

16. Fjárhagsáætlun fyrir 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 – fyrri umræða

Til máls tók sveitarstjóri og fór yfir helstu atriði fjárhagsáætlunar 2022.

Til máls tóku; Siggeir, Þorsteinn Ægir.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun fyrir 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.

17. Frá U-lista - Skógræktarátak í LNB

Til máls tóku; Siggeir, sveitarstjóri veitti andsvar, Siggeir, Mirjam, Þorsteinn Ægir, Siggeir, sveitarstjóri, Mirjam, Siggeir.

Bókun frá U listanum: Við ítrekum fyrri óskir að farið verði í stefnumótun (áætlun) um stórtæka skógrækt í Langanesbyggð. Við höfum ítrekað rætt þetta mál frá árinu 2018. Ef eitthvað á að gera vor/sumar 2022 þá þarf undirbúningur að hefjast að hausti/vetri á undan.

18. Frá U-lista - Íbúðarhúsnæði, þarfagreining og vöntun á húsnæði í Langanesbyggð

Til máls tóku; Siggeir, sveitarstjóri veitti andsvar, Siggeir.

Siggeir bað um fundarhlé kl. 18:52. Fundur settur aftur kl 18:55

Bókun frá U-lista: Við þökkum svörin gagnvart þessu málefni og að það standi til að leggja þessar upplýsingar fram á næstu dögum.

19. Frá U-lista - Frárennslismál, útrásir og hreinsun fráveitu

Til máls tóku; Siggeir, sveitarstjóri veitti andsvar, Siggeir, sveitarstjóri, Siggeir, sveitarstjóri.

Bókun frá U-lista: Sveitarfélagið hefur fengið vilyrði fyrir styrk frá ríkinu vegna framkvæmda við fráveitumál, útrásir og hreinsun þar sem þeir ætla að niðurgreiða 30% kostnaðar við framkvæmdir ársins 2021. Vegna áframhaldandi styrks til verkefnisins árið 2022 þurfa gögn að berast ráðuneytinu í síðasta lagi 15 janúar 2022 og því teljum við mikilvægt að klára heildstæða hönnun og áætlun um endurnýjun fráveitulagna, útrásum og hreinsun á Þórshöfn og Bakkafirði. Sveitarstjóra var falið að skoða þessi mál og leggja áætlun fyrir sveitarstjórn í nóvember 2021. Óskum eftir að áætlun verði lagt fyrir sveitarstjórn um leið og hún er klár.

20. Frá U-lista - Nýsköpunar og menntasetur í Langanesbyggð, Þórshöfn

Til máls tóku; Siggeir, sveitarstjóri veitti andsvar, Þorsteinn Ægir, Siggeir.

Siggeir bað um fundarhlé 19:22 – Fundur settur 19:25

Bókun frá U-listanum: Leggjum áherslu á að vel verði unnið í málinu og að stofnað verði félag um starfsemina og það gert með þeim aðilum sem mögulega gætu komið að starfseminni. Samkvæmt nýjum stjórnarsáttmála þá er ríkið reiðubúið að styðja við starfsaðstöður, klasasamstarf og þekkingamiðstöðvar á landsbyggðinni og er nauðsynlegt að taka samtalið við hið opinbera um þessi mál.

21. Frá U-lista - Íþróttahúsið VER, undirbúningur vegna viðhalds og breytinga

Til máls tóku; Siggeir, Þorsteinn Ægir, sveitarstjóri veitti andsvar, Siggeir, Þorsteinn Ægir.

Bókun frá U-listanum: Við leggjum mikla áherslu á að ákvarðanir vegna framkvæmda við íþróttahúsið VER verði teknar sem allra fyrst svo hægt sé að hefja undirbúning á löngu tímabærum lagfæringum og framkvæmdum á húsnæðinu á næsta ári, 2022.

22. Frá U-lista - Ráðning verkefnisstjóra vegna Finnafjarðarverkefnisins

Til máls tóku; Siggeir, sveitarstjóri veitti andsvar, Þorsteinn Ægir, Siggeir, Þorsteinn Ægir, Mirjam, Siggeir.

Tillaga frá U-listanum: Sveitarstjórn samþykkir að ráðin verði verkefnisstjóri strax í hlutastarf til að sinna verkefnum tengd Finnafirði og öðrum atvinnuskapandi verkefnum. Sveitarstjóra og byggðaráði verði falið að finna rétta manninn í starfið sem síðan yrði borið undir sveitarstjórn til samþykktar. Sveitarstjóra falið að ræða við Vopnafjarðarhrepp um mögulega aðkomu að ráðningu verkefnisstjóra. Það eru ýmis tækifæri og möguleikar fyrir sveitarfélögin til að sækja um stuðning og styrki vegna kostnaðar við ráðninguna.

Með tillögunni; Siggeir, Sólveig og Aðalbjörn. Á móti; Þorsteinn Ægir, Mirjam, Árni Bragi og Halldór R. Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.

23. Skýrsla sveitarstjóra

Ljóst er að sá veðurgluggi sem við vonuðumst eftir til að ganga frá a.m.k. bráðabirgðaviðgerð á Langanesvegi og Eyrarvegi, eftir holræsaframkvæmdir haustsins, bauðst ekki. Endanlegar viðgerðir hefjast í vor og þá verða bæði Fjarðarvegur og Langanesvegur malbikaðir. Þá gefst líka tækifæri fyrir sveitarfélagið, einstaklinga og fyrirtæki að undirbúa mögulegar malbiks framkvæmdir samhliða þessum framkvæmdum.

Oddviti og sveitarstjóri áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna þann 16. nóvember sl. þar sem rekstrastaða Nausts var rakin fyrir þeim, ásamt mikilvægi stofnunarinnar fyrir samfélagið í heild sinni. Það er von okkar að þingmennirnir styðji okkar baráttu við stjórnvöld við að fá framlög Sjúkratrygginga til reksturs stofnunarinnar leiðrétt.

Oddviti og sveitarstjóri einnig sátu haustfund Héraðsnefndar Þingeyinga sem fram fór á Skútustöðum þann 22. nóvember sl. Ljóst er að samstarf sveitarfélaga á Þingeyjarsvæðinu þarfnast endurskoðunar við, en þeirri vinnu var frestað fram til næsta hausts, þ.e. næsta kjörtímabils.

Kynningarfundur fyrir íbúa og landeigendur nær og fjær um mögulegar uppbygging vindmyllugarða í Langanesbyggð var haldinn miðvikudaginn 17. nóvember sl. Hann var vel sóttur og góðar umræður og skoðanaskipti voru á fundinum. Næsta skref er kynning mögulegra fjárfesta meðal landeigenda á hugmyndinni. Ef vel gengur gætu 2-3 möstur verið reist í vor til að rannsaka enn betur möguleika á raforkuframleiðslu með vindmyllum í byggðarlaginu.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:15.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?